Ferðarisi að laumupúkast undir fölsku nafni Jón Ármann Steinsson skrifar 25. september 2023 14:00 Sunnudag í lok apríl í fyrra krullaði ég tærnar í sandfjöru suður í Króatíu. Síminn hringdi og forstjóri Kynnisferða var á línunni; „Sæll Jón. Viltu selja okkur firmanafnið ICELANDIA?” „Nei, það er ekki til sölu.” „Láttiggi sona, þú ert bara með ómerkilegan vatnsútflutning með ársreikning upp á eitt A4 blað og getur alveg notað annað nafn en ICELANDIA. Við veltum milljörðum! ICELANDIA er alltof stórt nafn fyrir smáfyrirtæki eins og ykkur.” Ég sagði eins og var að ég væri tregur til að selja firmanafnið.” „Ókei”, dæsti forstjórinn. „Þá kærum við vörumerkið þitt ICELANDIA til niðurfellingar. Hvað gerir þú ef þú átt ekkert vörumerki til að selja vatn - en það má alltaf draga kæruna til baka ef þið seljið okkur firmanafnið.” Ég var gáttaður: „Ertu að reyna að kúga mig til að selja firmanafnið?” „Nei, nei, þetta er bara bissness,” sagði forstjórinn. „Ýtrustu kröfur auðvitað af því við viljum eiga allt sem heitir ICELANDIA á Íslandi. Eigðu góðan dag.” Þá les ég á mbl.is að Kynnisferðir hafi skipt um firmanafn og héti nú ICELANDIA. Í firmaskrá var bara mitt fyrirtæki en á mbl.is stóð: „Sameining Kynnisferða og fjárfestingasjóðsins Eldeyjar var samþykkt af Samkeppniseftirlitinu fyrir ári síðan og nú hefur fyrirækið fengið nýtt heiti, ICELANDIA.” „Mikil reynsla einkennir nýtt stjórnendateymi ICELANDIA, samstæðu Reykjavík Excursions/Kynniferða, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is, Flybus, dráttarbílafyrirtækisins Garðakletts og umboðsaðila bílaleigunnar Enterprise Rent-a-Car.” „Stjórnarformaður ICELANDIA er Jón Benediktson.” „Framkvæmdastjóri ICELANDIA er Björn Ragnarsson fyrrum forstjóri Kynnisferða.” Vá! Hér er verið að tilkynna kjörna stjórn í fyrirtæki sem var ekki til í íslenskri firmaskrá! Næst rekst ég á fréttatilkynningu frá stjórnarráðinu um að Arnar Már Ólafsson hafi verið ráðinn ferðamálastjóri og að hann hafi verið leiðtogi markaðsmála hjá ICELANDIA. Ég sendi „forstjóra ICELANDIA” póst og spurði; Vann þessi maður hjá ykkur því ekki vann hann hjá mér? Svarið kom um hæl; Arnar Már starfaði hjá vörumerkinu ICELANDIA. Ég sendi til baka skjámynd af Hugverk.is sem sýndi að Kynnisferðir ættu engin ICELANDIA vörumerki. Næst snéri ég mér að ráðuneyti viðskipta og ferðamála, útskýrði málið og bað um að fréttatilkynningin yrði leiðrétt; inn með Kynnisferðir, út með ICELANDIA. Í barnaskap mínum hélt ég að ráðuneytið myndi bregðast snarlega við. Ljóst var að hæfisnefndin sem var ábyrg fyrir ráðningu æðsta embættismanns ferðamála hafði hlaupið á sig og auðvitað myndu þeir laga þá hrukku. En það var öðru nær. Erindi mitt týndist, fékk rangt málsnúmer, og var ekki svarað fyrr en umboðsmaður alþingis ýtti við því. Þá fann ráðuneytið upp óvænta ástæðu til að svara engu, og svo aðra ástæðu þegar þeirri fyrri var hnekkt, og við það situr. Ráðuneytið er í klípu útaf kennslarugli Kynnisferða og stjórnsýsluviðbrögðin eru humm og tja og svo þögnin ein. Meira um þögn eða þöggun. Kynnisferðamenn óðu af stað í „rebranding” árið 2022 án þess að eiga firmaheitið en gátu ekki bakkað nema líta út eins og amatörar í fyrirtækjarekstri. Hvorki starfsmenn né kúnnar fengu að vita sannleikann. Meira að segja einn stjórnenda Kynnisferða, Arnar Már, vissi ekki að fyrirtækið sem hann rebrandaði varð aldrei að ICELANDIA. Þess vegna setti hann nafnið í ferilskránna sína. Ef ég væri hluthafi í Kynnisferðum hf þá hefði ég fjárhagslega hagsmuni af því að laga þetta klúður og þannig endurheimta traust starfsmanna, viðskiptavina og almennings. Sama gildir um traust erlendra ferðamanna sem halda að ICELANDIA sé firmaheiti Kynnisferða. Ekki má gleyma Íslandsstofu sem kynnti ICELANDIA ötullega innan EU og BNA sem stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Íslands! Þar á bæ var engin áreiðanleikakönnun gerð frekar en í ráðuneytinu. Allir treystu fjölmiðlunum sem treystu stjórnarráðinu sem treysti ráðuneytinu sem treysti hæfisnefndinni sem yfirsást blekkingin. Svona gerist bara þegar landslög eru úr takt við veruleikann. Í siðmenntuðum löndum varðar “corporate identity theft” við hegningarlög, en á Íslandi telst kennslastuldur vera einkaréttarmál milli steluþjófs og fórnarlambs. Er ekki komið tilefni hér til að setja lög og reglur til að koma í veg fyrir að svona kennslamisferli endurtaki sig? Hvað segir ráðherra viðskipta, menningar og ferðamála um þá hugmynd? Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri ICELANDIA ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Sunnudag í lok apríl í fyrra krullaði ég tærnar í sandfjöru suður í Króatíu. Síminn hringdi og forstjóri Kynnisferða var á línunni; „Sæll Jón. Viltu selja okkur firmanafnið ICELANDIA?” „Nei, það er ekki til sölu.” „Láttiggi sona, þú ert bara með ómerkilegan vatnsútflutning með ársreikning upp á eitt A4 blað og getur alveg notað annað nafn en ICELANDIA. Við veltum milljörðum! ICELANDIA er alltof stórt nafn fyrir smáfyrirtæki eins og ykkur.” Ég sagði eins og var að ég væri tregur til að selja firmanafnið.” „Ókei”, dæsti forstjórinn. „Þá kærum við vörumerkið þitt ICELANDIA til niðurfellingar. Hvað gerir þú ef þú átt ekkert vörumerki til að selja vatn - en það má alltaf draga kæruna til baka ef þið seljið okkur firmanafnið.” Ég var gáttaður: „Ertu að reyna að kúga mig til að selja firmanafnið?” „Nei, nei, þetta er bara bissness,” sagði forstjórinn. „Ýtrustu kröfur auðvitað af því við viljum eiga allt sem heitir ICELANDIA á Íslandi. Eigðu góðan dag.” Þá les ég á mbl.is að Kynnisferðir hafi skipt um firmanafn og héti nú ICELANDIA. Í firmaskrá var bara mitt fyrirtæki en á mbl.is stóð: „Sameining Kynnisferða og fjárfestingasjóðsins Eldeyjar var samþykkt af Samkeppniseftirlitinu fyrir ári síðan og nú hefur fyrirækið fengið nýtt heiti, ICELANDIA.” „Mikil reynsla einkennir nýtt stjórnendateymi ICELANDIA, samstæðu Reykjavík Excursions/Kynniferða, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is, Flybus, dráttarbílafyrirtækisins Garðakletts og umboðsaðila bílaleigunnar Enterprise Rent-a-Car.” „Stjórnarformaður ICELANDIA er Jón Benediktson.” „Framkvæmdastjóri ICELANDIA er Björn Ragnarsson fyrrum forstjóri Kynnisferða.” Vá! Hér er verið að tilkynna kjörna stjórn í fyrirtæki sem var ekki til í íslenskri firmaskrá! Næst rekst ég á fréttatilkynningu frá stjórnarráðinu um að Arnar Már Ólafsson hafi verið ráðinn ferðamálastjóri og að hann hafi verið leiðtogi markaðsmála hjá ICELANDIA. Ég sendi „forstjóra ICELANDIA” póst og spurði; Vann þessi maður hjá ykkur því ekki vann hann hjá mér? Svarið kom um hæl; Arnar Már starfaði hjá vörumerkinu ICELANDIA. Ég sendi til baka skjámynd af Hugverk.is sem sýndi að Kynnisferðir ættu engin ICELANDIA vörumerki. Næst snéri ég mér að ráðuneyti viðskipta og ferðamála, útskýrði málið og bað um að fréttatilkynningin yrði leiðrétt; inn með Kynnisferðir, út með ICELANDIA. Í barnaskap mínum hélt ég að ráðuneytið myndi bregðast snarlega við. Ljóst var að hæfisnefndin sem var ábyrg fyrir ráðningu æðsta embættismanns ferðamála hafði hlaupið á sig og auðvitað myndu þeir laga þá hrukku. En það var öðru nær. Erindi mitt týndist, fékk rangt málsnúmer, og var ekki svarað fyrr en umboðsmaður alþingis ýtti við því. Þá fann ráðuneytið upp óvænta ástæðu til að svara engu, og svo aðra ástæðu þegar þeirri fyrri var hnekkt, og við það situr. Ráðuneytið er í klípu útaf kennslarugli Kynnisferða og stjórnsýsluviðbrögðin eru humm og tja og svo þögnin ein. Meira um þögn eða þöggun. Kynnisferðamenn óðu af stað í „rebranding” árið 2022 án þess að eiga firmaheitið en gátu ekki bakkað nema líta út eins og amatörar í fyrirtækjarekstri. Hvorki starfsmenn né kúnnar fengu að vita sannleikann. Meira að segja einn stjórnenda Kynnisferða, Arnar Már, vissi ekki að fyrirtækið sem hann rebrandaði varð aldrei að ICELANDIA. Þess vegna setti hann nafnið í ferilskránna sína. Ef ég væri hluthafi í Kynnisferðum hf þá hefði ég fjárhagslega hagsmuni af því að laga þetta klúður og þannig endurheimta traust starfsmanna, viðskiptavina og almennings. Sama gildir um traust erlendra ferðamanna sem halda að ICELANDIA sé firmaheiti Kynnisferða. Ekki má gleyma Íslandsstofu sem kynnti ICELANDIA ötullega innan EU og BNA sem stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Íslands! Þar á bæ var engin áreiðanleikakönnun gerð frekar en í ráðuneytinu. Allir treystu fjölmiðlunum sem treystu stjórnarráðinu sem treysti ráðuneytinu sem treysti hæfisnefndinni sem yfirsást blekkingin. Svona gerist bara þegar landslög eru úr takt við veruleikann. Í siðmenntuðum löndum varðar “corporate identity theft” við hegningarlög, en á Íslandi telst kennslastuldur vera einkaréttarmál milli steluþjófs og fórnarlambs. Er ekki komið tilefni hér til að setja lög og reglur til að koma í veg fyrir að svona kennslamisferli endurtaki sig? Hvað segir ráðherra viðskipta, menningar og ferðamála um þá hugmynd? Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri ICELANDIA ehf.
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun