Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, voru tveir fluttir slasaðir á Landspítalann í Fossvogi af vettvangi.
Útkallið barst laust fyrir klukkan 13:00 í dag. Að sögn Ásgeirs var þyrlan kölluð út á hæsta forgangi.