Vonast til að stofna landslið í götubolta Valur Páll Eiríksson skrifar 22. september 2023 23:31 Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sat þing FIBA í Manila. Vísir/Ívar Framkvæmdastjóri KKÍ segir götukörfubolta eða streetball hafa verið mikið til umræðu á nýafstöðnu ársþingi alþjóðakörfuknattleikssambandsins FIBA. Hann útilokar ekki að stofna landslið í greininni. Ársþing FIBA fór fram í síðasta mánuði samhliða heimsmeistaramóti karla í körfubolta í Manila í Filippseyjum. Hannes sat þingið fyrir hönd Körfuknattleikssambands Íslands og var á meðal kjöraðila sem kusu nýjan forseta sambandsins, Sjeikh Saud Ali Al Thani frá Katar. Hann er kjörinn til fjögurra ára og má ekki sinna stöðunni lengur en svo. Með þessu er stuðlað að betri starfsháttum og komið í veg fyrir einræðistilburði líkt og þekkjast í alþjóðasamböndum í næði handbolta og fótbolta til að mynda. „Það er þannig hjá FIBA að álfusamböndin skipta á milli sín forsetum á fjögurra ára fresti. Þannig að enginn forseti innan FIBA getur setið lengur en í fjögur ár,“ segir Hannes. Næsti forseti, sem kjörinn verður 2027, muni þá koma frá Eyjaálfu og sá næsti þar á eftir frá Evrópu árið 2031. „Þetta eru reglur sem voru settar fyrir allnokkru síðan og það er ákveðið regluverk í kringum þetta svo menn geta ekki setið endalaust (í stjórn). Menn eru kannski í stjórunni í fjögur til átta ár á undan og verða svo forsetar. Þetta eru tólf til sextán ár í mesta lagi sem einstaklingar eru í þessu,“ „En sem forseti er það bara fjögur ár og því er ávallt einhver breyting á stjórninni hjá FIBA World. Ég myndi halda upp á góða stjórnarhætti þá er þetta mjög gott,“ segir Hannes. Spennandi nýjungar Þrjú málefni stóðu upp úr á þinginu; veðmálastarfsemi, rafíþróttir og götubolti sem einnig er þekktur undir nafninu 3x3. Hannes segir KKÍ stefna að því að virkja sambandið betur á næstu misserum þegar kemur að bæði götuboltanum og rafíþróttunum. Algjörlega. Það er það sem okkur langar, bæði með 3x3 og rafíþróttirnar. En það sem við búum við er að okkur vantar allan mannafla í kringum þetta og að gera allt sem þarf að gera. Þetta er á döfinni hjá okkur og ég vona á næstu árum verðum við komin með einhverskonar 3x3 hjá okkur og rafíþróttir í kjölfarið. Þetta er mjög spennandi og nýjungar inn í íþróttirnar sem við vonandi getum tekið þátt í,“ segir Hannes. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Ársþing FIBA fór fram í síðasta mánuði samhliða heimsmeistaramóti karla í körfubolta í Manila í Filippseyjum. Hannes sat þingið fyrir hönd Körfuknattleikssambands Íslands og var á meðal kjöraðila sem kusu nýjan forseta sambandsins, Sjeikh Saud Ali Al Thani frá Katar. Hann er kjörinn til fjögurra ára og má ekki sinna stöðunni lengur en svo. Með þessu er stuðlað að betri starfsháttum og komið í veg fyrir einræðistilburði líkt og þekkjast í alþjóðasamböndum í næði handbolta og fótbolta til að mynda. „Það er þannig hjá FIBA að álfusamböndin skipta á milli sín forsetum á fjögurra ára fresti. Þannig að enginn forseti innan FIBA getur setið lengur en í fjögur ár,“ segir Hannes. Næsti forseti, sem kjörinn verður 2027, muni þá koma frá Eyjaálfu og sá næsti þar á eftir frá Evrópu árið 2031. „Þetta eru reglur sem voru settar fyrir allnokkru síðan og það er ákveðið regluverk í kringum þetta svo menn geta ekki setið endalaust (í stjórn). Menn eru kannski í stjórunni í fjögur til átta ár á undan og verða svo forsetar. Þetta eru tólf til sextán ár í mesta lagi sem einstaklingar eru í þessu,“ „En sem forseti er það bara fjögur ár og því er ávallt einhver breyting á stjórninni hjá FIBA World. Ég myndi halda upp á góða stjórnarhætti þá er þetta mjög gott,“ segir Hannes. Spennandi nýjungar Þrjú málefni stóðu upp úr á þinginu; veðmálastarfsemi, rafíþróttir og götubolti sem einnig er þekktur undir nafninu 3x3. Hannes segir KKÍ stefna að því að virkja sambandið betur á næstu misserum þegar kemur að bæði götuboltanum og rafíþróttunum. Algjörlega. Það er það sem okkur langar, bæði með 3x3 og rafíþróttirnar. En það sem við búum við er að okkur vantar allan mannafla í kringum þetta og að gera allt sem þarf að gera. Þetta er á döfinni hjá okkur og ég vona á næstu árum verðum við komin með einhverskonar 3x3 hjá okkur og rafíþróttir í kjölfarið. Þetta er mjög spennandi og nýjungar inn í íþróttirnar sem við vonandi getum tekið þátt í,“ segir Hannes. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum