Gestirnir frá Gummersbach voru sterkari frá fyrstu mínútu og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, staðan þá 13-17. Fór það svo að gestirnir unnu nokkuð þægilegan tveggja marka sigur, lokatölur 29-31.
Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í liði Gummersbach ásamt því að standa vörnina vel.
Þetta var annar sigur nýliða Gummersbach í sex leikjum. Liðið er í 10. sæti með fimm stig eftir svo sigra, eitt jafntefli og þrjú töp.