Sumar hinna háu sekta Ingvar Smári Birgisson skrifar 20. september 2023 08:31 Á örfáum mánuðum hafa margar af helstu eftirlitsstofnunum á sviði fjármála- og viðskiptalífs á Íslandi lagt á langhæstu sektir í sögu hverrar stofnunar fyrir sig. Í sjálfu sér er ekki óeðlilegt að sektir fari hækkandi, hvað þá á tímum verðbólgu og mikilla efnahagslegra umsvifa, en athygli vekur að metsektirnar eru margfalt hærri en áður þekktist hjá stofnununum og óvíst er hvað veldur þeirri stökkbreytingu sem hefur átt sér stað. Í byrjun sumars lagði Fjármálaeftirlitið á sína langhæstu sekt þegar Íslandsbanki var sektaður vegna annmarka í störfum bankans við framkvæmd á útboði í 22,5% eignarhlut í bankanum sem fór fram í mars í fyrra. Sektarfjárhæðin, sem var kr. 1.160.000.000, kom flestum á óvart og töldu spekúlantar að sektin yrði í mesta lagi nokkuð hundruð milljónir, enda hafði sátt verið gerð í málinu. Sektin á Íslandsbanka fól því í sér meira en þrettánföldun á þeirri sekt sem áður var hæsta sekt í sögu Fjármálaeftirlitsins. Næsthæsta sekt Fjármálaeftirlitsins var lögð á Arion banka árið 2020 að fjárhæð kr. 87.700.000 og var lögð á bankann fyrir að upplýsa ekki tímanlega um hópuppsagnir. Í tilviki Persónuverndar sló stofnunin eigið met í lok júnímánaðar sl. þegar Embætti landlæknis var sektað um 12 milljónir fyrir að hafa ekki tryggt öryggi rafrænna heilbrigðisupplýsinga með fullnægjandi hætti. Sama dag var svo metsektin margfölduð með nýrri sekt, rúmlega þrefalt hærri en metsekt morgunsins, að fjárhæð kr. 37.856.900 sem Persónuvernd lagði á Creditinfo fyrir að hafa ekki staðið rétt að skráningu smálána á vanskilaskrá. Samkeppniseftirlitið setti svo Íslandsmet í lok ágústmánaðar þegar sekt að fjárhæð 4,2 milljarðar króna var lögð á Samskip vegna samráðs við Eimskip. Árið 2021 hafði Eimskip gert sátt í málinu og greitt sekt að fjárhæð 1,5 milljarðar króna en sú sekt var einmitt á þeim tíma langhæsta sekt Samkeppniseftirlitsins, jafnvel þótt eldri sektir séu uppreiknaðar miðað við verðlag, og hélt hún þeim titli þar til sektin var tæplega þrefölduð með þeirri sekt sem nú var lögð á Samskip. Áhugavert er að stærstu eftirlitsstofnanir viðskiptalífsins hafi allar í sumar lagt á sektir sem voru margfalt, jafnvel tugfalt, hærri en hæstu sektir sem stofnanirnar höfðu áður lagt á. Það virðist ekki vera að lagabreytingar á sektarheimildum stofnananna liggi hér að baki né heldur stigmögnun í alvarleika brota, heldur frekar breytt framkvæmd á línuna. Það er að minnsta kosti gott að vita til þess að heilbrigð samkeppni þrífist á einhverjum sviðum samfélagsins. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Ingvar Smári Birgisson Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Á örfáum mánuðum hafa margar af helstu eftirlitsstofnunum á sviði fjármála- og viðskiptalífs á Íslandi lagt á langhæstu sektir í sögu hverrar stofnunar fyrir sig. Í sjálfu sér er ekki óeðlilegt að sektir fari hækkandi, hvað þá á tímum verðbólgu og mikilla efnahagslegra umsvifa, en athygli vekur að metsektirnar eru margfalt hærri en áður þekktist hjá stofnununum og óvíst er hvað veldur þeirri stökkbreytingu sem hefur átt sér stað. Í byrjun sumars lagði Fjármálaeftirlitið á sína langhæstu sekt þegar Íslandsbanki var sektaður vegna annmarka í störfum bankans við framkvæmd á útboði í 22,5% eignarhlut í bankanum sem fór fram í mars í fyrra. Sektarfjárhæðin, sem var kr. 1.160.000.000, kom flestum á óvart og töldu spekúlantar að sektin yrði í mesta lagi nokkuð hundruð milljónir, enda hafði sátt verið gerð í málinu. Sektin á Íslandsbanka fól því í sér meira en þrettánföldun á þeirri sekt sem áður var hæsta sekt í sögu Fjármálaeftirlitsins. Næsthæsta sekt Fjármálaeftirlitsins var lögð á Arion banka árið 2020 að fjárhæð kr. 87.700.000 og var lögð á bankann fyrir að upplýsa ekki tímanlega um hópuppsagnir. Í tilviki Persónuverndar sló stofnunin eigið met í lok júnímánaðar sl. þegar Embætti landlæknis var sektað um 12 milljónir fyrir að hafa ekki tryggt öryggi rafrænna heilbrigðisupplýsinga með fullnægjandi hætti. Sama dag var svo metsektin margfölduð með nýrri sekt, rúmlega þrefalt hærri en metsekt morgunsins, að fjárhæð kr. 37.856.900 sem Persónuvernd lagði á Creditinfo fyrir að hafa ekki staðið rétt að skráningu smálána á vanskilaskrá. Samkeppniseftirlitið setti svo Íslandsmet í lok ágústmánaðar þegar sekt að fjárhæð 4,2 milljarðar króna var lögð á Samskip vegna samráðs við Eimskip. Árið 2021 hafði Eimskip gert sátt í málinu og greitt sekt að fjárhæð 1,5 milljarðar króna en sú sekt var einmitt á þeim tíma langhæsta sekt Samkeppniseftirlitsins, jafnvel þótt eldri sektir séu uppreiknaðar miðað við verðlag, og hélt hún þeim titli þar til sektin var tæplega þrefölduð með þeirri sekt sem nú var lögð á Samskip. Áhugavert er að stærstu eftirlitsstofnanir viðskiptalífsins hafi allar í sumar lagt á sektir sem voru margfalt, jafnvel tugfalt, hærri en hæstu sektir sem stofnanirnar höfðu áður lagt á. Það virðist ekki vera að lagabreytingar á sektarheimildum stofnananna liggi hér að baki né heldur stigmögnun í alvarleika brota, heldur frekar breytt framkvæmd á línuna. Það er að minnsta kosti gott að vita til þess að heilbrigð samkeppni þrífist á einhverjum sviðum samfélagsins. Höfundur er lögmaður.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun