Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað á slaginu 12. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum Bylgjunnar er rætt við Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóra Voga. Hann segir sveitarfélagið ekki útiloka mögulega sameiningu við neinn.

Nágrannasveitarfélögunum á Suðurnesjum verði sent formlegt erindi á næstu dögum um samtal en of snemmt sé að spá fyrir um það hvort samtalið muni leiða til breytinga.

Þá fjöllum við áfram um sjókvíaeldi sem mikill styr hefur staðið um. Framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga líkir mistökum Artic Fish við slysið í Chernobyl og segir að íslenska laxastofninum verði útrýmt í boði stjórnvalda verði ekkert gert.

Bæjarstjóri Hornafjarðar hefur miklar áhyggjur af öryggisinnviðum í sveitarfélaginu þegar ferðamenn eru annars vegar. Hann segir að heilbrigðis- og löggæslumál hafi ekki fylgt mikilli fjölgun ferðamanna í sveitarfélaginu.

Einnig verður rætt við eiganda verslunarinnar Bragabúð á Vopnafirði sem var endanlega skellt í lás í gær eftir að hafa veitt Vopnfirðingum þjónustu um rúmlega þrjátíu ára skeið.

Þá segjum við frá frægasta hundi Japans sem fagnar 100 ára afmæli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×