Lífið

8 Mile-leikarinn Nas­hawn Breed­love látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Nashawn Breedlove er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem rapparinn Lotto í 8 Mile frá árinu 2002.
Nashawn Breedlove er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem rapparinn Lotto í 8 Mile frá árinu 2002. Patricia Breedlove

Bandaríski leikarinn og rapparinn Nashawn Breedlove, sem þekktastur er fyrir að hafa glímt við Eminem í rappbardaga í myndinni 8 Mile, er látinn. Hann varð 46 ára.

Breedlove fór með hlutverk rapparans Lotto í 8 Mile sem frumsýnd var árið 2002,og byggði lauslega á ævi rapparans Eminem. 

Breedlove átti sömuleiðis lög sem hljómuðu í myndinni The Wash frá árinu 2001. Hann notaðist einnig við listamannsnafnið Ox.

Móðir Breedlove staðfesti andlátið á samfélagsmiðlum í gær. Erlendir fjölmiðlar segja Breedlove hafa andast í svefni á heimili sínu í New Jersey á sunnudag, en ekki liggur fyrir hvað hafi dregið hann til dauða.

Myndin 8 Mile naut mikilla vinsælda og hlaut lof gagnrýnenda og vann lagið Lose Yourself með Eminem Óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda lag í kvikmynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.