Manstu ekki eftir mér? Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar 19. september 2023 11:01 „Manstu ekki eftir mér?Mikið lítur vel út beibí frábært hár.Manstu ekki eftir mér?Hvar ertu er búin að vera öll þessi ár?“ Við erum mörg sem þekkjum þessar laglínur og raulum þær meira að segja stundum, ekki satt! En af hverju er ég að velta þessu upp, jú vegna þess að 21. september n.k. er Alþjóðlegur dagur Alzheimer og mig langar að minna okkur öll á þau sem gleyma, þau sem eru greind með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar og hvað við hin getum gert til að efla lífsgæði þeirra. Enn hefur ekki fundist lækning við Alzheimer eða öðrum heilabilunar sjúkdómum þrátt fyrir víðtækar rannsóknir víða um heim en ýmsar rannsóknir hafa þó sýnt fram á að hægt er að gera líf þeirra sem greinast með Alzheimer/heilabilun bærilegra á ýmsan hátt. Sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að líkamleg, félagsleg og andleg heilsa skiptir verulegu máli og þess vegna er alls kyns hreyfing af hinu góða, félagsleg tengsl hvers konar eru afar mikilvæg og að reyna á heilann með ýmsum þrautum kemur öllum til góða og munum að þetta þrennt getur hamlað framgangi Alzheimer/heilabilunar. Höfum það hugfast og gerum okkar til að efla lífsgæði þeirra sem gleyma. En mig langar hér og nú að nefna sérstaklega tengsl tónlistar og Alzheimer/heilabilunar því sýnt hefur verið fram á að tónlist hefur jákvæð áhrif á fólk með heilabilun, eflir sjálfsmynd, eykur lífsgæði og bætir samskipti. Þess vegna skiptir svo miklu máli í allri vinnu og umönnun einstaklinga með Alzheimer /heilabilun að tengja tónlistina inn í ferlið með einum eða öðrum hætti. Það er þekkt þegar tónlist er spiluð eða sungin að sumir einstaklingar með Alzheimer sem vart geta tjáð sig, byrja að syngja með, kunna textann og jafnvel vakna minningarbrot í tengslum við lag og texta og sá sem lært hefur á píanó en getur vart matast sjálfur, hann spilar eins og engill þegar hann sest við píanóið. Þetta gerist ekki á einni nóttu, ekki frekar en margt annað en skiptir ótrúlega miklu máli, eykur vellíðan og dregur úr óróleika. En ýmsir hafa lagt hönd á plóg og ég vona að ég móðgi engan þegar hér nefni hér Elligleði sem þau Sesselja Margrét Magnúsdóttir og Stefán Helgi Stefánsson byrjuðu með árið 2009 og er hlutverk verkefnisins að bjóða öldruðu fólki með minnissjúkdóma upp á söngskemmtanir. Takk elsku þið og við hin skulum muna að getum við bæði spilað og sungið með þeim sem gleyma, það er fyrirhafnarlítið en gleður. En við skulum jafnframt hafa í huga að spila tónlist og syngja með einstaklingum með Alzheimer/heilabilun er ekki tónlistarmeðferð því hún felst í því að menntaður einstaklingur á sviði tónlistar sinni einstaklingum í skemmri eða lengri tíma og vil ég þar nefna og þakka Magneu Tómasdóttur fyrir hennar frábæru störf í þessa veru. Ég bendi jafnframt á afar spennandi námskeið sem Mímir-símenntun býður uppá og heitir Tónlist í umönnunarstörfum og þar er farið yfir hvernig hægt er að nota tónlist í samskiptum og umönnun fólks með heilabilunarsjúkdóm og Magnea Tómasdóttir kennir. Það væri til fyrirmyndar að við sem leiðum þjónustu við einstaklinga með Alzheimer / heilabilun huggleiddum hvort ekki væri skynsamlegt að ráða almennt slíka einstaklinga í hæfingateymi þeirra sem sinna einstaklingum með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar. En að lokum vek ég athygli á ráðstefnu Alzheimersamtakanna sem haldin verður í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 21. september frá kl.13:00 – 16:00 í tilefni af Alþjóðlegum degi Alzheimer. Einnig verður hægt að fylgjast með í beinu streymii á vefsíðu Alzheimersamtakanna ( alzheimer.is) Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Manstu ekki eftir mér?Mikið lítur vel út beibí frábært hár.Manstu ekki eftir mér?Hvar ertu er búin að vera öll þessi ár?“ Við erum mörg sem þekkjum þessar laglínur og raulum þær meira að segja stundum, ekki satt! En af hverju er ég að velta þessu upp, jú vegna þess að 21. september n.k. er Alþjóðlegur dagur Alzheimer og mig langar að minna okkur öll á þau sem gleyma, þau sem eru greind með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar og hvað við hin getum gert til að efla lífsgæði þeirra. Enn hefur ekki fundist lækning við Alzheimer eða öðrum heilabilunar sjúkdómum þrátt fyrir víðtækar rannsóknir víða um heim en ýmsar rannsóknir hafa þó sýnt fram á að hægt er að gera líf þeirra sem greinast með Alzheimer/heilabilun bærilegra á ýmsan hátt. Sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að líkamleg, félagsleg og andleg heilsa skiptir verulegu máli og þess vegna er alls kyns hreyfing af hinu góða, félagsleg tengsl hvers konar eru afar mikilvæg og að reyna á heilann með ýmsum þrautum kemur öllum til góða og munum að þetta þrennt getur hamlað framgangi Alzheimer/heilabilunar. Höfum það hugfast og gerum okkar til að efla lífsgæði þeirra sem gleyma. En mig langar hér og nú að nefna sérstaklega tengsl tónlistar og Alzheimer/heilabilunar því sýnt hefur verið fram á að tónlist hefur jákvæð áhrif á fólk með heilabilun, eflir sjálfsmynd, eykur lífsgæði og bætir samskipti. Þess vegna skiptir svo miklu máli í allri vinnu og umönnun einstaklinga með Alzheimer /heilabilun að tengja tónlistina inn í ferlið með einum eða öðrum hætti. Það er þekkt þegar tónlist er spiluð eða sungin að sumir einstaklingar með Alzheimer sem vart geta tjáð sig, byrja að syngja með, kunna textann og jafnvel vakna minningarbrot í tengslum við lag og texta og sá sem lært hefur á píanó en getur vart matast sjálfur, hann spilar eins og engill þegar hann sest við píanóið. Þetta gerist ekki á einni nóttu, ekki frekar en margt annað en skiptir ótrúlega miklu máli, eykur vellíðan og dregur úr óróleika. En ýmsir hafa lagt hönd á plóg og ég vona að ég móðgi engan þegar hér nefni hér Elligleði sem þau Sesselja Margrét Magnúsdóttir og Stefán Helgi Stefánsson byrjuðu með árið 2009 og er hlutverk verkefnisins að bjóða öldruðu fólki með minnissjúkdóma upp á söngskemmtanir. Takk elsku þið og við hin skulum muna að getum við bæði spilað og sungið með þeim sem gleyma, það er fyrirhafnarlítið en gleður. En við skulum jafnframt hafa í huga að spila tónlist og syngja með einstaklingum með Alzheimer/heilabilun er ekki tónlistarmeðferð því hún felst í því að menntaður einstaklingur á sviði tónlistar sinni einstaklingum í skemmri eða lengri tíma og vil ég þar nefna og þakka Magneu Tómasdóttur fyrir hennar frábæru störf í þessa veru. Ég bendi jafnframt á afar spennandi námskeið sem Mímir-símenntun býður uppá og heitir Tónlist í umönnunarstörfum og þar er farið yfir hvernig hægt er að nota tónlist í samskiptum og umönnun fólks með heilabilunarsjúkdóm og Magnea Tómasdóttir kennir. Það væri til fyrirmyndar að við sem leiðum þjónustu við einstaklinga með Alzheimer / heilabilun huggleiddum hvort ekki væri skynsamlegt að ráða almennt slíka einstaklinga í hæfingateymi þeirra sem sinna einstaklingum með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar. En að lokum vek ég athygli á ráðstefnu Alzheimersamtakanna sem haldin verður í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 21. september frá kl.13:00 – 16:00 í tilefni af Alþjóðlegum degi Alzheimer. Einnig verður hægt að fylgjast með í beinu streymii á vefsíðu Alzheimersamtakanna ( alzheimer.is) Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna á Íslandi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun