Segir Tottenham geta keypt Kane til baka Smári Jökull Jónsson skrifar 20. september 2023 17:30 Daniel Levy sést hér á spjalli við framkvæmdastjóra Tottenham Donna Martin. Vísir/Getty Daniel Levy eigandi Tottenham Hotspur segir að í samningi liðsins við Bayern Munchen vegna Harry Kane sé klásúla sem geri Lundúnaliðinu kleift að fá enska landsliðsmanninn aftur. Félagaskipti Harry Kane frá Tottenham til þýsku meistaranna í Bayern Munchen voru án efa þau umtöluðustu í sumar. Þýska félagið borgaði um 100 milljónir punda fyrir Kane sem hefur farið vel af stað með sínu nýja félagi. Daniel Levy eigandi Tottenham fékk gagnrýni frá stuðningsmönnum fyrir að hafa hleypt Kane til Þýskalands. Kane átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Spurs og hefði því getað yfirgefið félagið frítt næsta sumar. Tottenham chairman Daniel Levy has confirmed that the club have a buy-back clause for Bayern Munich striker Harry Kane pic.twitter.com/53qa8FFNnb— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 20, 2023 Á þriðjudagskvöld blandaði Levy sér í umræðu á stuðningsmannaspjalli stuðningsmanna Tottenham. Þar var hann spurður hvort klásúla væri í samningi Tottenham og Bayern um að enska liðið gæti keypt hann til baka. „Að sjálfsögðu,“ svaraði Levy án þess að fara nánar út í klásúluna sjálfa. Samkvæmt Sky Sports á Tottenham forkaupsrétt á Kane ef hann ákveður að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. Þegar Kane yfirgaf Tottenham í lok ágúst neitaði hann að útiloka endurkomu til félagsins í framtíðinni. Kane mun að öllum líkindum leika sinn fyrsta Meistaradeildarleik fyrir Tottenham í kvöld þegar liðið mætir Manchester United á Allianz leikvanginum í Þýskalandi. United var eitt þeirra liða sem orðað var við Kane í sumar. „Þú þarft að læra af mistökunum“ Í samtali sínu við stuðningsmenn ræddi Levy einnig núverandi knattspyrnustjóra liðsins Ange Postecoclu og skaut létt á Jose Mourinho og Antonio Conte sem eru forverar Postecoglu í starfi. „Ange er venjulegur náungi og það er frábært að eiga samtal við hann. Hann var mjög beinskeyttur, heiðarlegur og ég kann vel við menn sem segja mér hvernig hlutirnir eru. Ekki einhver sem spilar leiki og segir eitt en meinar annað. Ég er ekki að tala um einhvern ákveðinn aðila,“ sagði Levy og hélt áfram. „Félagið þurfti að leita aftur til rótanna. Það var pressa á mér að ráða eitthvað stórt nafn en ég vildi færa félagið nær eigin kjarna. Einhvern sem myndi spila sókndjarfan fótbolta, sem myndi gefa ungum leikmönnum tækifæri og hafa trú á akademíunni, byggja upp samband við stuðningsmenn, skilja hvernig við vinnum og vera hluti af liðinu. Ange er ferskur andvari fyrir okkur,“ sagið Levy. Jose Mourinho og Antonio Conte eru meðal þeirra sem hafa verið við stjórnvölinn hjá Tottenaham á síðustu árum en litlum árangri náð. „Við fórum í gegnum tímabil þar sem við unnum næstum því með Mauricio Pochettino, það voru góðir tímar. Við komumst ekki alla leið en vorum nálægt því. Þá breyttum við um taktík og ákváðum að sækja „bikarþjálfara“. Við gerðum það tvisvar og þú þarft að læra af mistökunum,“ en bæði Mourinho og Conte höfðu raðað inn bikurum áður en þeir tóku við Tottenham. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Félagaskipti Harry Kane frá Tottenham til þýsku meistaranna í Bayern Munchen voru án efa þau umtöluðustu í sumar. Þýska félagið borgaði um 100 milljónir punda fyrir Kane sem hefur farið vel af stað með sínu nýja félagi. Daniel Levy eigandi Tottenham fékk gagnrýni frá stuðningsmönnum fyrir að hafa hleypt Kane til Þýskalands. Kane átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Spurs og hefði því getað yfirgefið félagið frítt næsta sumar. Tottenham chairman Daniel Levy has confirmed that the club have a buy-back clause for Bayern Munich striker Harry Kane pic.twitter.com/53qa8FFNnb— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 20, 2023 Á þriðjudagskvöld blandaði Levy sér í umræðu á stuðningsmannaspjalli stuðningsmanna Tottenham. Þar var hann spurður hvort klásúla væri í samningi Tottenham og Bayern um að enska liðið gæti keypt hann til baka. „Að sjálfsögðu,“ svaraði Levy án þess að fara nánar út í klásúluna sjálfa. Samkvæmt Sky Sports á Tottenham forkaupsrétt á Kane ef hann ákveður að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. Þegar Kane yfirgaf Tottenham í lok ágúst neitaði hann að útiloka endurkomu til félagsins í framtíðinni. Kane mun að öllum líkindum leika sinn fyrsta Meistaradeildarleik fyrir Tottenham í kvöld þegar liðið mætir Manchester United á Allianz leikvanginum í Þýskalandi. United var eitt þeirra liða sem orðað var við Kane í sumar. „Þú þarft að læra af mistökunum“ Í samtali sínu við stuðningsmenn ræddi Levy einnig núverandi knattspyrnustjóra liðsins Ange Postecoclu og skaut létt á Jose Mourinho og Antonio Conte sem eru forverar Postecoglu í starfi. „Ange er venjulegur náungi og það er frábært að eiga samtal við hann. Hann var mjög beinskeyttur, heiðarlegur og ég kann vel við menn sem segja mér hvernig hlutirnir eru. Ekki einhver sem spilar leiki og segir eitt en meinar annað. Ég er ekki að tala um einhvern ákveðinn aðila,“ sagði Levy og hélt áfram. „Félagið þurfti að leita aftur til rótanna. Það var pressa á mér að ráða eitthvað stórt nafn en ég vildi færa félagið nær eigin kjarna. Einhvern sem myndi spila sókndjarfan fótbolta, sem myndi gefa ungum leikmönnum tækifæri og hafa trú á akademíunni, byggja upp samband við stuðningsmenn, skilja hvernig við vinnum og vera hluti af liðinu. Ange er ferskur andvari fyrir okkur,“ sagið Levy. Jose Mourinho og Antonio Conte eru meðal þeirra sem hafa verið við stjórnvölinn hjá Tottenaham á síðustu árum en litlum árangri náð. „Við fórum í gegnum tímabil þar sem við unnum næstum því með Mauricio Pochettino, það voru góðir tímar. Við komumst ekki alla leið en vorum nálægt því. Þá breyttum við um taktík og ákváðum að sækja „bikarþjálfara“. Við gerðum það tvisvar og þú þarft að læra af mistökunum,“ en bæði Mourinho og Conte höfðu raðað inn bikurum áður en þeir tóku við Tottenham.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira