Listin að segja...og þegja Magnús Þór Jónsson skrifar 18. september 2023 13:31 Málfrelsi er ein undirstaða lýðræðisins og grunnur samfélagsgerðarinnar. Við sem búum við það eigum þar sannarlega lífsgæði sem að því miður eru ekki sjálfsögð eða öllum gefin. Öllu frelsi fylgir ábyrgð og frelsi einstaklingsins takmarkast við frelsi og réttindi annars fólks. Í því felst ekki heimild til að ganga á frelsi annarra og rétt þeirra til að lifa sínu lífi eftir eigin höfði. Ljóðskáldið Einar Ben minnti á það fyrir allnokkru að þörf sé á aðgát í nærveru sálar. Þau orð eiga svo sannarlega við í dag þótt þau hafi verið látin falla á tímum þar sem samskipti og samskiptaleiðir voru aðrar. Sér í lagi nú þegar við hvert og eitt getum í raun verið okkar eigin fjölmiðill. Ábyrgð einstaklingsins á nýtingu málfrelsisins er alger. Orð hafa áhrif og geta meitt, hvort sem þau eru sögð, rituð á blað, í bók eða á alnetið. Lög og reglur eru settar til þess að tryggja að frelsi eins gangi ekki gegn frelsi annarra og þannig er reynt að stýra umræðunni á réttar brautir. Starfsstéttir setja sér mjög oft siðareglur sem eru viðmið um hlutverk starfs síns. Við kennarar höfum um langa hríð átt slíkar reglur. Þær eru grunnur starfs okkar með nemendum á öllum aldri. Í þeim er farið yfir þá fagmennsku sem við gerum kröfu á okkur sjálf að fylgja. Í þeim segir meðal annars: Kennari ber virðingu fyrir fjölbreytileika nemenda og ólíkum þörfum þeirra, virðir réttindi þeirra og lætur sig hagsmuni og velferð nemenda varða. Hann eflir og eykur víðsýni þeirra. Kennari hefur jafnrétti að leiðarljósi og vinnur gegn hvers kyns fordómum, áreitni, ofbeldi og mismunun í samfélaginu. Kennari gætir að framkomu sinni á opinberum vettvangi og er meðvitaður um samfélagsábyrgð sína. Annað ljóðskáld orti nú nýverið „burtu með fordóma og annan eins ósóma“. Það er mér persónulega afskaplega sárt að sjá þá umræðu um hinseginleikannsem nú fer um íslenskt samfélag og meiðir og særir. Við höfum ávallt treyst skólum til að búa börn undir ólíka tilveru. Það er sjálfsögð krafa að íslensk börn fái fræðslu um margbreytileika mannlífs í skólanum sínum, og hefur svo verið um langa hríð, í gegnum alls konar samfélagsbreytingar. Fræðsla er eitt mikilvægasta hlutverk skóla og kennara. Hlutverk sem byggir meðal annars á þeim siðareglum sem ég vísa í hér að ofan. Hvert einasta barn í íslenskum skólum á þar skjól. Börnin eru sannarlega ólík og það hefur sem betur fer orðið gjörbreyting á viðurkenningu á fjölbreytileika þeirra. Á mínum ferli eru sérstaklega eftirminnileg þau augnablik að kynnast nemendum sem hafa staðið upp, haft hugrekki til að segja heiminum frá því að þau eru eins og þau eru og fá algera viðurkenningu vina sinna. Þar hafa verið mölbrotin tabú sem fólk á mínum aldri og upp úr bjó við og ollu ólýsanlegri vanlíðan fólks sem troðið var „inn í skápa“ samfélags sem ekki hafði kjark í að mæta fjölbreytileikanum. Það er ótrúlega mikilvægt að sú afturför sem okkur er að birtast í málefnum hinsegin fólks verði ekki til þess að nokkuð einasta barn lendi í slíkum skáp. Börn eiga að fá að vera nákvæmlega eins og þau eru og njóta stuðnings skólafélaga sinna og samfélagsins alls. Aðeins þannig tryggjum við velferð þeirra. Þar er hlutverk skólans auðvitað gríðarlegt og það er trú mín að kennarar séu með mér í þeirri vegferð að ryðja burt allri þröngsýninemendum sínum til heilla. Við höfum öll áhrif. Það hvað við segjum og gerum hefur áhrif. Á sama hátt hefur það hvað við segjum ekki og gerum ekki áhrif. Framtíðin ræðst ekki bara af því hvað sumt fólk segir, heldur líka hvort annað fólk þegir. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Tjáningarfrelsi Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Málfrelsi er ein undirstaða lýðræðisins og grunnur samfélagsgerðarinnar. Við sem búum við það eigum þar sannarlega lífsgæði sem að því miður eru ekki sjálfsögð eða öllum gefin. Öllu frelsi fylgir ábyrgð og frelsi einstaklingsins takmarkast við frelsi og réttindi annars fólks. Í því felst ekki heimild til að ganga á frelsi annarra og rétt þeirra til að lifa sínu lífi eftir eigin höfði. Ljóðskáldið Einar Ben minnti á það fyrir allnokkru að þörf sé á aðgát í nærveru sálar. Þau orð eiga svo sannarlega við í dag þótt þau hafi verið látin falla á tímum þar sem samskipti og samskiptaleiðir voru aðrar. Sér í lagi nú þegar við hvert og eitt getum í raun verið okkar eigin fjölmiðill. Ábyrgð einstaklingsins á nýtingu málfrelsisins er alger. Orð hafa áhrif og geta meitt, hvort sem þau eru sögð, rituð á blað, í bók eða á alnetið. Lög og reglur eru settar til þess að tryggja að frelsi eins gangi ekki gegn frelsi annarra og þannig er reynt að stýra umræðunni á réttar brautir. Starfsstéttir setja sér mjög oft siðareglur sem eru viðmið um hlutverk starfs síns. Við kennarar höfum um langa hríð átt slíkar reglur. Þær eru grunnur starfs okkar með nemendum á öllum aldri. Í þeim er farið yfir þá fagmennsku sem við gerum kröfu á okkur sjálf að fylgja. Í þeim segir meðal annars: Kennari ber virðingu fyrir fjölbreytileika nemenda og ólíkum þörfum þeirra, virðir réttindi þeirra og lætur sig hagsmuni og velferð nemenda varða. Hann eflir og eykur víðsýni þeirra. Kennari hefur jafnrétti að leiðarljósi og vinnur gegn hvers kyns fordómum, áreitni, ofbeldi og mismunun í samfélaginu. Kennari gætir að framkomu sinni á opinberum vettvangi og er meðvitaður um samfélagsábyrgð sína. Annað ljóðskáld orti nú nýverið „burtu með fordóma og annan eins ósóma“. Það er mér persónulega afskaplega sárt að sjá þá umræðu um hinseginleikannsem nú fer um íslenskt samfélag og meiðir og særir. Við höfum ávallt treyst skólum til að búa börn undir ólíka tilveru. Það er sjálfsögð krafa að íslensk börn fái fræðslu um margbreytileika mannlífs í skólanum sínum, og hefur svo verið um langa hríð, í gegnum alls konar samfélagsbreytingar. Fræðsla er eitt mikilvægasta hlutverk skóla og kennara. Hlutverk sem byggir meðal annars á þeim siðareglum sem ég vísa í hér að ofan. Hvert einasta barn í íslenskum skólum á þar skjól. Börnin eru sannarlega ólík og það hefur sem betur fer orðið gjörbreyting á viðurkenningu á fjölbreytileika þeirra. Á mínum ferli eru sérstaklega eftirminnileg þau augnablik að kynnast nemendum sem hafa staðið upp, haft hugrekki til að segja heiminum frá því að þau eru eins og þau eru og fá algera viðurkenningu vina sinna. Þar hafa verið mölbrotin tabú sem fólk á mínum aldri og upp úr bjó við og ollu ólýsanlegri vanlíðan fólks sem troðið var „inn í skápa“ samfélags sem ekki hafði kjark í að mæta fjölbreytileikanum. Það er ótrúlega mikilvægt að sú afturför sem okkur er að birtast í málefnum hinsegin fólks verði ekki til þess að nokkuð einasta barn lendi í slíkum skáp. Börn eiga að fá að vera nákvæmlega eins og þau eru og njóta stuðnings skólafélaga sinna og samfélagsins alls. Aðeins þannig tryggjum við velferð þeirra. Þar er hlutverk skólans auðvitað gríðarlegt og það er trú mín að kennarar séu með mér í þeirri vegferð að ryðja burt allri þröngsýninemendum sínum til heilla. Við höfum öll áhrif. Það hvað við segjum og gerum hefur áhrif. Á sama hátt hefur það hvað við segjum ekki og gerum ekki áhrif. Framtíðin ræðst ekki bara af því hvað sumt fólk segir, heldur líka hvort annað fólk þegir. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun