Náði að fjarlægjast ástarsorgina með tónlistinni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. september 2023 07:01 Tónlistarkonan Lúpína ræddi við blaðamann um ástina og tónlistina og nýjasta lagið hennar Yfir skýin. Vísir/Vilhelm „Þetta lag fjallar um að komast út úr erfiðu tímabili og inn í nýjan kafla. Fyrsta platan mín var mjög mikið um ástarsorg og þetta lag er smávegis leiðin út úr því,“ segir tónlistarkonan Nína Solveig Andersen, jafnan þekkt sem Lúpína, um nýja lagið sitt Yfir skýin. Hér má sjá tónlistarmyndband við lagið: Klippa: Lúpína - yfir skýin Tók næsta lausa flug heim Lúpína gaf út sína fyrstu plötu, ringluð, í janúar á þessu ári og segir hún lífið hafa farið í mjög spennandi átt eftir útgáfuna. „Mér líður eins og ég sé búin að vera að finna mig í tónlistarbransanum. Ég hélt útgáfutónleika í Mengi í mars sem voru fyrstu Lúpínu tónleikarnir mínir. Það var svo gaman, ég var með kór og hljómborðsleikara með mér. Í kjölfarið er ég búin að fá nokkur gigg.“ Hún kom meðal annars fram í þætti Gísla Marteins á Rúv í febrúar sem hún segir hafa verið spennandi tækifæri. „Það var mjög fyndið því ég fékk skilaboð frá honum sex dögum fyrir þáttinn og þá var ég auðvitað í Noregi þar sem ég bý. Ég tók bara næsta flug til Íslands og byrjaði að æfa með kór og setja upp atriðið,“ segir Nína brosandi. Hún segir árið búið að vera mjög viðburðaríkt. „Sérstaklega í ljósi þess að ég er að taka fyrstu skrefin mín í þessum bransa.“ View this post on Instagram A post shared by lúpína / Nína (@lupina.is) Óöryggið óumflýjanlegt Platan fékk góðar viðtökur og er Lúpína með rúmlega 20 þúsund mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify. Aðspurð hvort sjálfstraustið hafi aukist með aukinni velgengni svarar hún: „Ég er búin að byggja upp smá sjálfstraust en samt ekkert alltof mikið. Það er alltaf eitthvað óöryggi þarna en reynslan gefur manni ótrúlega mikið og þá hef ég meira að byggja á. Ég er samt ennþá rosa mikið að finna mig í öllu. Ég held að það sé bara eitthvað sem fylgir manni alltaf.“ Lagið Yfir skýin varð til í vor og er samið af Lúpínu sjálfri ásamt góðum vini hennar Grími Einarssyni. „Við erum með stúdíó saman í Osló, hann er að pródúsera og ég skrifa og pródúsera með honum. Hugmyndin að laginu varð til á einu kvöldi en svo erum við búin að vera í marga mánuði að þróa þetta og halda áfram með það.“ View this post on Instagram A post shared by lúpína / Nína (@lupina.is) Stærðfræðivinkonur úr MH Þegar hugmyndin kviknaði að gera tónlistarmyndband hafði Lúpína svo samband við vinkonu sína Hönnu Huldu sem er að læra kvikmyndagerð í LHÍ. „Við vorum alltaf saman í stærðfræði í MH og vorum því fyrst stærðfræðivinkonur en svo þegar við fórum báðar að gera eitthvað kreatíft höfum við mikið rætt að gera eitthvað skemmtilegt saman. Ég sendi þetta lag á hana og eftir að hafa hlustað einu sinni var hún strax komin með hugmyndir að myndbandi við það.“ Í kjölfarið ákváðu þær að sameina krafta sína í sumar og Hanna setti saman hugmyndarheiminn fyrir tónlistarmyndbandið, sem samanstendur meðal annars af samsettum hópi dansara. Vinur þeirra Ernir Ómarsson tók myndbandið upp. „Þetta var samvinnuverkefni vina sem var gert á stuttum tíma með litlu budgeti en við létum það ganga,“ segir Nína og brosir. Hópur dansara er með Lúpínu í tónlistarmyndbandinu.Aðsend Hélt að ástarsorgin myndi aldrei fara Ástin er óumdeilanlega eitt vinsælasta viðfangsefnið í tónlistinni og sækir Lúpína gjarnan innblástur í hana. „Lagið fjallar um að komast út úr erfiðu tímabili og inn í nýjan kafla. Fyrsta platan mín var mjög mikið um ástarsorg og þetta lag er smávegis leiðin út úr því. Að finna fyrir því að maður sé kominn inn í nýtt tímabil. Það sem að ég hélt að myndi aldrei fara frá mér, einhver sorg og þyngd, er allt í einu farið án þess að ég taki almennilega eftir því og allt er orðið aðeins betra.“ Hún segir að tónlist sín endurspegli sannarlega raunveruleika sinn. „Mér líður þannig í alvöru lífi, allt er betra en auðvitað kemur þetta í bylgjum. En þegar ég skrifaði þetta þá var það rosalega mikið þannig. Ég náði að fjarlægjast ástarsorgina.“ Berskjöldun er óumflýjanleg þegar það kemur að því að semja persónulega texta og spyr blaðamaður hana því hvort það sé einhvern tíma erfitt að senda lögin frá sér. „Mér finnst alveg erfitt að senda frá mér lög sem eru einlæg og að einhverju leyti berskjaldandi. Ég reyni samt að hugsa eins lítið og ég get um það en þegar það kemur þá fæ ég einhvern svona kjánahroll og hugsa hvað er ég að gera? Það er erfitt að hugsa um fólk sem ég þekki sem er að hlusta og mynda sér skoðanir á einhverju sem er svona náið mér og ég vil ekki endilega að fólk hafi skoðun á mínum málum. Ég vil frekar að það hlusti bara, upplifi út frá sér og dæmi ekki,“ segir hún kímin og bætir við: „En þetta er bara eitt af því sem ég þarf að sætta mig við.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lag Lúpínu Tveir mismunandi heimar af plötunni ringluð: Hitaði upp fyrir Daða Frey og Ásgeir Trausta Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Lúpínu sem vinnur nú að nýrri plötu og stefnir á að gefa út nokkur lög fram að útgáfu. „Svo verð ég með nokkra tónleika, ég verð til dæmis í tónleikaseríu sem heitir Upprásin og er á vegum Hörpu og Rásar 2 í lok október. Ég var svo að spila sem upphitunaratriði bæði fyrir Ásgeir Trausta og Daða Frey í september. Ég spilaði í Osló með Daða og svo spilaði ég á Akureyri á Græna Hattinum með Ásgeiri. Það var ótrúlega gaman og mjög skemmtilegt tækifæri.“ Hún segist klárlega sjá fyrir sér að vinna og syngja með íslensku tónlistarfólki á komandi tímum. „Ég er mjög spennt fyrir því. Ég er með alls konar hugmyndir í gangi sem eru þó ekki komnar langt á leið.“ En hver ætli sé hennar drauma samstarfsaðili? „Ég á alveg fullt af þeim. Valdimar er sem dæmi mjög ofarlega á lista og Ásgeir líka, það væri algjör draumur. Svo eru það auðvitað Emiliana Torrini og Björk, ef mann má dreyma.“ Hér má hlusta á Lúpínu á streymisveitunni Spotify. Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndband við lagið: Klippa: Lúpína - yfir skýin Tók næsta lausa flug heim Lúpína gaf út sína fyrstu plötu, ringluð, í janúar á þessu ári og segir hún lífið hafa farið í mjög spennandi átt eftir útgáfuna. „Mér líður eins og ég sé búin að vera að finna mig í tónlistarbransanum. Ég hélt útgáfutónleika í Mengi í mars sem voru fyrstu Lúpínu tónleikarnir mínir. Það var svo gaman, ég var með kór og hljómborðsleikara með mér. Í kjölfarið er ég búin að fá nokkur gigg.“ Hún kom meðal annars fram í þætti Gísla Marteins á Rúv í febrúar sem hún segir hafa verið spennandi tækifæri. „Það var mjög fyndið því ég fékk skilaboð frá honum sex dögum fyrir þáttinn og þá var ég auðvitað í Noregi þar sem ég bý. Ég tók bara næsta flug til Íslands og byrjaði að æfa með kór og setja upp atriðið,“ segir Nína brosandi. Hún segir árið búið að vera mjög viðburðaríkt. „Sérstaklega í ljósi þess að ég er að taka fyrstu skrefin mín í þessum bransa.“ View this post on Instagram A post shared by lúpína / Nína (@lupina.is) Óöryggið óumflýjanlegt Platan fékk góðar viðtökur og er Lúpína með rúmlega 20 þúsund mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify. Aðspurð hvort sjálfstraustið hafi aukist með aukinni velgengni svarar hún: „Ég er búin að byggja upp smá sjálfstraust en samt ekkert alltof mikið. Það er alltaf eitthvað óöryggi þarna en reynslan gefur manni ótrúlega mikið og þá hef ég meira að byggja á. Ég er samt ennþá rosa mikið að finna mig í öllu. Ég held að það sé bara eitthvað sem fylgir manni alltaf.“ Lagið Yfir skýin varð til í vor og er samið af Lúpínu sjálfri ásamt góðum vini hennar Grími Einarssyni. „Við erum með stúdíó saman í Osló, hann er að pródúsera og ég skrifa og pródúsera með honum. Hugmyndin að laginu varð til á einu kvöldi en svo erum við búin að vera í marga mánuði að þróa þetta og halda áfram með það.“ View this post on Instagram A post shared by lúpína / Nína (@lupina.is) Stærðfræðivinkonur úr MH Þegar hugmyndin kviknaði að gera tónlistarmyndband hafði Lúpína svo samband við vinkonu sína Hönnu Huldu sem er að læra kvikmyndagerð í LHÍ. „Við vorum alltaf saman í stærðfræði í MH og vorum því fyrst stærðfræðivinkonur en svo þegar við fórum báðar að gera eitthvað kreatíft höfum við mikið rætt að gera eitthvað skemmtilegt saman. Ég sendi þetta lag á hana og eftir að hafa hlustað einu sinni var hún strax komin með hugmyndir að myndbandi við það.“ Í kjölfarið ákváðu þær að sameina krafta sína í sumar og Hanna setti saman hugmyndarheiminn fyrir tónlistarmyndbandið, sem samanstendur meðal annars af samsettum hópi dansara. Vinur þeirra Ernir Ómarsson tók myndbandið upp. „Þetta var samvinnuverkefni vina sem var gert á stuttum tíma með litlu budgeti en við létum það ganga,“ segir Nína og brosir. Hópur dansara er með Lúpínu í tónlistarmyndbandinu.Aðsend Hélt að ástarsorgin myndi aldrei fara Ástin er óumdeilanlega eitt vinsælasta viðfangsefnið í tónlistinni og sækir Lúpína gjarnan innblástur í hana. „Lagið fjallar um að komast út úr erfiðu tímabili og inn í nýjan kafla. Fyrsta platan mín var mjög mikið um ástarsorg og þetta lag er smávegis leiðin út úr því. Að finna fyrir því að maður sé kominn inn í nýtt tímabil. Það sem að ég hélt að myndi aldrei fara frá mér, einhver sorg og þyngd, er allt í einu farið án þess að ég taki almennilega eftir því og allt er orðið aðeins betra.“ Hún segir að tónlist sín endurspegli sannarlega raunveruleika sinn. „Mér líður þannig í alvöru lífi, allt er betra en auðvitað kemur þetta í bylgjum. En þegar ég skrifaði þetta þá var það rosalega mikið þannig. Ég náði að fjarlægjast ástarsorgina.“ Berskjöldun er óumflýjanleg þegar það kemur að því að semja persónulega texta og spyr blaðamaður hana því hvort það sé einhvern tíma erfitt að senda lögin frá sér. „Mér finnst alveg erfitt að senda frá mér lög sem eru einlæg og að einhverju leyti berskjaldandi. Ég reyni samt að hugsa eins lítið og ég get um það en þegar það kemur þá fæ ég einhvern svona kjánahroll og hugsa hvað er ég að gera? Það er erfitt að hugsa um fólk sem ég þekki sem er að hlusta og mynda sér skoðanir á einhverju sem er svona náið mér og ég vil ekki endilega að fólk hafi skoðun á mínum málum. Ég vil frekar að það hlusti bara, upplifi út frá sér og dæmi ekki,“ segir hún kímin og bætir við: „En þetta er bara eitt af því sem ég þarf að sætta mig við.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lag Lúpínu Tveir mismunandi heimar af plötunni ringluð: Hitaði upp fyrir Daða Frey og Ásgeir Trausta Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Lúpínu sem vinnur nú að nýrri plötu og stefnir á að gefa út nokkur lög fram að útgáfu. „Svo verð ég með nokkra tónleika, ég verð til dæmis í tónleikaseríu sem heitir Upprásin og er á vegum Hörpu og Rásar 2 í lok október. Ég var svo að spila sem upphitunaratriði bæði fyrir Ásgeir Trausta og Daða Frey í september. Ég spilaði í Osló með Daða og svo spilaði ég á Akureyri á Græna Hattinum með Ásgeiri. Það var ótrúlega gaman og mjög skemmtilegt tækifæri.“ Hún segist klárlega sjá fyrir sér að vinna og syngja með íslensku tónlistarfólki á komandi tímum. „Ég er mjög spennt fyrir því. Ég er með alls konar hugmyndir í gangi sem eru þó ekki komnar langt á leið.“ En hver ætli sé hennar drauma samstarfsaðili? „Ég á alveg fullt af þeim. Valdimar er sem dæmi mjög ofarlega á lista og Ásgeir líka, það væri algjör draumur. Svo eru það auðvitað Emiliana Torrini og Björk, ef mann má dreyma.“ Hér má hlusta á Lúpínu á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira