Erlent

For­seta­hundurinn heldur á­fram að bíta fólk

Bjarki Sigurðsson skrifar
Commander er hann mætti fyrst í Hvíta húsið í mars á síðasta ári.
Commander er hann mætti fyrst í Hvíta húsið í mars á síðasta ári. Getty/Oliver Contreras

Commander, tveggja ára German Shepherd-hundur Joe Biden Bandaríkjaforseta, beit leynilögreglumann í Hvíta húsinu í Washington D.C. á mánudagskvöld. Þetta er í ellefta sinn sem hundurinn bítur manneskju. 

Í júlí á þessu ári greindi Hvíta húsið frá því að Biden-hjónin væru að reyna að þjálfa hundinn. Þjálfunin virðist ekki ganga sem skyldi. 

„Forsetinn og forsetafrúin eru gríðarlega þakklát fyrir leyniþjónustuna og yfirmann starfsmanna mála fyrir allt sem þau hafa gert til þess að halda fjölskyldu þeirra öruggri,“ sagði Elizabeth Alexander, talsmaður forsetafrúarinnar, er hún var spurð út í árásina. 

Áður en hjónin eignuðust Commander áttu þau annan hund, Major. Var hann fjarlægður úr Hvíta húsinu eftir að hafa bitið fólk. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×