Fjórar konur saka Russell Brand um kynferðisofbeldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. september 2023 15:40 Russell Brand hefur aðallega haldið sig á Youtube undanfarin ár. EPA/HERBERT NEUBAUER Breski grínistinn Russell Brand segir ásakanir á hendur sér ekki eiga við rök að styðjast. Umfjöllun um meint brot leikarans birtist í dag en leikarinn brást við á Instagram í gær. Breska blaðið The Times birti í dag umfjöllun þar sem fjórar konur saka Russell Brand um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil. Ein kvennanna var 16 ára gömul þegar meint brot áttu sér stað. Brand birti myndband á Instagram í gær þar sem hann hafnaði ásökunum. „Ég hef fengið tvö ógnvekjandi bréf, eða bréf og tölvupóst, eitt frá meginstraumssjónvarpsstöð og eitt frá dagblaði,“ segir grínistinn sem lítið hefur komið fram í kvikmyndum undanfarin ár. Þess í stað hefur hann haldið uppi Youtube rás þar sem hann hefur verið duglegur að ræða samsæriskenningar og blása í þær lífi. „Á meðal þess sem þar kemur fram eru hræðilegar árásir og alvarlegar ásakanir, sem ég hafna alfarið að séu sannar,“ segir grínistinn í myndbandinu sem horfa má á hér fyrir neðan. „Þegar ég var var í myndum, eins og ég hef skrifað mikið um í bókum mínum, þá var ég mjög mjög lauslátur. Á meðan þeim tíma stóð, þá átti ég í samböndum sem voru alfarið með samþykki.“ View this post on Instagram A post shared by Russell Brand (@russellbrand) Fjórar konur saka leikarann um kynferðisofbeldi Í umfjöllun The Times lýsir ein kvennanna því að þau Brand hafi átt í kynferðislegu sambandi þegar hún var 16 ára og hann 31 árs. Hún segir hann hafa kallað sig „barnið“ og sakar hann um að hafa brotið á sér á þriggja mánaða tímabili. Önnur kona segir að Brand hafi nauðgað sér á heimili hans í Los Angeles. Hún hafi leitað sér aðstoðar sama dag vegna málsins og þá lýsa tvær konur til viðbótar í umfjölluninni kynferðisofbeldi af hálfu leikarans. Blaðið segist hafa gefið leikaranum ítrekað tækifæri til þess að tjá sig um málið. Hann hafi ekki gert það en þess í stað tjáð sig um málið á Instagram. Fréttin hefur verið uppfærð vegna umfjöllunar The Times. Hollywood Kynferðisofbeldi Bretland Mál Russell Brand Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Breska blaðið The Times birti í dag umfjöllun þar sem fjórar konur saka Russell Brand um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil. Ein kvennanna var 16 ára gömul þegar meint brot áttu sér stað. Brand birti myndband á Instagram í gær þar sem hann hafnaði ásökunum. „Ég hef fengið tvö ógnvekjandi bréf, eða bréf og tölvupóst, eitt frá meginstraumssjónvarpsstöð og eitt frá dagblaði,“ segir grínistinn sem lítið hefur komið fram í kvikmyndum undanfarin ár. Þess í stað hefur hann haldið uppi Youtube rás þar sem hann hefur verið duglegur að ræða samsæriskenningar og blása í þær lífi. „Á meðal þess sem þar kemur fram eru hræðilegar árásir og alvarlegar ásakanir, sem ég hafna alfarið að séu sannar,“ segir grínistinn í myndbandinu sem horfa má á hér fyrir neðan. „Þegar ég var var í myndum, eins og ég hef skrifað mikið um í bókum mínum, þá var ég mjög mjög lauslátur. Á meðan þeim tíma stóð, þá átti ég í samböndum sem voru alfarið með samþykki.“ View this post on Instagram A post shared by Russell Brand (@russellbrand) Fjórar konur saka leikarann um kynferðisofbeldi Í umfjöllun The Times lýsir ein kvennanna því að þau Brand hafi átt í kynferðislegu sambandi þegar hún var 16 ára og hann 31 árs. Hún segir hann hafa kallað sig „barnið“ og sakar hann um að hafa brotið á sér á þriggja mánaða tímabili. Önnur kona segir að Brand hafi nauðgað sér á heimili hans í Los Angeles. Hún hafi leitað sér aðstoðar sama dag vegna málsins og þá lýsa tvær konur til viðbótar í umfjölluninni kynferðisofbeldi af hálfu leikarans. Blaðið segist hafa gefið leikaranum ítrekað tækifæri til þess að tjá sig um málið. Hann hafi ekki gert það en þess í stað tjáð sig um málið á Instagram. Fréttin hefur verið uppfærð vegna umfjöllunar The Times.
Hollywood Kynferðisofbeldi Bretland Mál Russell Brand Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira