Erlent

Hundrað látnir eftir elds­voða í brúð­kaups­veislu

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Veisluhöld í Írak. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Veisluhöld í Írak. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AP

Að minnsta kosti hundrað eru látin og 150 særðust í eldsvoða í brúðkaupsveislu í Írak. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldum.

Reuters greinir frá. Harmleikurinn átti sér stað í Al-Hamdaniya-hverfinu í norðurhluta Nineveh-héraðs í Írak. Búist er við því að tala látinna muni hækka.

Eldsvoðinn braust út í veislusal þar sem brúðkaupsveisla fór fram, eftir að flugeldum var skotið upp. Byggingin, sem sögð er hafa verið úr afar eldfimu byggingarefni, hrundi fljótlega eftir að eldurinn kviknaði að sögn ríkisfjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×