Stór orð en ekkert fjármagn Kristrún Frostadóttir skrifar 22. september 2023 09:00 Orð eru ódýr. Peningar hreyfa heiminn. Þessir frasar eru beinþýddir úr ensku en skiljast ósköp vel á íslensku. Á Íslandi situr ríkisstjórn sem notar gjarnan stór orð um fyrirætlanir sínar. En þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun til að kanna hvað býr þar að baki þá finnst ekkert fjármagn. Ekkert fjármagn fyrir fjölgun hjúkrunarrýma Ríkisstjórnin hefur boðað byggingu 394 hjúkrunarrýma á næstu 5 árum. Það myndi ekki duga til að taka á núverandi biðlista og vegna öldrunar þjóðar má reikna með að þörfin verði helmingi meiri árið 2028. En látum það liggja á milli hluta — stóra spurningin snýr að rekstri þessara rýma. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni má gera ráð fyrir að rekstrarkostnaður við þessi 394 hjúkrunarrými yrði 6,8 milljarðar króna á ári. En í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki tekið frá fjármagn til að mæta þessum kostnaði. Fjölgun hjúkrunarrýma er því ekki fjármögnuð. Fjármagn til heimahjúkrunar óhreyft þrátt fyrir öldrun þjóðar Þegar bent er á að áætlanir ríkisstjórnarinnar um fjölgun hjúkrunarrýma séu hvorki fullnægjandi né fjármagnaðar þá er vísað til þess að lausnin felist hvort eð er í aukinni heimahjúkrun. Það er rétt að hluta — en það er líka búið að tala um þetta árum saman núna. Staðreyndin er hins vegar sú að fjármagn til heimahjúkrunar hefur staðið óhreyft í 14 ár sem hlutfall af landsframleiðslu — eða frá árinu 2009. Þrátt fyrir öldrun þjóðar. Og þrátt fyrir að þessi liður eigi að vera grunnstoðin í umönnun eldra fólks og draga úr þörf fyrir uppbyggingu á hjúkrunarrýmum. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni um eflingu heimahjúkrunar. Þá halda framlög til heimahjúkrunar ekki í við verðbólgu samkvæmt nýbirtum fjárlögum fyrir árið 2024. Ég stóð fyrir sérstakri umræðu um þessi mál á Alþingi í gær. „Mér finnst við undanfarin tíu ár alltaf vera að tala um sömu hlutina,“ sagði einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins af því tilefni og lagði svo áherslu á mikilvægi aukinnar heimahjúkrunar. Nú þarf að tala minna og gera meira. Brotakennd öldrunarþjónusta einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins Samfylkingin stóð fyrir hátt í 40 opnum fundum um heilbrigðis- og öldrunarmál með almenningi um land allt síðasta vor — og öðru eins af fundum á vinnustöðum, með fólki af gólfinu og sérfræðingum um heilbrigðiskerfið. Eitt af því sem stendur upp úr eftir öll fundahöldin er að brotakennd þjónusta við eldra fólk er án vafa einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Eða eins og kona sem mætti á opinn fund í Reykjavík orðaði þetta: „Ég tala bæði sem læknir og ekki síður sem notandi og aðstandandi. Þið vitið öll hvernig talað er um Landspítalann — en að mínu mati liggur mesti vandinn ekki þar heldur í brotakenndri þjónustu við aldraða.“ Hluti ástæðunnar er að það sem er vanrækt í öldrunarþjónustu leiðir til ótímabærra innlagna eldra fólks á bráðamóttöku. Svo er fólk geymt á sjúkrahúsgöngunum vegna skorts á hjúkrunarrýmum og heimahjúkrun. En gróflega áætlað er kostnaður við legu á sjúkrahúsi hátt í 70 milljónir króna á ári, nær 17 milljónum fyrir hjúkrunarrými en undir 3 milljónum þegar heimaþjónusta dugar til. Þannig er ljóst að uppbygging hjúkrunarrýma og fjárfesting í heimahjúkrun gæti dregið verulega úr kostnaði og álagi í heilbrigðiskerfinu. Fjárlögin afhjúpa þau Þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur í ljós að það er ekki mikið á bakvið fögur fyrirheit um fjölgun hjúkrunarrýma og eflingu heimahjúkrunar. Fólk sér í gegnum svona stjórnmál. Og fólk veit að það þarf fjármagn til að taka örugg skref í stórum málaflokkum á borð við heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Fólk skilur líka að stundum getur meðvituð ákvörðun um fjárfestingu leitt til aukinna útgjalda til skamms tíma en komið í veg fyrir ómeðvitaðan og illviðráðanlegan útgjaldavöxt til lengri tíma. Þetta á vel við þegar kemur að því að bæta úr brotakenndri þjónustu við aldraða. Það þarf þjóðarátak í umönnun eldra fólks á Íslandi. Við þurfum að lyfta þessum málaflokki á hærra plan. Fyrst og fremst snýst það um virðingu fyrir fólki og að Íslandi standi undir nafni sem velferðarsamfélag. Samfylkingin mun kynna Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum seinna í þessum mánuði; fimm þjóðarmarkmið og verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn til að ná settu marki. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Orð eru ódýr. Peningar hreyfa heiminn. Þessir frasar eru beinþýddir úr ensku en skiljast ósköp vel á íslensku. Á Íslandi situr ríkisstjórn sem notar gjarnan stór orð um fyrirætlanir sínar. En þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun til að kanna hvað býr þar að baki þá finnst ekkert fjármagn. Ekkert fjármagn fyrir fjölgun hjúkrunarrýma Ríkisstjórnin hefur boðað byggingu 394 hjúkrunarrýma á næstu 5 árum. Það myndi ekki duga til að taka á núverandi biðlista og vegna öldrunar þjóðar má reikna með að þörfin verði helmingi meiri árið 2028. En látum það liggja á milli hluta — stóra spurningin snýr að rekstri þessara rýma. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni má gera ráð fyrir að rekstrarkostnaður við þessi 394 hjúkrunarrými yrði 6,8 milljarðar króna á ári. En í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki tekið frá fjármagn til að mæta þessum kostnaði. Fjölgun hjúkrunarrýma er því ekki fjármögnuð. Fjármagn til heimahjúkrunar óhreyft þrátt fyrir öldrun þjóðar Þegar bent er á að áætlanir ríkisstjórnarinnar um fjölgun hjúkrunarrýma séu hvorki fullnægjandi né fjármagnaðar þá er vísað til þess að lausnin felist hvort eð er í aukinni heimahjúkrun. Það er rétt að hluta — en það er líka búið að tala um þetta árum saman núna. Staðreyndin er hins vegar sú að fjármagn til heimahjúkrunar hefur staðið óhreyft í 14 ár sem hlutfall af landsframleiðslu — eða frá árinu 2009. Þrátt fyrir öldrun þjóðar. Og þrátt fyrir að þessi liður eigi að vera grunnstoðin í umönnun eldra fólks og draga úr þörf fyrir uppbyggingu á hjúkrunarrýmum. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni um eflingu heimahjúkrunar. Þá halda framlög til heimahjúkrunar ekki í við verðbólgu samkvæmt nýbirtum fjárlögum fyrir árið 2024. Ég stóð fyrir sérstakri umræðu um þessi mál á Alþingi í gær. „Mér finnst við undanfarin tíu ár alltaf vera að tala um sömu hlutina,“ sagði einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins af því tilefni og lagði svo áherslu á mikilvægi aukinnar heimahjúkrunar. Nú þarf að tala minna og gera meira. Brotakennd öldrunarþjónusta einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins Samfylkingin stóð fyrir hátt í 40 opnum fundum um heilbrigðis- og öldrunarmál með almenningi um land allt síðasta vor — og öðru eins af fundum á vinnustöðum, með fólki af gólfinu og sérfræðingum um heilbrigðiskerfið. Eitt af því sem stendur upp úr eftir öll fundahöldin er að brotakennd þjónusta við eldra fólk er án vafa einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Eða eins og kona sem mætti á opinn fund í Reykjavík orðaði þetta: „Ég tala bæði sem læknir og ekki síður sem notandi og aðstandandi. Þið vitið öll hvernig talað er um Landspítalann — en að mínu mati liggur mesti vandinn ekki þar heldur í brotakenndri þjónustu við aldraða.“ Hluti ástæðunnar er að það sem er vanrækt í öldrunarþjónustu leiðir til ótímabærra innlagna eldra fólks á bráðamóttöku. Svo er fólk geymt á sjúkrahúsgöngunum vegna skorts á hjúkrunarrýmum og heimahjúkrun. En gróflega áætlað er kostnaður við legu á sjúkrahúsi hátt í 70 milljónir króna á ári, nær 17 milljónum fyrir hjúkrunarrými en undir 3 milljónum þegar heimaþjónusta dugar til. Þannig er ljóst að uppbygging hjúkrunarrýma og fjárfesting í heimahjúkrun gæti dregið verulega úr kostnaði og álagi í heilbrigðiskerfinu. Fjárlögin afhjúpa þau Þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur í ljós að það er ekki mikið á bakvið fögur fyrirheit um fjölgun hjúkrunarrýma og eflingu heimahjúkrunar. Fólk sér í gegnum svona stjórnmál. Og fólk veit að það þarf fjármagn til að taka örugg skref í stórum málaflokkum á borð við heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Fólk skilur líka að stundum getur meðvituð ákvörðun um fjárfestingu leitt til aukinna útgjalda til skamms tíma en komið í veg fyrir ómeðvitaðan og illviðráðanlegan útgjaldavöxt til lengri tíma. Þetta á vel við þegar kemur að því að bæta úr brotakenndri þjónustu við aldraða. Það þarf þjóðarátak í umönnun eldra fólks á Íslandi. Við þurfum að lyfta þessum málaflokki á hærra plan. Fyrst og fremst snýst það um virðingu fyrir fólki og að Íslandi standi undir nafni sem velferðarsamfélag. Samfylkingin mun kynna Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum seinna í þessum mánuði; fimm þjóðarmarkmið og verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn til að ná settu marki. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun