Vogar vilja ræða sameiningu og hin sveitarfélögin jákvæð Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. september 2023 21:07 Bæjarstjórn sveitarfélagsins Voga. Vogar Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög til að ræða mögulega sameiningarkosti. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar hafa tekið vel í frumkvæði Vogamanna. Víkurfréttir greindu fyrst frá og í samtali við miðilinn sagði Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri, að ákvörðun bæjarráðs væri rökrétt framhald af þeirri vinnu sem fram fór á síðasta kjörtímabili. Gunnar Axel Axelsson er bæjarstjóri Voga.Sigurjón Ólason Það væri sjálfsagt að fulltrúar sveitarfélaganna ræði um sameiginleg málefni og framtíðarþróun svæðisins. Aðspurður hvort sameining efldi svæðið sagði Gunnar að það mætti örugglega færa mjög góð rök fyrir því að sameinuð myndu sveitarfélögin hafa talsvert meiri slagkraft og sömuleiðis svæðið sem slíkt. Hins vegar væru eflaust jafnmörg rök í hina áttina. Hin sveitarfélögin jákvæð fyrir frumkvæðinu Á fimmtudag greindu Víkurfréttir svo frá því að bæjarstjórar bæði Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar tækju jákvætt í frumkvæði Vogamanna um að skoða frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Bæjarstjóri Grindvíkinga sagði að heimsókn Vogamanna yrði vel tekið en það væri ekki mikill sameiningartónn í Grindvíkingum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Vísir/Egill „Við tökum vel í hugmyndina og erum tilbúin í viðræður. Þetta hlýtur að vera framtíðin, þetta mun gerast með einum eða öðrum hætti en vissulega þar að vanda þetta mjög vel. Það er ljóst að það má spara verulega bæði tíma og peninga, í yfirstjórn og samstarfi sveitarfélaganna, íbúunum til heilla,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Þess ber að geta að Reykjanesbær varð til með sameiningu Keflavíkurbæjar, Njarðvíkurbæjar og Hafna árið 1994. Suðurnesjabær varð til þegar sveitarfélögin Garður og Sandgerði sameinuðust í lok árs 2017. Þá sagðist Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, ekki eiga von á öðru en að Suðurnesjabær væri tilbúinn til viðræðna án þess að það fæli í sér fyrir fram gefna afstöðu til sameiningar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur sagðist eiga von á formlegu erindi frá Vogamönnum og að sveitarfélagið myndi örugglega taka vel í hittinginn. Hins vegar sagði hann að það væri ekki meiri sameiningartónn í íbúum Grindavíkur en hefur áður verið. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að viðbragðsaðilar séu undirbúnir ef það skildi byrja að gjósa.Vísir/Arnar Vogar Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira
Víkurfréttir greindu fyrst frá og í samtali við miðilinn sagði Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri, að ákvörðun bæjarráðs væri rökrétt framhald af þeirri vinnu sem fram fór á síðasta kjörtímabili. Gunnar Axel Axelsson er bæjarstjóri Voga.Sigurjón Ólason Það væri sjálfsagt að fulltrúar sveitarfélaganna ræði um sameiginleg málefni og framtíðarþróun svæðisins. Aðspurður hvort sameining efldi svæðið sagði Gunnar að það mætti örugglega færa mjög góð rök fyrir því að sameinuð myndu sveitarfélögin hafa talsvert meiri slagkraft og sömuleiðis svæðið sem slíkt. Hins vegar væru eflaust jafnmörg rök í hina áttina. Hin sveitarfélögin jákvæð fyrir frumkvæðinu Á fimmtudag greindu Víkurfréttir svo frá því að bæjarstjórar bæði Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar tækju jákvætt í frumkvæði Vogamanna um að skoða frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Bæjarstjóri Grindvíkinga sagði að heimsókn Vogamanna yrði vel tekið en það væri ekki mikill sameiningartónn í Grindvíkingum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Vísir/Egill „Við tökum vel í hugmyndina og erum tilbúin í viðræður. Þetta hlýtur að vera framtíðin, þetta mun gerast með einum eða öðrum hætti en vissulega þar að vanda þetta mjög vel. Það er ljóst að það má spara verulega bæði tíma og peninga, í yfirstjórn og samstarfi sveitarfélaganna, íbúunum til heilla,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Þess ber að geta að Reykjanesbær varð til með sameiningu Keflavíkurbæjar, Njarðvíkurbæjar og Hafna árið 1994. Suðurnesjabær varð til þegar sveitarfélögin Garður og Sandgerði sameinuðust í lok árs 2017. Þá sagðist Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, ekki eiga von á öðru en að Suðurnesjabær væri tilbúinn til viðræðna án þess að það fæli í sér fyrir fram gefna afstöðu til sameiningar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur sagðist eiga von á formlegu erindi frá Vogamönnum og að sveitarfélagið myndi örugglega taka vel í hittinginn. Hins vegar sagði hann að það væri ekki meiri sameiningartónn í íbúum Grindavíkur en hefur áður verið. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að viðbragðsaðilar séu undirbúnir ef það skildi byrja að gjósa.Vísir/Arnar
Vogar Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira