Skíttapaði fyrir Íslandsmeistaranum í töfrateningi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. september 2023 23:13 Fréttamaður reyndi hvað hann gat til að skáka Óskari Péturssyni, Íslandsmeistara í töfrateningi, en mátti sín lítils þegar upp var staðið. Vísir/Steingrímur Dúi Íslandsmótið í Rubiks-kubbum, eða töfrateningum, fór fram um helgina. Þar komu saman keppendur á öllum aldri, sem deila þessu sjaldgæfa en þó vaxandi áhugamáli. Fréttamaður fékk að reka inn nefið á mótinu, og spreyta sig á móti Íslandsmeistaranum. Rubiks-kubburinn, eða töfrateningur, þarfnast ekki mikillar viðkynningar, enda er um eina vinsælustu þraut seinni ára að ræða. Eins konar púslteningur, sem gengur út á það að ná öllum hliðum, sem oftast eru sex, til að vera einlitar. Þó eru sennilega færri sem vita að keppt er í lausn töfrateningsins. Í slíkri keppni skiptir hraðinn öllu máli. Sá sem er fljótastur, hann vinnur. Íslandsmótið í ár fór fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina og keppendur voru allt frá því að vera níu ára upp í hátt í fimmtugt. Aðsóknin verður sífellt meiri, að sögn skipuleggjanda. „Þetta er búið að aukast rosa mikið. Í fyrra voru 42 keppendur, nú eru þeir 57. Ég ætla að stefna að því að hafa 80 manna mót á næsta ári. Þetta er allt að stækka rosalega mikið hjá okkur núna, ótrúlega gaman,“ segir Sigurður Guðni Gunnarsson, sem er einn fulltrúa Íslands hjá World Cube Association, eða heimssamtökum um töfrateninginn. Keppt var í 15 greinum, sem eru greindar að með stærð og lögun teninganna, sem og aðferð. Þannig var meðal annars keppt í tveimur flokkum blindandi. Sigurður segir unglingana sterkasta á velli, þrátt fyrir breitt aldursbil keppenda. „Um leið og fólk fer að vinna, þá hefur það minni tíma til þess að æfa sig. Þá dettur það aðeins niður,“ segir Sigurður. Sigurður Guðni Gunnarsson heldur utan um Íslandsmótið í töfratening. Í fyrra voru þátttakendur 42, en í ár voru þeir 57. Á næsta ári stefnir Sigurður á að halda 80 keppenda mót.Vísir/Steingrímur Dúi En hvar stendur Ísland í alþjóðlegum samanburði? „Heimsmetið, hraðasti tími nokkurn tímann, er þrjár sekúndur og þrettán sekúndubrot. Á Íslandi eru það sex komma eitthvað sekúndur. Þannig að við erum ekkert að ná einhverjum metum, en það er líka af því að við erum svo ótrúlega nýtt samfélag. Það á bara eftir að koma.“ Þannig að það er kannski einhver framtíðarheimsmeistari í salnum núna? „Það er aldrei að vita.“ Íslandsmeistarinn skólaði fréttamann til Fréttamanni hljóp kapp í kinn á mótsvæðinu, og ákvað að skora Íslandsmeistarann, Óskar Pétursson, á hólm. Það fór heldur verr en fréttamaður hefði séð fyrir sér, líkt og sjá má í innslaginu hér að ofan. Óskar fór inn í mótið sem Íslandsmeistari í stærstu greininni, 3x3 kubbi, og bar einnig sigur úr býtum í ár, þar sem hann var að meðaltali 8,22 sekúndur að klára kubbinn. Í heildina vann Óskar gull í 13 af 15 greinum mótsins. Íþróttir barna Grín og gaman Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Rubiks-kubburinn, eða töfrateningur, þarfnast ekki mikillar viðkynningar, enda er um eina vinsælustu þraut seinni ára að ræða. Eins konar púslteningur, sem gengur út á það að ná öllum hliðum, sem oftast eru sex, til að vera einlitar. Þó eru sennilega færri sem vita að keppt er í lausn töfrateningsins. Í slíkri keppni skiptir hraðinn öllu máli. Sá sem er fljótastur, hann vinnur. Íslandsmótið í ár fór fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina og keppendur voru allt frá því að vera níu ára upp í hátt í fimmtugt. Aðsóknin verður sífellt meiri, að sögn skipuleggjanda. „Þetta er búið að aukast rosa mikið. Í fyrra voru 42 keppendur, nú eru þeir 57. Ég ætla að stefna að því að hafa 80 manna mót á næsta ári. Þetta er allt að stækka rosalega mikið hjá okkur núna, ótrúlega gaman,“ segir Sigurður Guðni Gunnarsson, sem er einn fulltrúa Íslands hjá World Cube Association, eða heimssamtökum um töfrateninginn. Keppt var í 15 greinum, sem eru greindar að með stærð og lögun teninganna, sem og aðferð. Þannig var meðal annars keppt í tveimur flokkum blindandi. Sigurður segir unglingana sterkasta á velli, þrátt fyrir breitt aldursbil keppenda. „Um leið og fólk fer að vinna, þá hefur það minni tíma til þess að æfa sig. Þá dettur það aðeins niður,“ segir Sigurður. Sigurður Guðni Gunnarsson heldur utan um Íslandsmótið í töfratening. Í fyrra voru þátttakendur 42, en í ár voru þeir 57. Á næsta ári stefnir Sigurður á að halda 80 keppenda mót.Vísir/Steingrímur Dúi En hvar stendur Ísland í alþjóðlegum samanburði? „Heimsmetið, hraðasti tími nokkurn tímann, er þrjár sekúndur og þrettán sekúndubrot. Á Íslandi eru það sex komma eitthvað sekúndur. Þannig að við erum ekkert að ná einhverjum metum, en það er líka af því að við erum svo ótrúlega nýtt samfélag. Það á bara eftir að koma.“ Þannig að það er kannski einhver framtíðarheimsmeistari í salnum núna? „Það er aldrei að vita.“ Íslandsmeistarinn skólaði fréttamann til Fréttamanni hljóp kapp í kinn á mótsvæðinu, og ákvað að skora Íslandsmeistarann, Óskar Pétursson, á hólm. Það fór heldur verr en fréttamaður hefði séð fyrir sér, líkt og sjá má í innslaginu hér að ofan. Óskar fór inn í mótið sem Íslandsmeistari í stærstu greininni, 3x3 kubbi, og bar einnig sigur úr býtum í ár, þar sem hann var að meðaltali 8,22 sekúndur að klára kubbinn. Í heildina vann Óskar gull í 13 af 15 greinum mótsins.
Íþróttir barna Grín og gaman Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira