Heimila þungunarrof 11 ára stúlku sem var nauðgað Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. september 2023 19:31 Frá Lima, höfuðborg Perú. GettyImages Ellefu ára stúlku í Perú hefur verið heimilað að undirgangast þungunarrof, en stjúpfaðir hennar hafði um langt skeið beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kaþólska kirkjan beitti sér gegn því að stúlkan fengi þungunarrof. Fórnarlamb nauðgunar Unga stúlkan komst að því í sumar að hún bæri barn undir belti. Stjúpfaðir hennar hafði nauðgað henni reglulega frá því hún fór að hafa á klæðum og hafði barnið reynt að segja móður sinni frá ofbeldinu, án árangurs, enda var móðirin einnig beitt margvíslegu ofbeldi af hálfu föðurins. Þegar í ljós kom að stúlkan var ólétt var móðurinni hins vegar nóg boðið og kærði eiginmann sinn. Lögreglan handtók föðurinn Lucas allsnarlega, en dómarinn í málinu leysti hann úr haldi og sagði að ekki væru nægar ástæður til að úrskurða hann í gæsluvarðhald. Læknar og kirkjan vildu að stúlkan fæddi barnið Um mánuði eftir að stúlkan kærði nauðgara sinn, ákváðu læknar sjúkrahússins í heimabyggð stúlkunnar að henni bæri að halda meðgöngu áfram, henni stafaði ekki hætta af meðgöngunni og því væri þungunarrof ekki heimilt. Engu að síður hefur verið sýnt fram á að meðganga ungra stúlkna undir 15 ára aldri er þeim allt að þrisvar sinnum hættulegri en meðganga kvenna sem náð hafa tvítugsaldri. Um svipað leyti sendi kirkjuþing Perú frá sér ályktun þar sem því var hafnað að stúlkan gæti ekki gengið með barnið. Hvert mannslíf væri heilagt og það væri einungis á valdi Guðs að ákvarða um líf eða dauða. Þar að auki, bættu guðsmennirnir við, í öllum þungunum sem til kæmu vegna nauðgunar væru þrjár persónur, nauðgarinn, fórnarlambið og einn sakleysingi. Þar af leiðandi væri ekki hægt að réttlæta þungunarrof og dauða til að auka vellíðan annarrar persónu. Prestarnir höfðu sömuleiðis áhyggjur af því að Perú væri smám saman að opna fyrir ákveðna dauðamenningu. Þingmenn íhaldsmanna tóku undir skoðanir Prestastefnunnar og talsmaður þeirra sagði að hún þyrfti að lifa með þessari ákvörðun og það væri ekki á stúlkuna leggjandi. Mannréttindahreyfingar skárust í leikinn Það var ekki fyrr en fjöldi mannréttindahreyfinga fóru að vekja athygli á málinu að læknaráð í Lima, höfuðborg Perú, samþykkti að stúlkan fengi að undirgangast þungunarrof og var hún þá gengin 18 vikur. Málið hefur samtímis vakið mikla athygli á stöðu mála í Peru, en talið er að 1.100 stúlkubörn undir 15 ára aldri eignist barn á ári hverju í Perú. Einum og hálfum mánuði eftir að nauðgaranum var sleppt úr haldi var á ný gefin út handtökuskipun á hendur honum. Það kann þó að vera til lítils, þar sem hann virðist vera týndur og tröllum gefinn. Perú Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Fórnarlamb nauðgunar Unga stúlkan komst að því í sumar að hún bæri barn undir belti. Stjúpfaðir hennar hafði nauðgað henni reglulega frá því hún fór að hafa á klæðum og hafði barnið reynt að segja móður sinni frá ofbeldinu, án árangurs, enda var móðirin einnig beitt margvíslegu ofbeldi af hálfu föðurins. Þegar í ljós kom að stúlkan var ólétt var móðurinni hins vegar nóg boðið og kærði eiginmann sinn. Lögreglan handtók föðurinn Lucas allsnarlega, en dómarinn í málinu leysti hann úr haldi og sagði að ekki væru nægar ástæður til að úrskurða hann í gæsluvarðhald. Læknar og kirkjan vildu að stúlkan fæddi barnið Um mánuði eftir að stúlkan kærði nauðgara sinn, ákváðu læknar sjúkrahússins í heimabyggð stúlkunnar að henni bæri að halda meðgöngu áfram, henni stafaði ekki hætta af meðgöngunni og því væri þungunarrof ekki heimilt. Engu að síður hefur verið sýnt fram á að meðganga ungra stúlkna undir 15 ára aldri er þeim allt að þrisvar sinnum hættulegri en meðganga kvenna sem náð hafa tvítugsaldri. Um svipað leyti sendi kirkjuþing Perú frá sér ályktun þar sem því var hafnað að stúlkan gæti ekki gengið með barnið. Hvert mannslíf væri heilagt og það væri einungis á valdi Guðs að ákvarða um líf eða dauða. Þar að auki, bættu guðsmennirnir við, í öllum þungunum sem til kæmu vegna nauðgunar væru þrjár persónur, nauðgarinn, fórnarlambið og einn sakleysingi. Þar af leiðandi væri ekki hægt að réttlæta þungunarrof og dauða til að auka vellíðan annarrar persónu. Prestarnir höfðu sömuleiðis áhyggjur af því að Perú væri smám saman að opna fyrir ákveðna dauðamenningu. Þingmenn íhaldsmanna tóku undir skoðanir Prestastefnunnar og talsmaður þeirra sagði að hún þyrfti að lifa með þessari ákvörðun og það væri ekki á stúlkuna leggjandi. Mannréttindahreyfingar skárust í leikinn Það var ekki fyrr en fjöldi mannréttindahreyfinga fóru að vekja athygli á málinu að læknaráð í Lima, höfuðborg Perú, samþykkti að stúlkan fengi að undirgangast þungunarrof og var hún þá gengin 18 vikur. Málið hefur samtímis vakið mikla athygli á stöðu mála í Peru, en talið er að 1.100 stúlkubörn undir 15 ára aldri eignist barn á ári hverju í Perú. Einum og hálfum mánuði eftir að nauðgaranum var sleppt úr haldi var á ný gefin út handtökuskipun á hendur honum. Það kann þó að vera til lítils, þar sem hann virðist vera týndur og tröllum gefinn.
Perú Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira