Lilja Hrönn kjörin forseti Ungs jafnaðarfólks Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. september 2023 21:34 Lilja Hrönn var kjörin forseti Ungs jafnaðarfólks í dag. Aðsent Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, 22 ára laganemi og nemi í sjávarútvegsfræði var kjörin forseti Ungs Jafnaðarfólks í dag. Hún tekur við af Arnóri Heiðari Benónýssyni, kennaranema, sem hefur gegnt embættinu undanfarið ár. Landsþing Ungs jafnaðarfólk var haldið í höfuðstöðvum Samfylkingarinnar, Hallveigarstíg 1, í dag. Kosið var um forseta Ungra Jafnaðarmann og í bæði framkvæmdastjórn og miðstjórn ungliðahreyfingarinnar. „Næstu misseri hjá Ungu jafnaðarfólki verða spennandi, bæði vegna ástandsins í stjórnmálum á Íslandi og aukins áhuga ungs fólks á jafnaðarstefnunni. Stjórnleysi ríkisstjórnarinnar, sem UJ hefur margoft bent á, eykur hvorki traust ungs fólks á stjórnmálum né skilar neinum árangri í átt að bættu samfélagi. Bakslagið í mannréttindabaráttu undanfarið er sláandi og mun ég einblína á að Ungt jafnaðarfólk haldi áfram að beita sér fyrir þessum kjarnamálum jafnaðarstefnunnar og að UJ sé aðhald við ríkjandi öfl og flokkinn okkar,“ sagði Lilja í tilefni kjörsins. Lilja Hrönn, nýkjörinn forseti UJ, ásamt Arnóri Ben, fráfarandi forseta.Aðsent Mikilvægt að hjartað gleymist ekki í pólitíkinni Á landsþinginu voru veitt félagshyggjuverðlaun Ungs jafnaðarfólks árið 2023 en Helga Vala Helgadóttir hlaut þau. Helga Vala sagði að sér þætti einstaklega vænt um að fá verðlaunin enda liti hún svo á að UJ væri samviska flokksins – „hjartað sem er svo mikilvægt að gleymist ekki í pólitíkinni“. Helga Vala hlaut félagshyggjuverðlaun UJ árið 2023.Aðsent Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar sat fyrir svörum undir liðnum „Jói í hitasætinu“ þar sem hann var spurður krefjandi spurninga úr sal, meðal annars út í mögulegt ríkisstjórnarsamstarf við mismunandi flokka og hvernig flokkurinn hyggst brjótast út úr bergmálshellinum. Í framkvæmdastjórn UJ voru kjörin: Ármann Leifsson; Brynjar Bragi Einarsson, framhaldsskólafulltrúi; Gunnar Örn Stephensen; Jóhannes Óli Sveinsson; Kolbrún Lára Kjartansdóttir; Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, forseti; Soffía Svanhvít Árnadóttir og Una María Óðinsdóttir. Í miðstjórn UJ voru kjörin: Agla Arnars Katrínardóttir, Aldís Mjöll Geirsdóttir, Arnór Heiðar Benónýsson, Auður Brynjólfsdóttir, Elmar Atli Arnarsson, Gréta Dögg Þórisdóttir, Oddur Sigþór Hilmarsson, Óli Valur Pétursson, Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Sigurður Einarsson Mantyla, Stefán Pettersson og Þórhallur Valur Benónýsson. Samfylkingin Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Landsþing Ungs jafnaðarfólk var haldið í höfuðstöðvum Samfylkingarinnar, Hallveigarstíg 1, í dag. Kosið var um forseta Ungra Jafnaðarmann og í bæði framkvæmdastjórn og miðstjórn ungliðahreyfingarinnar. „Næstu misseri hjá Ungu jafnaðarfólki verða spennandi, bæði vegna ástandsins í stjórnmálum á Íslandi og aukins áhuga ungs fólks á jafnaðarstefnunni. Stjórnleysi ríkisstjórnarinnar, sem UJ hefur margoft bent á, eykur hvorki traust ungs fólks á stjórnmálum né skilar neinum árangri í átt að bættu samfélagi. Bakslagið í mannréttindabaráttu undanfarið er sláandi og mun ég einblína á að Ungt jafnaðarfólk haldi áfram að beita sér fyrir þessum kjarnamálum jafnaðarstefnunnar og að UJ sé aðhald við ríkjandi öfl og flokkinn okkar,“ sagði Lilja í tilefni kjörsins. Lilja Hrönn, nýkjörinn forseti UJ, ásamt Arnóri Ben, fráfarandi forseta.Aðsent Mikilvægt að hjartað gleymist ekki í pólitíkinni Á landsþinginu voru veitt félagshyggjuverðlaun Ungs jafnaðarfólks árið 2023 en Helga Vala Helgadóttir hlaut þau. Helga Vala sagði að sér þætti einstaklega vænt um að fá verðlaunin enda liti hún svo á að UJ væri samviska flokksins – „hjartað sem er svo mikilvægt að gleymist ekki í pólitíkinni“. Helga Vala hlaut félagshyggjuverðlaun UJ árið 2023.Aðsent Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar sat fyrir svörum undir liðnum „Jói í hitasætinu“ þar sem hann var spurður krefjandi spurninga úr sal, meðal annars út í mögulegt ríkisstjórnarsamstarf við mismunandi flokka og hvernig flokkurinn hyggst brjótast út úr bergmálshellinum. Í framkvæmdastjórn UJ voru kjörin: Ármann Leifsson; Brynjar Bragi Einarsson, framhaldsskólafulltrúi; Gunnar Örn Stephensen; Jóhannes Óli Sveinsson; Kolbrún Lára Kjartansdóttir; Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, forseti; Soffía Svanhvít Árnadóttir og Una María Óðinsdóttir. Í miðstjórn UJ voru kjörin: Agla Arnars Katrínardóttir, Aldís Mjöll Geirsdóttir, Arnór Heiðar Benónýsson, Auður Brynjólfsdóttir, Elmar Atli Arnarsson, Gréta Dögg Þórisdóttir, Oddur Sigþór Hilmarsson, Óli Valur Pétursson, Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Sigurður Einarsson Mantyla, Stefán Pettersson og Þórhallur Valur Benónýsson.
Samfylkingin Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira