Sport

Dagskráin í dag: Enski deildarbikarinn, Subway-deildin og Ryder bikarinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Liverpool tekur á móti Leicester í enska deildarbikarnum í kvöld.
Liverpool tekur á móti Leicester í enska deildarbikarnum í kvöld. Matt McNulty/Getty Images

Sportrásir Stöðvar 2 fara um víðan völl á þessum fína miðvikudegi og ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

Stöð 2 Sport

Njarðvík tekur á móti Keflavík í nágrannaslag 1. umferðar Subway-deildar kvenna í körfubolta klukkan 19:05. Að leik loknum tekur Subway Körfuboltakvöld svo við þar sem umferðin verður gerð upp.

Stöð 2 Sport 2

Ítalski boltinn kemur sér fyrir á Stöð 2 Sport 2 í dag og klukkan 16:20 hefst bein útsending frá viðureign Cagliari og AC Milan áður en Inter tekur á móti Sassuolo klukkan 18:35.

Stöð 2 Sport 4

UCAM og Baskonia eigast við í spænsku ACB-deildinni í körfubolta klukkan 18:20.

Stöð 2 eSport

Dælan verður á sínum stað með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport klukkan 21:00.

Vodafone Sport

Ryder bikarinn í golfi er handan við hornið og í dag fer Stjörnukeppnin fram áður en mótið sjálft hefst á morgun. Bein útsending frá Stjörnukeppni Ryder bikarsins í golfi hefst klukkan 10:30 á Vodafona Sport.

Þá er enski deildarbikarinn í kanttspyrnu kominn á fullt og klukkan 18:35 hefst bein útsending frá viðureign Liverpool og Leicester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×