Skoðun

Kosningar í Pól­landi

Jacek Godek skrifar

Eftir innan við mánuð fara fram þingkosningar í Póllandi. Ekki er gott að spá hvort stjórnarflokkurinn PiS (Lög og Réttlæti) muni bera sigur af hólmi eða hvort stjórnandstaðan sigri og færi landið aftur á braut lýðræðis. Eitt er þó víst: aldrei hefur kosningarbarráttan verið eins ruddaleg og miskunnarlaus. Popúlistar í PiS yrða ekki á lýðræðissinna og til þeirra teljast frjálslynda borgarbandalagið (PO), vinstriflokkurinn (Nowa Lewica) og íhaldssama Þriðja leiðin sem samanstandur af gamla bændaflokknum (PSL) og tiltölulega nýju fyrirbæri sem kallast Pólland 2050. En öllum að safnar líka samsteypa sem samanstandur af þjóðernissinnum, ofbelsdisfullum feðraveldisunnendum, gyðingahöturum og andúkraínskum körlum sem hata konur miklu fylgi.

Hinsegin fólk, fóstureyðingar, glasabörn og kirkjan

Undanfarin ár hafði kosningaumræða einkennst af þessum fjórum umfangsefnum, enda var það PiS í haginn, en nú virðist almenningur búinn að fá leið á þessum þemum og styður fyrirætlanir um að leyfa fóstureyðingar, andmælir ekki samböndum samkynhneigða, hneykslast þegar stjórnarmeðlimir kalla glasabörn framleiðsluvöru og yfirleitt telur að kirkjan skiptir sér of mikið af pólítíkinni. Samt hefur PiS stuðning milljóna kreddumanna. Ekki nema von, þeir lögréttu hafa einokað sér ríkisfjölmiðla, staðbundin dagblöð, bensínstöðvar, lögreglu, herinn og prédikunarstóla í öllum kirkjum landsins. Ungverski þjóðfræðingurinn og fyrrverandi ráðherrann Balint Magyar kallar stjórnarskipulag Ungverjalands mafíuríki þar sem allt er undirskipað því að ræna og stela. Og Pólland stefnir í þá átt. PiS (Prawo i Sprawiedliwość – Lög og Réttlæti) er löngu breytt í Peninga og Smygl. Þegar covid-farsóttin byrjaði ákvaðu heilbrigðisyfirvöld að kaupa súrefnistæki fyrir væntanlega sjúklinga. Viðskiptin átti að annast maður nokkur, kunningi ráðherrans, þekktur sem vopnasali. Öndunartækin komust aldrei til skila, ekki frekar en fyrirframgreiðsla sem grunsamlegi byssubraskarinn fékk til að fjármagna kaup á 2000 tækjum. Sjálfur á hann að hafa dáið í Albaníu. Þá loks kom hann aftur til Póllans. Í duftkeri, þannig að ekki er hægt að staðfesta hvort þetta er örugglega sá sami. Og maðurinn sem bar ábyrgð á kaupunum af hálfu ráðuneytisins er nú ofarlega á kosningarlista stjórnarflokksins í borginni Olsztyn.

Hinn alræmdi Godfather Vito Corleone „keypti” sér nokkra stjórnmálamenn og fáeinar löggur til að stunda sína glæpastarfsemi. Jarosław Kaczyński á meira en helming þingmanna, alla lögreglumenn í landinu, stjórnina, herinn, fjölmiðla, saksóknara, dómara … og ef honum finnst einn eða annar hópur fólks sýna ærlega óánægju, hendir þeim bara eitthvað smotterí. Því hann á bankana og hann prentar peninga. Og þannig kaupir hann sér og sínum atkvæði.

Aldrei hafa hneykslismálin í pólskum stjórnmálum verið eins mörg og á síðastliðnum árum. Konur hafa dáið á sjúkrahúsum vegna þess að þeim hefur verið neitað um fóstureyðingu sem hefði getað bjargað lífi þeirra, yfirmaður lögreglunnar hleypti af handsprengju inni á skrifstofu sinni og gjöreyðilagði tvö herbergi á höfuðstöðvum lögreglunnar í Varsjá og er nú sagt að hann sé þolandi því að sprengjuna fékk hann sem gjöf frá sínum gagnaðila í Úkraínu. 

Já, og Úkraína. Við Pólverjar sem vorum svo stolt af því hvernig við brugðumst við stríðinu, hvernig við tókum vel á móti systrum okkar og bræðrum, þurfum nú að horfa upp á pólitíska skrípaleiki í kringum úkraínska landbúnaðarafurðir. Bara út af því að einhver latur stjórnmálamaður nennti ekki að undirbúa landið fyrir auknu magni af korni að austan.

En þetta eru ekki öll hneykslismál með meðlimi PiS í aðalhlutverkum. Sjálfur krafðist Kaczyński mútum frá austurrískum athafnamanni, landamærasveitir skilja eftir deyjandi flóttamenn hjá landamærum við Hvíta Rússland, rússnesk eldflaug ferðaðist 300 km inn í landið og enginn tók eftir því, flugskeytið fannst af tilviljun nokkrum mánuðum síðar, þegar kona ein brá sér í reiðtúr (gott að Pólverjar stunda hestamennsku), verðbólgan er einna hæst í Evrópu, en allt kom fyrir ekki. Almenningur sagðist óðum vilja kjósa PiS (stundum kallaða líka Psychopaths and Sadists). Þangað til nýlega.

Ísland í bakgrunni

Maður er nefndur Jakub Osajda. Hann er 32 ára og vann í pólska utanríkisráðuneytinu. Hann var skjólstæðingur ráðherrans og vildi endilega gerast sendiherra Póllands á Íslandi. Ráðherrann hafði ekkert á móti því, en forseti landsins neitaði að skrifa undir tilnefningu hans. Honum fanst pilturinn of ungur og lítt reyndur. En þá voru allar leyniþjónustur landsins þegar byrjaðar að rannsaka spillingarmál í sambandi við ólöglega sölu á pólskum vegabréfsáritunum til Asíu- og Afríkubúa. Erlend fyrirtæki (þar af a.m.k. eitt sem hefur rætur að reka til Moskvu) hjálpuðu m.a. Indverjum, Írönum, Nígeríumönnum og fleiri að fylla út umsóknir, gegn greiðslu (4000-5000 bandaríska dali). Pólska ríkið breyttist sem sagt í mannsala. Vitað er um a.m.k tvö tilfelli þar sem svokallaðar Schengen áritanir höfðu verið veittar til Bollywood kvikmyndateyma sem samanstóðu m.a. af danshöfundi sem kunni ekki að dansa, lekiara sem hafði aldrei áður staðið fyrir framan kvikmyndavél, framleiðandinn átti víst að keyra út grænmeti. Sú eina sem kunni sitt verk var sminkan, en konan rak beauty salon á bensínstöð í Mumbai. Kvikmyndafólkið flaug svo rakleiðis frá Varsjá til Mexíkó og síðan yfir eyðimörkina til landsins fyrirheitna. Og það voru einmitt bandarísk yfirvöld sem gerðu pólskri leyniþjónustu. En vegna þess að öll kúgunar- og ofbeldistæki pólska ríkisins eru í höndum PiS hefði málið aldrei litið dagsins ljós. Talið er að á sl. 30 mánuðum hafi pólska utanríkisþjónusta selt yfir 200 þúsund ólöglegar vegabréfsáritanir. Og hér hverfum við aftur að Osajda sem þráði svo heitt að verða sendiherra á Íslandi. Hann var rekinn úr starfi í ráðuneytinu og þannig lak út áritunarmálið sem virðist ætla að sökkva PiS. En það eru enn nokkrar vikur í kosningarnar og allt getur breyst, sérstaklega að stuðningsmenn stjórnarflokksins eru ekki viljugir til að hlusta á það sem andstæðingarnir hafa að segja.

Höfundur er þýðandi. 




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×