Bjóða aðstoð hersins eftir að 100 lögreglumenn leggja niður vopn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. september 2023 08:09 Lögregla virðist ósátt við að ákæra hafi verið gefin út eftir að óvopnaður borgari var skotinn til bana. epa/Andy Rain Breska varnarmálaráðuneytið hefur boðið löggæsluyfirvöldum í Lundúnum aðstoð hermanna eftir að fjöldi lögreglumanna í höfuðborginni skilaði inn skotvopnum sínum. Samkvæmt BBC eru vopnaðir lögreglumenn í borginni um það bil 2.500 en yfir hundrað hafa skilað inn skotvopnaleyfum sínum í mótmælaskyni eftir að lögreglumaður var ákærður fyrir að skjóta óvopnaðan mann til bana. Mark Rowley, yfirmaður Lundúnarlögreglunnar, hefur fagnað boðaðri rannsókn stjórnvalda á vopnaburði lögreglu og segir rétt að gera ríkar kröfur til lögreglu hvað þetta varðar. Hann segir regluverkið sem nú sé í gildi hins vegar grafa undan lögreglunni og að lögreglumenn þurfi að njóta aukinnar lagalegrar verndar. Umrætt atvik átti sér stað í september í fyrra en þá lést hinn 24 ára Chris Kaba eftir að lögreglumaður skaut á bifreið sem hann ók í Streatham í suðurhluta Lundúna. Kaba var byggingaverkamaður og tilvonandi faðir. Það kom seinna í ljós að umrædd bifreið, sem Kaba virðist hafa fengið lánaða, hafði verið tengd við lögreglumál frá deginum áður, þar sem skotvopn komu við sögu. Framgöngu lögreglu var harðlega mótmælt. Rowley hefur sagt að lögreglumenn þurfi að njóta nægrar verndar til að geta sinnt störfum sínum almennilega og að þegar upp komi atvik þar sem þeir hafa fari út fyrir mörk þurfi að ganga hraðar að rannsaka og gera upp mál. Innanríkisráðherrann Suella Braverman segir almenning reiða sig á vopnaða lögreglumenn til að tryggja öryggi þeirra og að umræddir lögreglumenn þurfi oft að taka ákvarðanir á augnabliki, við erfiðar kringumstæður. Hún segir lögregluna njóta fulls stuðnings ráðuneytisins. Lundúnarlögreglan hefur sagt að boð varnarmálaráðuneytisins verði aðeins þegið ef erfiðar aðstæður skapast og ljóst þyki að lögregla ráði ekki við ástandið. Eins og sakir standa njóti lögreglan í höfuðborginni stuðnings lögreglu í nágrannaumdæmum. Bretland Skotvopn Erlend sakamál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Samkvæmt BBC eru vopnaðir lögreglumenn í borginni um það bil 2.500 en yfir hundrað hafa skilað inn skotvopnaleyfum sínum í mótmælaskyni eftir að lögreglumaður var ákærður fyrir að skjóta óvopnaðan mann til bana. Mark Rowley, yfirmaður Lundúnarlögreglunnar, hefur fagnað boðaðri rannsókn stjórnvalda á vopnaburði lögreglu og segir rétt að gera ríkar kröfur til lögreglu hvað þetta varðar. Hann segir regluverkið sem nú sé í gildi hins vegar grafa undan lögreglunni og að lögreglumenn þurfi að njóta aukinnar lagalegrar verndar. Umrætt atvik átti sér stað í september í fyrra en þá lést hinn 24 ára Chris Kaba eftir að lögreglumaður skaut á bifreið sem hann ók í Streatham í suðurhluta Lundúna. Kaba var byggingaverkamaður og tilvonandi faðir. Það kom seinna í ljós að umrædd bifreið, sem Kaba virðist hafa fengið lánaða, hafði verið tengd við lögreglumál frá deginum áður, þar sem skotvopn komu við sögu. Framgöngu lögreglu var harðlega mótmælt. Rowley hefur sagt að lögreglumenn þurfi að njóta nægrar verndar til að geta sinnt störfum sínum almennilega og að þegar upp komi atvik þar sem þeir hafa fari út fyrir mörk þurfi að ganga hraðar að rannsaka og gera upp mál. Innanríkisráðherrann Suella Braverman segir almenning reiða sig á vopnaða lögreglumenn til að tryggja öryggi þeirra og að umræddir lögreglumenn þurfi oft að taka ákvarðanir á augnabliki, við erfiðar kringumstæður. Hún segir lögregluna njóta fulls stuðnings ráðuneytisins. Lundúnarlögreglan hefur sagt að boð varnarmálaráðuneytisins verði aðeins þegið ef erfiðar aðstæður skapast og ljóst þyki að lögregla ráði ekki við ástandið. Eins og sakir standa njóti lögreglan í höfuðborginni stuðnings lögreglu í nágrannaumdæmum.
Bretland Skotvopn Erlend sakamál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira