Ekki meinlaus heldur hatursfull orðræða Anna Lilja Björnsdóttir og Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifa 22. september 2023 14:01 Nýlega hófst fjórði og síðasti hluti vitundarvakningar Jafnréttisstofu, Meinlaust, í samstarfi við félagasamtökin Hennar rödd. Vitundarvakningunni er að þessu sinni ætlað að sýna birtingarmyndir þeirrar öráreitni sem konur af erlendum uppruna verða fyrir í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir afleiðingunum. Í vitundarvakningunni eru raunverulegar frásagnir kvenna af erlendum uppruna á Íslandi endursagðar í formi myndasagna. Í sögunum sést lítið brot af þeirri öráreitni sem konurnar verða fyrir, sem getur haft skaðleg, varanleg og hættuleg áhrif. Viðbrögðin við fjórða hluta Meinlaust hafa ekki látið á sér standa og aldrei hefur borið jafn mikið á hatursorðræðu og fordómum meðan á vitundarvakningunni hefur staðið, sem sýnir mikilvægi umræðunnar og varpar ljósi á vandamálið. Mörg ummælanna við myndasögurnar hafa borið merki haturorðræðu, þau eru niðurlægjandi og meiðandi og hafa jafnvel valdið kvíða og hræðslu. Rannsóknir hafa sýnt að hatursorðræða getur einnig leitt til þunglyndis, lélegrar sjálfsmyndar, svefnvandamála og einbeitingarskorts. Þau sem verða fyrir henni þurfa jafnvel að draga sig úr aðstæðum vegna álagsins sem henni fylgir, t.d. opinberri umræðu og þátttöku í félagastarfi. Þegar hatursorðræða er endurtekin þá er hún jarðvegur fordóma sem geta varað lengi. Þannig viðhelst útskúfunin, jaðarsetningin og niðurlægingin sem í verstu tilfellunum festir rætur og viðhorfin gagnvart hópunum verða almenn og viðurkennd. Rétt er að geta þess að mörg viðbragðanna hafa einnig verið mjög góð þar sem fólk hefur speglað sína eigin hegðun í myndunum og opnað augun fyrir því að sumt sem virkar í fyrstu meinlaust, jafnvel hrós eða góðlátleg athugasemd, getur verið skaðlegt fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum og flokkast sem öráreitni. Þannig getur hver athöfn, umhverfisþáttur eða athugasemd sem er ef til vill ekki stórvægileg ein og sér aukið álagið á hópinn og gert jaðarstöðuna áþreifanlega. Sá fjöldi neikvæðra viðbragða núna þar sem kynþáttafordómar leka upp á yfirborðið í athugasemdum við myndirnar sem eru byggðar á sönnum frásögnum hafa komið aðstandendum Meinlaust á óvart. Þegar hatursorðræða verður slík að hún yfirtekur tjáningarfrelsið þá er lýðræðið í hættu. Í góðu og heilbrigðu lýðræðislegu samfélagi þurfa margar fjölbreyttar raddir að heyrast. Það breytist ekkert ef við lokum augunum fyrir hatri, fordómum og öráreitni. Opnum augun og stöndum saman! Höfundar eru sérfræðingar á Jafnréttisstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Nýlega hófst fjórði og síðasti hluti vitundarvakningar Jafnréttisstofu, Meinlaust, í samstarfi við félagasamtökin Hennar rödd. Vitundarvakningunni er að þessu sinni ætlað að sýna birtingarmyndir þeirrar öráreitni sem konur af erlendum uppruna verða fyrir í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir afleiðingunum. Í vitundarvakningunni eru raunverulegar frásagnir kvenna af erlendum uppruna á Íslandi endursagðar í formi myndasagna. Í sögunum sést lítið brot af þeirri öráreitni sem konurnar verða fyrir, sem getur haft skaðleg, varanleg og hættuleg áhrif. Viðbrögðin við fjórða hluta Meinlaust hafa ekki látið á sér standa og aldrei hefur borið jafn mikið á hatursorðræðu og fordómum meðan á vitundarvakningunni hefur staðið, sem sýnir mikilvægi umræðunnar og varpar ljósi á vandamálið. Mörg ummælanna við myndasögurnar hafa borið merki haturorðræðu, þau eru niðurlægjandi og meiðandi og hafa jafnvel valdið kvíða og hræðslu. Rannsóknir hafa sýnt að hatursorðræða getur einnig leitt til þunglyndis, lélegrar sjálfsmyndar, svefnvandamála og einbeitingarskorts. Þau sem verða fyrir henni þurfa jafnvel að draga sig úr aðstæðum vegna álagsins sem henni fylgir, t.d. opinberri umræðu og þátttöku í félagastarfi. Þegar hatursorðræða er endurtekin þá er hún jarðvegur fordóma sem geta varað lengi. Þannig viðhelst útskúfunin, jaðarsetningin og niðurlægingin sem í verstu tilfellunum festir rætur og viðhorfin gagnvart hópunum verða almenn og viðurkennd. Rétt er að geta þess að mörg viðbragðanna hafa einnig verið mjög góð þar sem fólk hefur speglað sína eigin hegðun í myndunum og opnað augun fyrir því að sumt sem virkar í fyrstu meinlaust, jafnvel hrós eða góðlátleg athugasemd, getur verið skaðlegt fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum og flokkast sem öráreitni. Þannig getur hver athöfn, umhverfisþáttur eða athugasemd sem er ef til vill ekki stórvægileg ein og sér aukið álagið á hópinn og gert jaðarstöðuna áþreifanlega. Sá fjöldi neikvæðra viðbragða núna þar sem kynþáttafordómar leka upp á yfirborðið í athugasemdum við myndirnar sem eru byggðar á sönnum frásögnum hafa komið aðstandendum Meinlaust á óvart. Þegar hatursorðræða verður slík að hún yfirtekur tjáningarfrelsið þá er lýðræðið í hættu. Í góðu og heilbrigðu lýðræðislegu samfélagi þurfa margar fjölbreyttar raddir að heyrast. Það breytist ekkert ef við lokum augunum fyrir hatri, fordómum og öráreitni. Opnum augun og stöndum saman! Höfundar eru sérfræðingar á Jafnréttisstofu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun