Á Norðausturland að vera utan þjónustusvæðis? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 16. september 2023 17:00 Nú er útlit fyrir að flug til og frá Húsavík leggist af um mánaðamótin verði ekkert að gert. Flugfélagið Ernir hefur lengi sinnt þjónustu við svæðið án ríkisstyrkja en breytt úthlutun flugleiða, faraldurinn og annað hefur sett flugið í uppnám. Byggðarráð Norðurþings hefur lagt til lausn sem fæli í sér 15 milljóna króna stuðning ríkisins í 8 mánuði til að brúa bilið þar til hægt verði að halda fluginu áfram án utanaðkomandi stuðnings. Beint flug er afar mikilvægt fyrir íbúa svæðisins og atvinnurekstur. Það varðar framtíðaruppbyggingu og viðgang þeirrar umfangsmiklu og mikilvægu starfsemi sem þegar hefur verið byggð upp. Fjöldi fólks þarf að komast regluleg til Reykjavíkur m.a. til að leita sér meðferðar við sjúkdómum og annarrar læknisþjónustu (sem markvisst hefur verið þjappað saman í höfuðborgini). Þekkt er að samgöngur eru eitt af því mikilvægasta sem fyrirtæki líta til við mat á því hvar gott sé að starfa. Það sama á við um einstaklinga þegar þeir taka ákvörðun um hvar þeir vilji búa. Ef flug til Húsavíkur og nágrannabyggða leggst af mun það þó ekki aðeins hafa verulega neikvæð áhrif fyrir íbúa og atvinnulíf á svæðinu. Það mun einnig hafa mikil og neikvæð efnahagsleg áhrif fyrir Ísland og fyrir ríkissjóð. Þegar skorið er á samgöngur er geta samfélagsins til að nýta kosti sína, byggja upp og auka verðmætasköpun skert. Byggðin fer úr arðbærri sókn í dýra vörn. Það felur í sér aukinn kostnað fyrir ríkið sem þá þarf í meira mæli að styðja við samfélagið í stað þess að njóta tekna af uppbyggingu og verðmætasköpun. Skortur á heildarsýn hefur lengi verið vandamál í svo kölluðum byggðamálum og afleiðingin er dýr vörn fremur en skapandi sókn. Þess vegna hefur Miðflokkurinn frá upphafi talað fyrir leið sem við köllum „Ísland allt”. Þar sem litið er á heildaráhrif og langtímaáhrif. Þegar landið allt virkar sem ein heild gagnast það þjóðinni allri. Vonandi verður einhvern tímann hægt að nálgast málin á þann hátt en í millitíðinni þarf að koma í veg fyrir frekara tjón. Það er miklu dýrara að bæta tjón en að koma í veg fyrir það. Fyrir brotabrotabrot af því sem ríkið áformar að setja í svo kallaða Borgarlínu til að þrengja að samgöngum á höfuðborgarsvæðinu mætti viðhalda flugsamgöngum við Norðausturland og koma í veg fyrir mikið tjón. Stefan Guðmundsson, atvinnurekandi á Húsavík, setur málið í samhengi við ferðakostnað ríkisins og nefnir að fyrir 3% þess kostnaðar á einu ári mætti bjarga flugi til Húsavíkur. Viðskiptavinir greiði svo að fullu fyrir flugið [og skatta af því]. Friðrik Sigurðsson, flugrekstrarfræðingur, bendir á að flug til Húsavíkur sé þjóðhagslega hagkvæmt og vísar í skýrslu Innanríkisráðuneytisins. Þá stendur eftir spurningin: Munu ráðherrann og ríkisstjórnin líta fram hjá eigin skýrslu og leyfa flugi til Húsavíkur að leggjast af? Mun ríkisstjórn, sem hefur slegið öll met í ríkisútgjöldum og fengið furðulítið fyrir, halda áfram að spara aurinn og kasta krónunni? Slíkt skapar ný vandamál og veldur miklu tjóni til lengri- og skemmri tíma. Eða setur hún brot af því sem hefur verið sett í stundum óæskileg og dýr áform í réttmæta og hagkvæma björgun flugs til Húsavíkur? Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Fréttir af flugi Norðurþing Byggðamál Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú er útlit fyrir að flug til og frá Húsavík leggist af um mánaðamótin verði ekkert að gert. Flugfélagið Ernir hefur lengi sinnt þjónustu við svæðið án ríkisstyrkja en breytt úthlutun flugleiða, faraldurinn og annað hefur sett flugið í uppnám. Byggðarráð Norðurþings hefur lagt til lausn sem fæli í sér 15 milljóna króna stuðning ríkisins í 8 mánuði til að brúa bilið þar til hægt verði að halda fluginu áfram án utanaðkomandi stuðnings. Beint flug er afar mikilvægt fyrir íbúa svæðisins og atvinnurekstur. Það varðar framtíðaruppbyggingu og viðgang þeirrar umfangsmiklu og mikilvægu starfsemi sem þegar hefur verið byggð upp. Fjöldi fólks þarf að komast regluleg til Reykjavíkur m.a. til að leita sér meðferðar við sjúkdómum og annarrar læknisþjónustu (sem markvisst hefur verið þjappað saman í höfuðborgini). Þekkt er að samgöngur eru eitt af því mikilvægasta sem fyrirtæki líta til við mat á því hvar gott sé að starfa. Það sama á við um einstaklinga þegar þeir taka ákvörðun um hvar þeir vilji búa. Ef flug til Húsavíkur og nágrannabyggða leggst af mun það þó ekki aðeins hafa verulega neikvæð áhrif fyrir íbúa og atvinnulíf á svæðinu. Það mun einnig hafa mikil og neikvæð efnahagsleg áhrif fyrir Ísland og fyrir ríkissjóð. Þegar skorið er á samgöngur er geta samfélagsins til að nýta kosti sína, byggja upp og auka verðmætasköpun skert. Byggðin fer úr arðbærri sókn í dýra vörn. Það felur í sér aukinn kostnað fyrir ríkið sem þá þarf í meira mæli að styðja við samfélagið í stað þess að njóta tekna af uppbyggingu og verðmætasköpun. Skortur á heildarsýn hefur lengi verið vandamál í svo kölluðum byggðamálum og afleiðingin er dýr vörn fremur en skapandi sókn. Þess vegna hefur Miðflokkurinn frá upphafi talað fyrir leið sem við köllum „Ísland allt”. Þar sem litið er á heildaráhrif og langtímaáhrif. Þegar landið allt virkar sem ein heild gagnast það þjóðinni allri. Vonandi verður einhvern tímann hægt að nálgast málin á þann hátt en í millitíðinni þarf að koma í veg fyrir frekara tjón. Það er miklu dýrara að bæta tjón en að koma í veg fyrir það. Fyrir brotabrotabrot af því sem ríkið áformar að setja í svo kallaða Borgarlínu til að þrengja að samgöngum á höfuðborgarsvæðinu mætti viðhalda flugsamgöngum við Norðausturland og koma í veg fyrir mikið tjón. Stefan Guðmundsson, atvinnurekandi á Húsavík, setur málið í samhengi við ferðakostnað ríkisins og nefnir að fyrir 3% þess kostnaðar á einu ári mætti bjarga flugi til Húsavíkur. Viðskiptavinir greiði svo að fullu fyrir flugið [og skatta af því]. Friðrik Sigurðsson, flugrekstrarfræðingur, bendir á að flug til Húsavíkur sé þjóðhagslega hagkvæmt og vísar í skýrslu Innanríkisráðuneytisins. Þá stendur eftir spurningin: Munu ráðherrann og ríkisstjórnin líta fram hjá eigin skýrslu og leyfa flugi til Húsavíkur að leggjast af? Mun ríkisstjórn, sem hefur slegið öll met í ríkisútgjöldum og fengið furðulítið fyrir, halda áfram að spara aurinn og kasta krónunni? Slíkt skapar ný vandamál og veldur miklu tjóni til lengri- og skemmri tíma. Eða setur hún brot af því sem hefur verið sett í stundum óæskileg og dýr áform í réttmæta og hagkvæma björgun flugs til Húsavíkur? Höfundur er formaður Miðflokksins.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun