Raðfrumkvöðlar á Íslandi Magnús Daði Eyjólfsson skrifar 16. september 2023 11:00 Raðfrumkvöðlar er hugtak sem er lítt þekkt meðal almennings á Íslandi. Raðfrumkvöðlar eru þeir frumkvöðlar sem stofna nýtt sprotafyrirtæki í framhaldi af öðru en um helmingur allra frumkvöðla teljast raðfrumkvöðlar. Rannsóknir hafa sýnt að það sem helst einkennir þessa tegund frumkvöðla er að þeir gefast ekki upp, þrífast best í hámarks óvissu og eru með mikla sköpunarþörf. Raðfrumkvöðlar eru taldir hæfari og félagslega tengdari en hefðbundnir frumkvöðlar þar sem þeir standa sig betur í síðari verkefnum sínum vegna reynslu sinnar af mistökum og mikillar sköpunargleði sem þeir búa yfir. Ísland hefur byggt upp sterkt stuðningsnet fyrir frumkvöðla og erum við nokkuð framarlega á því sviði á heimsmælikvarða. Stuðningsumhverfi nýsköpunar hérlendis hefur eflst mjög mikið undanfarin ár og hafa sennilega aldrei verið betri aðstæður til þess að vera raðfrumkvöðull hér á landi en nú. Fjölmargir viðskiptahraðlar eru haldnir árlega á Íslandi og KLAK - Icelandic Startups er í sérflokki hérlendis varðandi stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Verðmætasköpun ofar öllu Ég gerði rannsókn á upplifun raðfrumkvöðla af frumkvöðlastarfsemi á Íslandi fyrir BS ritðgerðina mína í viðskiptafræði og tók viðtöl við fimm íslenska raðfrumkvöðla sem hafa stofnað allt frá́ þremur upp í tuttugu sprotafyrirtæki. Niðurstöðurnar sýna að raðfrumkvöðlar gera óteljandi mistök og mæta ýmsum hindrunum á vegferð sinni. Viðmælendur rannsóknarinnar voru á sama máli að rekstur sprotafyrirtækja hafi reynst þeim talsvert erfiðari en þeir höfðu reiknað með og hindranir raðfrumkvöðla komi úr ýmsum óvæntum áttum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna það að besta leiðin að takast á við allar þær hindranir sem þeir standa frammi fyrir er að berskjalda sig og viðurkenna mistökin fyrir sjálfum sér. Hæfileikinn að líta ekki endalaust í baksýnisspegilinn heldur beint fram á veginn og hugsa um mistökin sem lærdóm skipti öllu máli til þess að starfa sem raðfrumkvöðull. Ýmis vandamál koma upp á vegferðinni en helstu hvatar raðfrumkvöðlanna er að skapa verðmæti fyrir almenning - það er ofar öllu. Þrátt fyrir að fjárhagslegur ávinningur sé óneitanlega mikilvægur þáttur í augum raðfrumkvöðla, þá er vegur ánægja þeirra af því að skapa verðmæti og að gefa af sér fyrir samfélagið talsvert meira en fjárhagslegur ávinningur í augum viðmælenda rannsóknarinnar. Ástríða þeirra fyrir starfi sínu og verðmætasköpun er mjög merkileg og gerir raðfrumkvöðla að mjög áhugaverðu fyrirbæri. Fyrir þá sem vilja lesa meira, þá er ritgerðin opin öllum á www.skemman.is og ber hún heitið Að skapa verðmæti er ofar öllu. Upplifun raðfrumkvöðla á frumkvöðlastarfsemi á Íslandi. Höfundur er verkefnastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Raðfrumkvöðlar er hugtak sem er lítt þekkt meðal almennings á Íslandi. Raðfrumkvöðlar eru þeir frumkvöðlar sem stofna nýtt sprotafyrirtæki í framhaldi af öðru en um helmingur allra frumkvöðla teljast raðfrumkvöðlar. Rannsóknir hafa sýnt að það sem helst einkennir þessa tegund frumkvöðla er að þeir gefast ekki upp, þrífast best í hámarks óvissu og eru með mikla sköpunarþörf. Raðfrumkvöðlar eru taldir hæfari og félagslega tengdari en hefðbundnir frumkvöðlar þar sem þeir standa sig betur í síðari verkefnum sínum vegna reynslu sinnar af mistökum og mikillar sköpunargleði sem þeir búa yfir. Ísland hefur byggt upp sterkt stuðningsnet fyrir frumkvöðla og erum við nokkuð framarlega á því sviði á heimsmælikvarða. Stuðningsumhverfi nýsköpunar hérlendis hefur eflst mjög mikið undanfarin ár og hafa sennilega aldrei verið betri aðstæður til þess að vera raðfrumkvöðull hér á landi en nú. Fjölmargir viðskiptahraðlar eru haldnir árlega á Íslandi og KLAK - Icelandic Startups er í sérflokki hérlendis varðandi stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Verðmætasköpun ofar öllu Ég gerði rannsókn á upplifun raðfrumkvöðla af frumkvöðlastarfsemi á Íslandi fyrir BS ritðgerðina mína í viðskiptafræði og tók viðtöl við fimm íslenska raðfrumkvöðla sem hafa stofnað allt frá́ þremur upp í tuttugu sprotafyrirtæki. Niðurstöðurnar sýna að raðfrumkvöðlar gera óteljandi mistök og mæta ýmsum hindrunum á vegferð sinni. Viðmælendur rannsóknarinnar voru á sama máli að rekstur sprotafyrirtækja hafi reynst þeim talsvert erfiðari en þeir höfðu reiknað með og hindranir raðfrumkvöðla komi úr ýmsum óvæntum áttum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna það að besta leiðin að takast á við allar þær hindranir sem þeir standa frammi fyrir er að berskjalda sig og viðurkenna mistökin fyrir sjálfum sér. Hæfileikinn að líta ekki endalaust í baksýnisspegilinn heldur beint fram á veginn og hugsa um mistökin sem lærdóm skipti öllu máli til þess að starfa sem raðfrumkvöðull. Ýmis vandamál koma upp á vegferðinni en helstu hvatar raðfrumkvöðlanna er að skapa verðmæti fyrir almenning - það er ofar öllu. Þrátt fyrir að fjárhagslegur ávinningur sé óneitanlega mikilvægur þáttur í augum raðfrumkvöðla, þá er vegur ánægja þeirra af því að skapa verðmæti og að gefa af sér fyrir samfélagið talsvert meira en fjárhagslegur ávinningur í augum viðmælenda rannsóknarinnar. Ástríða þeirra fyrir starfi sínu og verðmætasköpun er mjög merkileg og gerir raðfrumkvöðla að mjög áhugaverðu fyrirbæri. Fyrir þá sem vilja lesa meira, þá er ritgerðin opin öllum á www.skemman.is og ber hún heitið Að skapa verðmæti er ofar öllu. Upplifun raðfrumkvöðla á frumkvöðlastarfsemi á Íslandi. Höfundur er verkefnastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar