Leikurinn var mjög spennandi frá upphafi til enda og skiptust liðin á að hafa forystuna. Á endanum náði Afturelding tveggja marka forystu sem gestunum úr Garðabæ tókst ekki að vinna upp og stóð Afturelding uppi sem sigurvegari með minnsta mun.
Hildur Lilja Jónsdóttir var markahæst í liði Aftureldingar með 8 mörk og Sylvía Björt Blöndal skoraði 7 mörk. Hjá Stjörnunni skoraði Embla Steindórsdóttir 9 mörk og Helena Rut Örvarsdóttir skoraði 7 mörk.
Afturelding er nú með einn sigur og eitt tap eftir tvær umferðir á meðan Stjarnan hefur tapað báðum leikjum sínum.