Innlent

Bein út­sending: Boðar um­fangs­mikla kerfis­breytingu í fjár­mögnun há­skóla

Árni Sæberg skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Stöð 2/Arnar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur boðið til blaðamannafundar í dag 18. september klukkan 10:30 í Sykursalnum í Grósku. Á fundinum verður kynnt umfangsmikil kerfisbreyting á úthlutun fjármagns til háskóla.

Þetta segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að breytingin sé forsenda þess að íslenskir háskólar geti skarað fram úr.

Árangurstengd fjármögnun háskóla leysi af hólmi eldra reiknilíkan frá árinu 1999 sem hafi löngu verið tímabært að endurskoða. Hún stórauki gagnsæi í fjárveitingum til háskóla, ýti undir fjölmarga hvata til frekari árangurs og muni hafa víðtæk áhrif á starfsemi allra háskóla á hér á landi.

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×