Mikilvægast að segja satt um læknamistök og gera það strax Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. september 2023 22:42 Stian Westad er sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Árið 2013 gerði hann mistök þegar hann tók á móti barni, með þeim afleiðingum að barnið lést. Síðan þá hefur hann tekið á móti tveimur öðrum börnum sömu foreldra. Hann segir heiðarleika og tafarlausa viðurkenningu á mistökum það mikilvægasta sem heilbrigðisstarfsfólk geti gert. Vísir/Steingrímur Dúi Læknir sem gerði banvæn mistök þegar hann tók á móti barni segir ekkert mikilvægara en að heilbrigðisstarfsfólk segi sannleikann og gangist strax við mistökum sínum. Hann telur fámenni Íslendinga gera þessi mál erfiðari. Ráðstefnan „Mennska er máttur - líka í heilbrigðiskerfinu“ fór fram í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar. Þar voru til umræðu alvarleg atvik í heilbrigðiskerfinu, en í dag er alþjóðlegur dagur öryggis sjúklinga. Meðal þeirra sem héldu erindi var norski fæðinga- og kvensjúkdómalæknirinn Stian Westad. Erindi hans fjallaði um mikilvægi heiðarleika heilbrigðisstarfsfólks í kjölfar mistaka. „Mikilvægast er að segja ætíð sannleikann og viðurkenna mistök þegar við gerum þau. Við gerum jú öll mistök,“ segir Westad. Stian gerði sjálfur mistök við fæðingu árið 2013, með þeim afleiðingum að barnið lést. Stian gekkst strax við mistökum sínum og hefur síðan tekið á móti tveimur börnum foreldranna eftir það. Erindi hans hverfðist að miklu leyti um einmitt þetta: Að viðurkenna mistök strax. Þannig fáist betri heilsa fyrir sjúklinga, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk. „Það er mikilvægt. Við höfum dæmi um það úr fjölmiðlum þegar við viðurkennum ekki mistök að sjúklingar reyna að finna einhvern til að skella skuldina á og þeir geta ekki byrjað að syrgja.“ Stian segir fámenni Íslendinga gera erfiðara að koma slíkum gildum inn í menninguna. „Vegna þess að allir þekkja alla.“ Er mögulegt að innleiða þessa menningu trausts og heiðarleika á Íslandi sem í öðrum stærri löndum? „Já, auðvitað.“ Hér að neðan má sjá upptöku af streymi ráðstefnunnar. Erindi Stiens Westad hefst þegar um 75 mínútur eru liðnar af upptökunni. Heilbrigðismál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Ráðstefnan „Mennska er máttur - líka í heilbrigðiskerfinu“ fór fram í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar. Þar voru til umræðu alvarleg atvik í heilbrigðiskerfinu, en í dag er alþjóðlegur dagur öryggis sjúklinga. Meðal þeirra sem héldu erindi var norski fæðinga- og kvensjúkdómalæknirinn Stian Westad. Erindi hans fjallaði um mikilvægi heiðarleika heilbrigðisstarfsfólks í kjölfar mistaka. „Mikilvægast er að segja ætíð sannleikann og viðurkenna mistök þegar við gerum þau. Við gerum jú öll mistök,“ segir Westad. Stian gerði sjálfur mistök við fæðingu árið 2013, með þeim afleiðingum að barnið lést. Stian gekkst strax við mistökum sínum og hefur síðan tekið á móti tveimur börnum foreldranna eftir það. Erindi hans hverfðist að miklu leyti um einmitt þetta: Að viðurkenna mistök strax. Þannig fáist betri heilsa fyrir sjúklinga, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk. „Það er mikilvægt. Við höfum dæmi um það úr fjölmiðlum þegar við viðurkennum ekki mistök að sjúklingar reyna að finna einhvern til að skella skuldina á og þeir geta ekki byrjað að syrgja.“ Stian segir fámenni Íslendinga gera erfiðara að koma slíkum gildum inn í menninguna. „Vegna þess að allir þekkja alla.“ Er mögulegt að innleiða þessa menningu trausts og heiðarleika á Íslandi sem í öðrum stærri löndum? „Já, auðvitað.“ Hér að neðan má sjá upptöku af streymi ráðstefnunnar. Erindi Stiens Westad hefst þegar um 75 mínútur eru liðnar af upptökunni.
Heilbrigðismál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira