Íslendingar standa ekki gegn hatri Þórarinn Hjartarson skrifar 20. september 2023 10:00 Miðað við atburði undanfarnar þrjár vikur er ljóst að baráttan er ekki búin og mikilvægt er að standa gegn hatri. Fólk sem hefur ekkert unnið sér til saka annað en að gera tilraun til þess að vera þau sjálf og fá viðurkenningu frá samfélaginu verður nú fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum. Hatursöflum er að vaxa fiskur um hrygg. Sem andsvar við þessu hefur samviskusamt fólk og fyrirtæki birt mynd á samfélagsmiðlum sem hljóðar svo: Stöndum saman gegn hatri #hinseginleikinn Einföld en kraftmikil yfirlýsing sem vottar að sá og hinn sami sé góð manneskja. Það sem hryggir undirritaðann er hins vegar hversu margir hafa kosið að birta ekki yfirlýsinguna og þannig staðið með hatrinu. Því þeir sem eru ekki tilbúnir að verja þremur sekúndum í að ýta á deilingarhnappinn og sýna í verki að þeir standi gegn hatri eru líklega með hugmyndir sem í besta falli geta talist varhugaverðar. Í leikriti Arthur Miller frá 1953, sem ber heitið The Crucible, er varpað ljósi á tengsl aðgerðarleysis og undirliggjandi álita og viðhorfa. Þeir sem ekki sýna í verki að þeir séu reiðubúnir að koma málstaðnum til varnar standa ekki einvörðungu aðgerðarlausir heldur eru þeir líklegir til þess að vinna gegn réttlátum markmiðum þegar tækifærið gefst. Ef stjórnvöld grípa ekki inn í áður en langt um líður dreifist hatrið stjórnlaust yfir allt samfélagið. Því velti ég upp eftirfarandi spurningunum: Erum við umburðarlynd þjóð? Erum við opin fyrir réttlátum breytingum? Eða erum við umlukin fólki sem hatar, sem er ekki tilbúið að sýna samstöðu þegar á reynir, jafnvel með einni deilingu á samfélagsmiðlum? Það er ljóst að við erum ekki á þeim stað sem við teljum okkur í trú um að við séum. Við búum ekki í réttindavænu samfélagi. Fólk sem nýtir eigin hugmyndir um tjáningarfrelsi fær að spúa hatri óáreitt á meðan langflestir standa hjá. Engin mannréttindastofa er til staðar til að fylgjast með færslum fólks á samfélagsmiðlum. Það er morgunljóst að þetta er útrýmingarstefna í aðsigi. Frammi fyrir okkur stendur vandi. Það er hatursfullt fólk í okkar samfélagi. Við þurfum að standa gegn þeim. Ef þú stendur gegn hatri, afhverju sýniru það ekki í verki? Afhverju ertu ekki tilbúinn að deila myndinni? Í hvernig samfélagi vilt þú búa? Er ekki árið 2023? Erum við ekki komin lengra? Stöndum gegn hatri. Deilum myndinni. Höfundur er hlaðvarpsstjórnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Hinsegin Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Miðað við atburði undanfarnar þrjár vikur er ljóst að baráttan er ekki búin og mikilvægt er að standa gegn hatri. Fólk sem hefur ekkert unnið sér til saka annað en að gera tilraun til þess að vera þau sjálf og fá viðurkenningu frá samfélaginu verður nú fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum. Hatursöflum er að vaxa fiskur um hrygg. Sem andsvar við þessu hefur samviskusamt fólk og fyrirtæki birt mynd á samfélagsmiðlum sem hljóðar svo: Stöndum saman gegn hatri #hinseginleikinn Einföld en kraftmikil yfirlýsing sem vottar að sá og hinn sami sé góð manneskja. Það sem hryggir undirritaðann er hins vegar hversu margir hafa kosið að birta ekki yfirlýsinguna og þannig staðið með hatrinu. Því þeir sem eru ekki tilbúnir að verja þremur sekúndum í að ýta á deilingarhnappinn og sýna í verki að þeir standi gegn hatri eru líklega með hugmyndir sem í besta falli geta talist varhugaverðar. Í leikriti Arthur Miller frá 1953, sem ber heitið The Crucible, er varpað ljósi á tengsl aðgerðarleysis og undirliggjandi álita og viðhorfa. Þeir sem ekki sýna í verki að þeir séu reiðubúnir að koma málstaðnum til varnar standa ekki einvörðungu aðgerðarlausir heldur eru þeir líklegir til þess að vinna gegn réttlátum markmiðum þegar tækifærið gefst. Ef stjórnvöld grípa ekki inn í áður en langt um líður dreifist hatrið stjórnlaust yfir allt samfélagið. Því velti ég upp eftirfarandi spurningunum: Erum við umburðarlynd þjóð? Erum við opin fyrir réttlátum breytingum? Eða erum við umlukin fólki sem hatar, sem er ekki tilbúið að sýna samstöðu þegar á reynir, jafnvel með einni deilingu á samfélagsmiðlum? Það er ljóst að við erum ekki á þeim stað sem við teljum okkur í trú um að við séum. Við búum ekki í réttindavænu samfélagi. Fólk sem nýtir eigin hugmyndir um tjáningarfrelsi fær að spúa hatri óáreitt á meðan langflestir standa hjá. Engin mannréttindastofa er til staðar til að fylgjast með færslum fólks á samfélagsmiðlum. Það er morgunljóst að þetta er útrýmingarstefna í aðsigi. Frammi fyrir okkur stendur vandi. Það er hatursfullt fólk í okkar samfélagi. Við þurfum að standa gegn þeim. Ef þú stendur gegn hatri, afhverju sýniru það ekki í verki? Afhverju ertu ekki tilbúinn að deila myndinni? Í hvernig samfélagi vilt þú búa? Er ekki árið 2023? Erum við ekki komin lengra? Stöndum gegn hatri. Deilum myndinni. Höfundur er hlaðvarpsstjórnandi.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun