Hvati til orkuskipta Jóna Bjarnadóttir skrifar 22. september 2023 08:00 Heimurinn verður að ráðast í orkuskipti og hætta að nota jarðefnaeldsneyti. Til að það nái fram að ganga þarf vinnsla á endurnýjanlegri orku í heiminum að þrefaldast á þessum áratug, að mati Alþjóða orkumálastofnunarinnar. Við Íslendingar getum ekki vikist þar undan enda höfum við sett okkur það markmið að verða óháð jarðefnaeldsneyti árið 2040. Sala upprunaábyrgða hjálpar okkur á þeirri vegferð. Víða um heim starfa orkufyrirtæki og framleiða rafmagn með kolum, olíu, gasi og kjarnorku. Við vitum að slík orkuvinnsla stefnir heimi okkar í hættu og við verðum að snúa af þessari braut. Orkufyrirtækin verða að nýta endurnýjanlega orkugjafa, fallvötn eða sjávarföll, sól, vind eða jarðvarma. Sú vinnsla kostar vissulega sitt. Það er því mjög jákvætt að nú fáist ekki eingöngu tekjur af sölu raforkunnar sjálfrar heldur einnig af sölu upprunaábyrgða vegna grænnar orkuvinnslu. Um leið gera kaup á upprunaábyrgðum t.d. fyrirtækjum, sem vilja sýna samfélagsábyrgð í verki, kleift að styðja við framleiðslu á endurnýjanlegri orku, jafnvel þótt þau eigi þess ekki kost að nýta þá orku sjálf. Loftslagsáhrifin eru hnattrænn vandi sem virðir engin landamæri og hið sama þarf að gilda um lausn vandans. Hvatakerfi víða um heim Víða um heim er að finna kerfi sem ætlað er að hvetja til grænnar orkuvinnslu. Eitt slíkt kerfi er í Evrópu og 31 aðili í 27 ríkjum á aðild að því, þar á meðal Ísland. Þetta er kerfi upprunaábyrgða, þar sem fyrirtæki í orkuvinnslu geta selt vottorð um græna framleiðslu sína og þannig fengið auknar tekjur af orkuvinnslunni. Fyrstu árin eftir að kerfið var sett á laggirnar var salan dræm. Landsvirkjun hefur raunar alltaf selt stærstan hluta upprunaábyrgðanna erlendis en lengi fylgdu þær endurgjaldslaust í heildsölu. Þegar verðið á upprunaábyrgðum hækkaði hratt jókst hættan á að litið væri á endurgjaldslausa afhendingu þeirra sem ólögmætan ríkisstyrk og því var hætt. Eftir sem áður er viðskiptavinum í sjálfsvald sett hvort þeir kaupa ábyrgðirnar. Stuðningur við kerfið vex sífellt. Fjölmörg stór, alþjóðleg fyrirtæki svo sem Apple, IKEA og Google, sem kalla sig einu nafni RE100, tóku höndum saman um að stefna að framtíð með 100% endurnýjanlegri orku. Það gera þau meðal annars með kaupum á upprunaábyrgðum, til að styðja við vinnslu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Þau hvetja þannig orkufyrirtækin til dáða, græn orkuvinnsla eykst og orkuskipti færast nær. Mikilvæg tekjulind Sala á upprunaábyrgðum er orðin stór og mikilvæg tekjulind fyrir Landsvirkjun. Við reiknum með að geta haft allt að 15 milljarða kr. tekjur af sölu ábyrgðanna á ári hverju þegar fram í sækir. Þær tekjur auðvelda orkufyrirtæki þjóðarinnar að láta framtíðarsýnina verða að raunveruleika, um sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Við ætlum okkur áfram að sinna því mikilvæga hlutverki að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem Landsvirkjun er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkuskipti Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Sjá meira
Heimurinn verður að ráðast í orkuskipti og hætta að nota jarðefnaeldsneyti. Til að það nái fram að ganga þarf vinnsla á endurnýjanlegri orku í heiminum að þrefaldast á þessum áratug, að mati Alþjóða orkumálastofnunarinnar. Við Íslendingar getum ekki vikist þar undan enda höfum við sett okkur það markmið að verða óháð jarðefnaeldsneyti árið 2040. Sala upprunaábyrgða hjálpar okkur á þeirri vegferð. Víða um heim starfa orkufyrirtæki og framleiða rafmagn með kolum, olíu, gasi og kjarnorku. Við vitum að slík orkuvinnsla stefnir heimi okkar í hættu og við verðum að snúa af þessari braut. Orkufyrirtækin verða að nýta endurnýjanlega orkugjafa, fallvötn eða sjávarföll, sól, vind eða jarðvarma. Sú vinnsla kostar vissulega sitt. Það er því mjög jákvætt að nú fáist ekki eingöngu tekjur af sölu raforkunnar sjálfrar heldur einnig af sölu upprunaábyrgða vegna grænnar orkuvinnslu. Um leið gera kaup á upprunaábyrgðum t.d. fyrirtækjum, sem vilja sýna samfélagsábyrgð í verki, kleift að styðja við framleiðslu á endurnýjanlegri orku, jafnvel þótt þau eigi þess ekki kost að nýta þá orku sjálf. Loftslagsáhrifin eru hnattrænn vandi sem virðir engin landamæri og hið sama þarf að gilda um lausn vandans. Hvatakerfi víða um heim Víða um heim er að finna kerfi sem ætlað er að hvetja til grænnar orkuvinnslu. Eitt slíkt kerfi er í Evrópu og 31 aðili í 27 ríkjum á aðild að því, þar á meðal Ísland. Þetta er kerfi upprunaábyrgða, þar sem fyrirtæki í orkuvinnslu geta selt vottorð um græna framleiðslu sína og þannig fengið auknar tekjur af orkuvinnslunni. Fyrstu árin eftir að kerfið var sett á laggirnar var salan dræm. Landsvirkjun hefur raunar alltaf selt stærstan hluta upprunaábyrgðanna erlendis en lengi fylgdu þær endurgjaldslaust í heildsölu. Þegar verðið á upprunaábyrgðum hækkaði hratt jókst hættan á að litið væri á endurgjaldslausa afhendingu þeirra sem ólögmætan ríkisstyrk og því var hætt. Eftir sem áður er viðskiptavinum í sjálfsvald sett hvort þeir kaupa ábyrgðirnar. Stuðningur við kerfið vex sífellt. Fjölmörg stór, alþjóðleg fyrirtæki svo sem Apple, IKEA og Google, sem kalla sig einu nafni RE100, tóku höndum saman um að stefna að framtíð með 100% endurnýjanlegri orku. Það gera þau meðal annars með kaupum á upprunaábyrgðum, til að styðja við vinnslu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Þau hvetja þannig orkufyrirtækin til dáða, græn orkuvinnsla eykst og orkuskipti færast nær. Mikilvæg tekjulind Sala á upprunaábyrgðum er orðin stór og mikilvæg tekjulind fyrir Landsvirkjun. Við reiknum með að geta haft allt að 15 milljarða kr. tekjur af sölu ábyrgðanna á ári hverju þegar fram í sækir. Þær tekjur auðvelda orkufyrirtæki þjóðarinnar að láta framtíðarsýnina verða að raunveruleika, um sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Við ætlum okkur áfram að sinna því mikilvæga hlutverki að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem Landsvirkjun er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar