Stjórnlausar fegrunarmeðferðir: Sprauta lyfi sem einungis læknar mega nota Sunna Sæmundsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 25. september 2023 21:01 Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðsjúkdómalæknir, kallar eftir reglugerð um notkun fylliefna. vísir/Vilhelm Efni til að leysa upp varafyllingar eru notuð á ólögmætan hátt á snyrtistofum hér á landi. Læknir segir markaðinn með fylliefni stjórnlausan og óttast að illa geti farið. Fegrunarmeðferðir sem felast í að fylliefnum er sprautað í andlit eða varir njóta sívaxandi vinsælda. Læknir sem lagfærir reglulega mistök sem hafa verið gerð við meðferðina bendir á að fylliefnið sé verksmiðjuframleitt gel sem geti verið mjög varasamt. „Ef þú setur þetta gel inn í slagæð óvart, sem getur getur alltaf komið fyrir hjá hvaða aðila sem er, hversu fær sem hann er eða þjálfaður að þá geturðu lokað fyrir blóðflæði inn til húðarinnar á þeim stað sem sú slagæð nærir og þá verður náttúrulega bara drep í þeim vef,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðsjúkdómalæknir. Þrátt fyrir þetta gilda engar reglur um notkunina og er meðferðin ýmist í boði hjá læknum sem eru undir eftirliti landlæknis, hjá ófaglærðu fólki á snyrtistofum - og jafnvel í heimahúsum. „Í nágrannalöndum sem við viljum nú oft bera okkur saman við, það eru Svíþjóð, Noregur og Danmörk, þar eru strangar reglugerðir um það hverjir mega sprauta. Það er þá þannig að það eru læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar sem mega sprauta og hjúkrunarfræðingar verða að vera með lækni með sér. Eru einhver viðurlög við þessu? Það er sjö ára fangelsi til dæmis í Svíþjóð ef þú brýtur þessa reglugerð.“ Hýalúronídasi er undanþágulyf sem einungis læknar mega nota. Það er samt sem áður víða í notkun á snyrtistofum og hjá ófaglærðu fólki.vísir Fólk að missa hluta af andlitinu Stór ástæða þess að strangar reglur hafa sums staðar verið settar er sú að grípa þarf tafarlaust inn í þegar þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þá er notað efni sem heitir Hýalúrónídasi til leysa upp fyllinguna en það er undanþágulyf sem eingunis læknar mega nota. Þrátt fyrir þetta er efnið víða í dreifingu og notað af fóki sem hefur enga heimild til þess - líkt og símtöl, sem er nánar greint frá í Kompás, sýna fram á. Ef ekkert er gert? Gætum við séð dauðsfall? Hversu langt getur þetta gengið? ,,Já að sjálfsögðu. Ef við tökum Bretland sem dæmi þar sem er algjört stjórnleysi, hver sem er getur sprautað, fylgikvillarnir sem þeir eru að eiga við þarna. Það eru aðilar að koma til læknis og búnir að missa hluta af andlitinu. Drep komið af því þeir eru í sambandi við ófaglærða aðila og þeir segja þeim bara að bíða og bíða þar til að vefurinn dettur af þeim. Að við þurfum að bíða eftir að eitthvað svona alvarlegt gerist er náttúrulega fáranlegt,“ segir Jenna. Í Kompás er fjallað um fylliefnabransann á Íslandi þar sem ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki - og rætt við Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð á snyrtistofu sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. Kompás var sýndur að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 í kvöld og verður aðgengilegur á Vísi í fyrramálið. Kompás Lýtalækningar Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Fegrunarmeðferðir sem felast í að fylliefnum er sprautað í andlit eða varir njóta sívaxandi vinsælda. Læknir sem lagfærir reglulega mistök sem hafa verið gerð við meðferðina bendir á að fylliefnið sé verksmiðjuframleitt gel sem geti verið mjög varasamt. „Ef þú setur þetta gel inn í slagæð óvart, sem getur getur alltaf komið fyrir hjá hvaða aðila sem er, hversu fær sem hann er eða þjálfaður að þá geturðu lokað fyrir blóðflæði inn til húðarinnar á þeim stað sem sú slagæð nærir og þá verður náttúrulega bara drep í þeim vef,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðsjúkdómalæknir. Þrátt fyrir þetta gilda engar reglur um notkunina og er meðferðin ýmist í boði hjá læknum sem eru undir eftirliti landlæknis, hjá ófaglærðu fólki á snyrtistofum - og jafnvel í heimahúsum. „Í nágrannalöndum sem við viljum nú oft bera okkur saman við, það eru Svíþjóð, Noregur og Danmörk, þar eru strangar reglugerðir um það hverjir mega sprauta. Það er þá þannig að það eru læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar sem mega sprauta og hjúkrunarfræðingar verða að vera með lækni með sér. Eru einhver viðurlög við þessu? Það er sjö ára fangelsi til dæmis í Svíþjóð ef þú brýtur þessa reglugerð.“ Hýalúronídasi er undanþágulyf sem einungis læknar mega nota. Það er samt sem áður víða í notkun á snyrtistofum og hjá ófaglærðu fólki.vísir Fólk að missa hluta af andlitinu Stór ástæða þess að strangar reglur hafa sums staðar verið settar er sú að grípa þarf tafarlaust inn í þegar þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þá er notað efni sem heitir Hýalúrónídasi til leysa upp fyllinguna en það er undanþágulyf sem eingunis læknar mega nota. Þrátt fyrir þetta er efnið víða í dreifingu og notað af fóki sem hefur enga heimild til þess - líkt og símtöl, sem er nánar greint frá í Kompás, sýna fram á. Ef ekkert er gert? Gætum við séð dauðsfall? Hversu langt getur þetta gengið? ,,Já að sjálfsögðu. Ef við tökum Bretland sem dæmi þar sem er algjört stjórnleysi, hver sem er getur sprautað, fylgikvillarnir sem þeir eru að eiga við þarna. Það eru aðilar að koma til læknis og búnir að missa hluta af andlitinu. Drep komið af því þeir eru í sambandi við ófaglærða aðila og þeir segja þeim bara að bíða og bíða þar til að vefurinn dettur af þeim. Að við þurfum að bíða eftir að eitthvað svona alvarlegt gerist er náttúrulega fáranlegt,“ segir Jenna. Í Kompás er fjallað um fylliefnabransann á Íslandi þar sem ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki - og rætt við Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð á snyrtistofu sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. Kompás var sýndur að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 í kvöld og verður aðgengilegur á Vísi í fyrramálið.
Kompás Lýtalækningar Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira