„Mun taka tíma“ að byggja upp heimamarkað fyrir ótryggðar útgáfur bankanna
Fjármálakerfið hefur sýnt að það er sumpart í sterkari stöðu en margir bankar erlendis, með því að geta þolað tímabundið hátt vaxtastig og meira fjármálalegt aðhald, og vaxtaálagið á erlendar skuldabréfaútgáfur bankanna hefur lækkað skarpt að undanförnu. Seðlabankastjóri segir að horft fram á við megi hins vegar áfram búast við sveiflum í vaxtakjörum bankanna á erlendum mörkuðum en fjarvera íslenskra stofnanafjárfesta þegar kemur að kaupum á ótryggðum útgáfum stendur þeim fyrir þrifum.
Tengdar fréttir
Landsbankinn með 300 milljón evra útgáfu eftir að hafa setið af sér „storminn“
Landsbankinn lauk í gær sölu í fyrsta sinn frá nóvember 2021 á ótryggðum almennum skuldabréfum í evrum. Fjármálamarkaðir hafa verið þungir á undanförnum misserum en aðgengi og fjármagnskjör hafa batnað mikið á undanförnum mánuðum, segir framkvæmdastjóri hjá bankanum.
Fjármögnun bankakerfisins er að fara verða „snúnari“ en áður
Breytinga er að vænta í áherslum íslensku bankanna við fjármögnun á markaði og ljóst að þeir munu þurfa að breikka kaupendahópinn að ótryggðum skuldabréfum samhliða því að þau verða í meira mæli gefin út á innanlandsmarkaði. Markaðsfjármögnun bankakerfisins, sem hefur orðið mun dýrari síðustu misseri vegna umróts og óvissu á alþjóðamörkuðum, er að fara verða „erfiðari“ en áður, að sögn seðlabankastjóra.
Lífeyrissjóðir mættu huga að „fleiri hólfum“ á skuldahlið bankanna
Þrátt fyrir að vaxtakjör íslensku bankanna á nýlegum erlendum útgáfum hafi verið ein þau hæstu frá fjármálahruninu 2008 þá er það „rétt stefna“ að halda þeim mörkuðum opnum á tímum þegar aðstæður eru krefjandi, að sögn seðlabankastjóra. Það væri góð þróun ef íslensku bankarnir gætu farið að fjármagna sig innanlands til lengri tíma á nafnvöxtum en þá þyrftu lífeyrissjóðirnir að fara huga að „fleiri hólfum“ á skuldahlið bankanna.