„Það skiptir engu máli hvar verkefnin eru unnin“ Lovísa Arnardóttir skrifar 22. september 2023 23:15 Kristín segir tíðindi dagsins afar ánægjuleg fyrir starfsfólk sýslumannsembættanna um land allt. Vísir/Ívar Dómsmálaráðherra tilkynnti í dag að hún myndi ekki leggja fram frumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna á þessu þingi við mikinn fögnuð viðstaddra. Formaður sýslumannaráðs segir ákvörðun ráðherra mikið gleðiefni. Formaður sýslumannaráðs, Kristín Þórðardóttir segir ákvörðun dómsmálaráðherra viðurkenningu á þeirri vegferð sem sýslumannsembættin hafa verið á síðustu misseri, sérstaklega í innleiðingu stafrænnar þjónustu. Fagnaðarlætin má sjá í klippunni að neðan. „Þetta eru virkilega góðar fréttir fyrir sýslumenn, og starfsfólk embættanna. Þetta er líka mikil viðurkenning á þeirri vegferð sem við höfum verið í síðustu ár og þeim árangri sem við höfum náð í aukningu á stafrænni þjónustu. Það er ánægjulegt að sjá hverjar áherslu ráðherra eru í málefnum sýslumanna. Við erum almennt viðurkennd sem leiðandi í stafrænni opinberri þjónustu og ætlum að fara enn lengra í þeirri vegferð,“ segir Kristín og að þá eigi ekki að skipta máli hvort fólk sé að mæta á staðinn eða sækja þjónustuna á netinu. Dómsmálaráðherra tekur nú frumvarpið aftur inn í ráðuneytið og fer betur yfir það í samráði við sýslumannsembættin. Með það að markmiði að auka enn meir stafræna þjónustu, samræma hana og tryggja sambærilegt aðgengi um land allt. Stefnan er að landið sé allt eitt þjónustusvæði og umdæmismörkin þannig afmáð. Formaður sýslumannaráðs segir það lykilatriði í verkefninu. „Það er grundvallarmunur á því að sameina embættin í eitt embætti eða að má út umdæmamörkin. Við erum að tala um að má út þessi þjónustusvæði þannig þjónustan sé óháð staðsetningu. Það skiptir engu máli hvar verkefnin eru unnin. Ef þú sækir um stafrænt eða á næstu starfsstöð. Þú gerir það í Kópavogi en verkefnið er unnið á Höfn í Hornafirði,“ segir Kristín og fagnar þeirri þróun að horft sé á embættin sem þjónustuembætti og að umdæmamörkin ráði ekki sé grundvallaratriði í málinu. Guðrún tekur nú frumvarpið aftur inn í ráðuneytið en heldur endurskipulagningu áfram. Vísir/Ívar Kristín er sýslumaður á Suðurlandi og segir hennar embætti hafa tekið stóran þátt í því að innleiða stafræna þjónustu. Það sé mikið að gera um þessar mundir en að í framtíðinni sjái hún fram á að aukin stafræn þjónustu veiti þeim meira svigrúm til að bæta við sig fleiri verkefnum. „Ég hef alla trú á því að sýslumannsembættin hafi alla burði til að verða þjónustumiðja ríkisins í héraði áður en langt um líður.“ Kristín segir frumvarp Jóns Gunnarssonar hafa verið frekar neikvætt innlegg í vinnu sýslumanna. „Þetta var frekar neikvætt innlegg í umræðuna og kannski helst var þetta neikvætt fyrir það starfsfólk sem hafði lagt mikið af mörkum við að innleiða stafræna þjónustu. Þessi tíðndi dagdsins eru virkilega jákvæð og ég er viss um að þu munu efla okkur mikinn baráttuhug brjóst og til allra dáða í þessum efnum.“ Innheimta meðlags til sýslumanns Eitt af þeim verkefnum sem nú er verið að vinna að því að flytja til sýslumannsembættisins á Norðurlandi vestra er verkefni innheimtustofnunar sveitarfélaga. Þar er dæmi um verkefni sem verður þjónustað á landsbyggð en gagnast öllu landinu. Birna Ágústsdóttir, sýslumaður á Norðurlandi vestra, segir starfsfólk á fullu að innleiða verkefnið en gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi um áramót. „Við erum núna á undirbúningstíma og það eru allir á hlaupum að koma því við að ekki verði rof á þjónustu,“ segir hún og að breytingin leggist vel í hana. Birna er spennt að taka við nýju verkefni frá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Vísir/Ívar Hún segir stærstu breytinguna við tilfærslu verkefnisins að innheimta meðlaga fer frá sveitarfélögum og til ríkis. „Breytingin gagnvart einstaklingum verður ekki mikil. Það er annar aðili sem annast innheimtuna en innheimtuaðferðirnar og lagaumgjörðin verður sá sami.“ Hún segir verkefnið eiga mikla samlegð við önnur verkefni embættisins en það fer með innheimtu sekta og sakarkostnaðar á landsvísu. „Það bætist því við það verkefni og við erum mjög spennt að taka við þessu stóra verkefni.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Formaður sýslumannaráðs, Kristín Þórðardóttir segir ákvörðun dómsmálaráðherra viðurkenningu á þeirri vegferð sem sýslumannsembættin hafa verið á síðustu misseri, sérstaklega í innleiðingu stafrænnar þjónustu. Fagnaðarlætin má sjá í klippunni að neðan. „Þetta eru virkilega góðar fréttir fyrir sýslumenn, og starfsfólk embættanna. Þetta er líka mikil viðurkenning á þeirri vegferð sem við höfum verið í síðustu ár og þeim árangri sem við höfum náð í aukningu á stafrænni þjónustu. Það er ánægjulegt að sjá hverjar áherslu ráðherra eru í málefnum sýslumanna. Við erum almennt viðurkennd sem leiðandi í stafrænni opinberri þjónustu og ætlum að fara enn lengra í þeirri vegferð,“ segir Kristín og að þá eigi ekki að skipta máli hvort fólk sé að mæta á staðinn eða sækja þjónustuna á netinu. Dómsmálaráðherra tekur nú frumvarpið aftur inn í ráðuneytið og fer betur yfir það í samráði við sýslumannsembættin. Með það að markmiði að auka enn meir stafræna þjónustu, samræma hana og tryggja sambærilegt aðgengi um land allt. Stefnan er að landið sé allt eitt þjónustusvæði og umdæmismörkin þannig afmáð. Formaður sýslumannaráðs segir það lykilatriði í verkefninu. „Það er grundvallarmunur á því að sameina embættin í eitt embætti eða að má út umdæmamörkin. Við erum að tala um að má út þessi þjónustusvæði þannig þjónustan sé óháð staðsetningu. Það skiptir engu máli hvar verkefnin eru unnin. Ef þú sækir um stafrænt eða á næstu starfsstöð. Þú gerir það í Kópavogi en verkefnið er unnið á Höfn í Hornafirði,“ segir Kristín og fagnar þeirri þróun að horft sé á embættin sem þjónustuembætti og að umdæmamörkin ráði ekki sé grundvallaratriði í málinu. Guðrún tekur nú frumvarpið aftur inn í ráðuneytið en heldur endurskipulagningu áfram. Vísir/Ívar Kristín er sýslumaður á Suðurlandi og segir hennar embætti hafa tekið stóran þátt í því að innleiða stafræna þjónustu. Það sé mikið að gera um þessar mundir en að í framtíðinni sjái hún fram á að aukin stafræn þjónustu veiti þeim meira svigrúm til að bæta við sig fleiri verkefnum. „Ég hef alla trú á því að sýslumannsembættin hafi alla burði til að verða þjónustumiðja ríkisins í héraði áður en langt um líður.“ Kristín segir frumvarp Jóns Gunnarssonar hafa verið frekar neikvætt innlegg í vinnu sýslumanna. „Þetta var frekar neikvætt innlegg í umræðuna og kannski helst var þetta neikvætt fyrir það starfsfólk sem hafði lagt mikið af mörkum við að innleiða stafræna þjónustu. Þessi tíðndi dagdsins eru virkilega jákvæð og ég er viss um að þu munu efla okkur mikinn baráttuhug brjóst og til allra dáða í þessum efnum.“ Innheimta meðlags til sýslumanns Eitt af þeim verkefnum sem nú er verið að vinna að því að flytja til sýslumannsembættisins á Norðurlandi vestra er verkefni innheimtustofnunar sveitarfélaga. Þar er dæmi um verkefni sem verður þjónustað á landsbyggð en gagnast öllu landinu. Birna Ágústsdóttir, sýslumaður á Norðurlandi vestra, segir starfsfólk á fullu að innleiða verkefnið en gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi um áramót. „Við erum núna á undirbúningstíma og það eru allir á hlaupum að koma því við að ekki verði rof á þjónustu,“ segir hún og að breytingin leggist vel í hana. Birna er spennt að taka við nýju verkefni frá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Vísir/Ívar Hún segir stærstu breytinguna við tilfærslu verkefnisins að innheimta meðlaga fer frá sveitarfélögum og til ríkis. „Breytingin gagnvart einstaklingum verður ekki mikil. Það er annar aðili sem annast innheimtuna en innheimtuaðferðirnar og lagaumgjörðin verður sá sami.“ Hún segir verkefnið eiga mikla samlegð við önnur verkefni embættisins en það fer með innheimtu sekta og sakarkostnaðar á landsvísu. „Það bætist því við það verkefni og við erum mjög spennt að taka við þessu stóra verkefni.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira