Lýðheilsulög? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar 22. september 2023 08:31 Í Noregi eru lýðheilsulög, fallegasti lagabálkur sem ég hef lesið. Þau tóku gildi fyrir tæpum 11 árum eftir nokkura ára undirbúning og í fyrradag var ég á ráðstefnu þar sem fólk sem vinnur við að framkvæma lögin, á öllum stjórnsýslustigum, ræddi hvað mætti betur fara í lögunum þar sem núverandi ríkisstjórn vill upfæra og bæta lögin. Markmið laganna er að draga úr félagslegum ójöfnuði í heilsu, sem lýsir því veraldlega mynstri að þeir sem búa við verri félags-og efnahegslega stöðu, búa við verri heilsu. Lögin skylda öll stjórnýslustig til að vinna þverfaglega saman að því að draga úr þessum ójöfnuði með því að bæta félagslegar undirstöður heilsu , þ.e.a.s. mál eins og húsnæði, fjárhag, félagsmál, málefni barna o.s.fv. Að þessu eiga þau að vinna með almennum aðgerðum sem ná til allra í blandi við sértækari aðgerðir fyrir viðkvæma hópa. Ég vek athygli á því að lögin felast ekki í því að setja alla ábyrgðina á heilbrigðiskerfið eða fræðslu þar sem það er vitað mál að þekking breytir ekki hegðun. Heilsa verður heldur ekki til í heilbrigðiskerfinu heldur í samfélaginu sem að við lifum og störfum í. Heilbrigðiskerfið getur þó vissulega verið með margvisslega þjónustu í forvarnarskyni líkt og meðgöngu- og ungbarnaeftirlit eða gripið snemma inn í áður en heilsa einhvers versnar meira. Þá eru lögin tengd við byggingar- og skipulagslög, því skipulagsmál eru lýðheilsumál. Allt frá því hvaða kröfur við gerum til húsabygginga, hvort að það komi nokkuð mygla innan örfárra ára frá byggingu, hvort að vegalengdir séu þannig að hægt sé að ganga eða hjóla á milli staða, hvort að göngu og hjólastígar séu byggðir og séu öryggir eða hvort loftmengun sé mikil. Í rannsóknum sem hafa verið gerðar á innleiðingu laganna kemur fram mikil ánægja með lögin og þær breytingar sem þær hafa haft í för með sér. Þau hafa fært fókus fólks frá því að heilsa sé einungis einkamál og á ábyrgð einstaklingsins eins. Þau hafa aukið þverfaglega samvinnu í sveitarfélögum og fylkjum og aukið skilning fólks á því hvað það er margt sem spilar inn í heilsu fólks. Flest norsk sveitarfélög eru til að mynda með lýðheilsufulltrúa til þess að vinna að þessum málum í samvinnu við önnur svið sveitarfélagsins. En það hafa líka verið allskonar áskoranir, eins og erfiðleikar í að virkja þverfaglega samvinnu í sveitarfélögum hjá starfsfólki sem er ekki með skilgreinda starfslýsingu í lýðheilsumálum, hlutverk ríkisstofnanna hafa ekki verið nógu skýr og fjármögnun á allskonar þjónustu og verkefnum hefur líka verið áskorun. Þá sýna þær líka að staðsetning lýðheilsufulltrúans í stjórnsýslunni skiptir máli. Þessar áskoranir voru m.a. ræddar á ráðstefnunni. Ég á mér þá ósk að stjórnmál okkar Íslendinga fari að snúa sér í átt að Norðmönnum sem eru hvað fremstir í þessum málum á heimsvísu. Að við aukum áherslu á það að skapa samfélag þar sem heilsa þrífst, því tölur, þá sérstaklega um geðheilsu okkar og lyfjanotkun, sýna að við þurfum á því að halda. Í könnun sem gerð var fyrir forsætisráðuneytið þar sem Íslendingar voru spurðir um hvað þeim þætti mikilvægast í sínu lífi og fyrir hönd samfélagsins, var efsta svarið í báðum tilfellum heilsa. Það ætti því að ríkja nokkur sátt um það að skapa samfélag þar sem heilsa allra þrífst. Jöfnuður er nefnilega lýðheilsumál. Norsk heilsupólitík er á margan hátt til fyrirmyndar og hún er það fyrst og fremst vegna þess að hún er byggð á vísindum. Eitthvað sem ég sakna í umræðu stjórnmálamanna í áfengismálum. Höfundur er meistaranemi í heilsueflingu og heilsusálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í Noregi eru lýðheilsulög, fallegasti lagabálkur sem ég hef lesið. Þau tóku gildi fyrir tæpum 11 árum eftir nokkura ára undirbúning og í fyrradag var ég á ráðstefnu þar sem fólk sem vinnur við að framkvæma lögin, á öllum stjórnsýslustigum, ræddi hvað mætti betur fara í lögunum þar sem núverandi ríkisstjórn vill upfæra og bæta lögin. Markmið laganna er að draga úr félagslegum ójöfnuði í heilsu, sem lýsir því veraldlega mynstri að þeir sem búa við verri félags-og efnahegslega stöðu, búa við verri heilsu. Lögin skylda öll stjórnýslustig til að vinna þverfaglega saman að því að draga úr þessum ójöfnuði með því að bæta félagslegar undirstöður heilsu , þ.e.a.s. mál eins og húsnæði, fjárhag, félagsmál, málefni barna o.s.fv. Að þessu eiga þau að vinna með almennum aðgerðum sem ná til allra í blandi við sértækari aðgerðir fyrir viðkvæma hópa. Ég vek athygli á því að lögin felast ekki í því að setja alla ábyrgðina á heilbrigðiskerfið eða fræðslu þar sem það er vitað mál að þekking breytir ekki hegðun. Heilsa verður heldur ekki til í heilbrigðiskerfinu heldur í samfélaginu sem að við lifum og störfum í. Heilbrigðiskerfið getur þó vissulega verið með margvisslega þjónustu í forvarnarskyni líkt og meðgöngu- og ungbarnaeftirlit eða gripið snemma inn í áður en heilsa einhvers versnar meira. Þá eru lögin tengd við byggingar- og skipulagslög, því skipulagsmál eru lýðheilsumál. Allt frá því hvaða kröfur við gerum til húsabygginga, hvort að það komi nokkuð mygla innan örfárra ára frá byggingu, hvort að vegalengdir séu þannig að hægt sé að ganga eða hjóla á milli staða, hvort að göngu og hjólastígar séu byggðir og séu öryggir eða hvort loftmengun sé mikil. Í rannsóknum sem hafa verið gerðar á innleiðingu laganna kemur fram mikil ánægja með lögin og þær breytingar sem þær hafa haft í för með sér. Þau hafa fært fókus fólks frá því að heilsa sé einungis einkamál og á ábyrgð einstaklingsins eins. Þau hafa aukið þverfaglega samvinnu í sveitarfélögum og fylkjum og aukið skilning fólks á því hvað það er margt sem spilar inn í heilsu fólks. Flest norsk sveitarfélög eru til að mynda með lýðheilsufulltrúa til þess að vinna að þessum málum í samvinnu við önnur svið sveitarfélagsins. En það hafa líka verið allskonar áskoranir, eins og erfiðleikar í að virkja þverfaglega samvinnu í sveitarfélögum hjá starfsfólki sem er ekki með skilgreinda starfslýsingu í lýðheilsumálum, hlutverk ríkisstofnanna hafa ekki verið nógu skýr og fjármögnun á allskonar þjónustu og verkefnum hefur líka verið áskorun. Þá sýna þær líka að staðsetning lýðheilsufulltrúans í stjórnsýslunni skiptir máli. Þessar áskoranir voru m.a. ræddar á ráðstefnunni. Ég á mér þá ósk að stjórnmál okkar Íslendinga fari að snúa sér í átt að Norðmönnum sem eru hvað fremstir í þessum málum á heimsvísu. Að við aukum áherslu á það að skapa samfélag þar sem heilsa þrífst, því tölur, þá sérstaklega um geðheilsu okkar og lyfjanotkun, sýna að við þurfum á því að halda. Í könnun sem gerð var fyrir forsætisráðuneytið þar sem Íslendingar voru spurðir um hvað þeim þætti mikilvægast í sínu lífi og fyrir hönd samfélagsins, var efsta svarið í báðum tilfellum heilsa. Það ætti því að ríkja nokkur sátt um það að skapa samfélag þar sem heilsa allra þrífst. Jöfnuður er nefnilega lýðheilsumál. Norsk heilsupólitík er á margan hátt til fyrirmyndar og hún er það fyrst og fremst vegna þess að hún er byggð á vísindum. Eitthvað sem ég sakna í umræðu stjórnmálamanna í áfengismálum. Höfundur er meistaranemi í heilsueflingu og heilsusálfræði.
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun