Víkingar sektaðir um hundruð þúsunda króna vegna símtala Arnars Aron Guðmundsson skrifar 27. september 2023 12:36 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Vísir/Hulda Margrét Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur um 250 þúsund krónur vegna háttsemi Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, sem var í sambandi við starfslið sitt í gegnum síma í leik liðsins gegn Val þegar að hann tók út leikbann. Umræddum leik lauk með 4-0 sigri Víkings Reykjavíkur en í úrskurði sínum vísar áfrýjunardómstóllinn í grein 36.1 reglugerðar um knattspyrnumót. Það voru Valsmenn sem höfðu áður áfrýjað niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að láta úrslit umrædds leiks standa óhögguð. Sneri aðalkrafa Vals að því að dæma ætti Víkingum 3-0 tap í umræddum leik og var varakrafa félagsins að endurtaka ætti leikinn. Áfrýjunardómstóllinn telur óumdeilt að Arnar hafi verið í tengslum og samskiptum við starfsfólk og þjálfara Víkings Reykjavíkur í boðvangi er hann var á meðal áhorfenda í leik Vals og Víkings R. í Bestu deild karla á sama tíma og hann tók út leikbann í leiknum. Arnar Gunnlaugsson í símanum við sína menn í stúkunni á Origovellinum að HlíðarendaVísir/Anton Brink „Er það niðurstaða dómsins að þjálfara mfl. karla hjá varnaraðila hafi verið óheimilt að vera í tengslum eða samskiptum við starfsfólk eða þjálfara Víkings R. í boðvangi á sama tíma og hann tók út leikbann í leiknum. Þá hafi þjálfara verið óheimilt að taka þátt í fjölmiðlastarfsemi á leikvangi í tengslum við umræddan leik.“Við ákvörðun sektarfjárhæðar er litið til þess að brotin áttu sér stað í efstu deild meistaraflokks og voru endurtekin á meðan leik stóð. „Með hliðsjón af framangreindu, eðli og umfangi brota þjálfara varnaraðila og atvikum máls að öðru leyti er sektarfjárhæð talin hæfilega ákveðin kr. 250.000,“ segir í úrskurði Áfrýjunardómstóls KSÍ. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Víkingur Reykjavík Valur KSÍ Besta deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Umræddum leik lauk með 4-0 sigri Víkings Reykjavíkur en í úrskurði sínum vísar áfrýjunardómstóllinn í grein 36.1 reglugerðar um knattspyrnumót. Það voru Valsmenn sem höfðu áður áfrýjað niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að láta úrslit umrædds leiks standa óhögguð. Sneri aðalkrafa Vals að því að dæma ætti Víkingum 3-0 tap í umræddum leik og var varakrafa félagsins að endurtaka ætti leikinn. Áfrýjunardómstóllinn telur óumdeilt að Arnar hafi verið í tengslum og samskiptum við starfsfólk og þjálfara Víkings Reykjavíkur í boðvangi er hann var á meðal áhorfenda í leik Vals og Víkings R. í Bestu deild karla á sama tíma og hann tók út leikbann í leiknum. Arnar Gunnlaugsson í símanum við sína menn í stúkunni á Origovellinum að HlíðarendaVísir/Anton Brink „Er það niðurstaða dómsins að þjálfara mfl. karla hjá varnaraðila hafi verið óheimilt að vera í tengslum eða samskiptum við starfsfólk eða þjálfara Víkings R. í boðvangi á sama tíma og hann tók út leikbann í leiknum. Þá hafi þjálfara verið óheimilt að taka þátt í fjölmiðlastarfsemi á leikvangi í tengslum við umræddan leik.“Við ákvörðun sektarfjárhæðar er litið til þess að brotin áttu sér stað í efstu deild meistaraflokks og voru endurtekin á meðan leik stóð. „Með hliðsjón af framangreindu, eðli og umfangi brota þjálfara varnaraðila og atvikum máls að öðru leyti er sektarfjárhæð talin hæfilega ákveðin kr. 250.000,“ segir í úrskurði Áfrýjunardómstóls KSÍ. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.
Víkingur Reykjavík Valur KSÍ Besta deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira