Vísbendingar um ofbeldi innan Sinfóníuhljómsveitarinnar Jón Þór Stefánsson skrifar 18. september 2023 21:46 Í skýrslunni er fjallað um einelti, ofbeldi, vanvirðingu og kynþáttafordóma innan sveitarinnar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands er að finna vísbendingar um einelti og ofbeldi innan sveitarinnar. Í upphafi árs óskaði stjórn Sinfóníunnar eftir því að Ríkisendurskoðun myndi gera úttekt á starfsemi hljómsveitarinnar. Sú úttekt birtist í dag. Þar segir meðal annars að samkvæmt upplýsingum úr starfsmannakönnun hafi vinnustaðamenning innan Sinfóníunnar veikst undanfarin ár. Þar spili inn í nokkur erfið starfsmannamál. Kannanirnar hafi sýnt fram á aukna óánægju með starfsaðstæður og laun. Og þá séu vísbendingar um aukið álag, einelti og ofbeldi sem vinna þurfi bug á. Jafnframt er minnst á að starfsfólk hafi upplifað vanvirðingu og kynþáttafordóma. Í skýrslunni kemur fram að almennt megi segja að meiri tortryggni ríki gagnvart stjórnendum meðal hljóðfæraleikara heldur en hjá starfsfólki á skrifstofu. Stjórn og framkvæmdastjórn hljómsveitarinnar hefur brugðist við með því að endurskoða feril um viðbrögð við einelti og ofbeldi. Ríkisendurskoðun segir að halda þurfi því áfram. Erfiður rekstur Farið er yfir víðara svið í skýrslunni. Þar er bent á að rekstur Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafi verið erfiður undanfarin ár. Til að mynda hafi heimfaraldurinn haft áhrif á aðsókn. Hlutfall sértekna af heildartekjum hafi fallið úr um 22 prósentum í um tíu prósent á síðustu tveimur árum. Á sama tíma hefur rekstrarkostnaður farið hækkandi á meðan fjárveitingar standa í stað. Ríkisendurskoðun segir mikilvægt að auka aðsókn, fjölga tónleikagestum og setja fram skýra aðgerðaráætlun í því sambandi. Þá þurfi að endurmeta stefnu og rekstrarumhverfi sveitarinnar til framtíðar. Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Vinnumarkaður Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
Í upphafi árs óskaði stjórn Sinfóníunnar eftir því að Ríkisendurskoðun myndi gera úttekt á starfsemi hljómsveitarinnar. Sú úttekt birtist í dag. Þar segir meðal annars að samkvæmt upplýsingum úr starfsmannakönnun hafi vinnustaðamenning innan Sinfóníunnar veikst undanfarin ár. Þar spili inn í nokkur erfið starfsmannamál. Kannanirnar hafi sýnt fram á aukna óánægju með starfsaðstæður og laun. Og þá séu vísbendingar um aukið álag, einelti og ofbeldi sem vinna þurfi bug á. Jafnframt er minnst á að starfsfólk hafi upplifað vanvirðingu og kynþáttafordóma. Í skýrslunni kemur fram að almennt megi segja að meiri tortryggni ríki gagnvart stjórnendum meðal hljóðfæraleikara heldur en hjá starfsfólki á skrifstofu. Stjórn og framkvæmdastjórn hljómsveitarinnar hefur brugðist við með því að endurskoða feril um viðbrögð við einelti og ofbeldi. Ríkisendurskoðun segir að halda þurfi því áfram. Erfiður rekstur Farið er yfir víðara svið í skýrslunni. Þar er bent á að rekstur Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafi verið erfiður undanfarin ár. Til að mynda hafi heimfaraldurinn haft áhrif á aðsókn. Hlutfall sértekna af heildartekjum hafi fallið úr um 22 prósentum í um tíu prósent á síðustu tveimur árum. Á sama tíma hefur rekstrarkostnaður farið hækkandi á meðan fjárveitingar standa í stað. Ríkisendurskoðun segir mikilvægt að auka aðsókn, fjölga tónleikagestum og setja fram skýra aðgerðaráætlun í því sambandi. Þá þurfi að endurmeta stefnu og rekstrarumhverfi sveitarinnar til framtíðar.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Vinnumarkaður Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira