Nýtt ofurlið í NBA-deildinni eftir Lillard skiptin í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2023 09:00 Það verður ekki auðvelt að stoppa bæði Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo í vetur. Getty/Alika Jenner Damian Lillard er orðinn leikmaður Milwaukee Bucks í NBA deildinni í körfubolta eftir risaskipti milli þriggja félaga í gær. Lillard hefur verið orðaður við Miami Heat í marga mánuði en Portland Trail Blazers sætti sig ekki við tilboð Miami og vildi alls ekki skipta honum þangað. BREAKING: Damian Lillard is being traded to the Bucks, per @wojespn pic.twitter.com/boKbDW4fzp— Bleacher Report (@BleacherReport) September 27, 2023 Í stað þess verður Lillard liðsfélagi Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks. Hinn 33 ára gamli bakvörður ætti því að fá loksins alvöru möguleika á því að vinna NBA titilinn í fyrsta sinn. Þeir mynda nefnilega þarna nýtt ofurlið í NBA deildinni og að sjálfsögðu voru veðbankar fljótir að setja Bucks liðið sem það sigurstranglegasta á komandi tímabili. Það þurfti hjálp frá Phoenix Suns til að koma þessum leikmannaskiptum í gær. Milwaukee Bucks fær Lillard en á móti fær Portland Trail Blazers leikmennina Jrue Holiday, Deandre Ayton og Toumani Camara auk þess að fá valrétt Buck í fyrstu umferð nýliðavalsins 2029 og tvo aðra valrétt frá 2028 og 2030. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Phoenix Suns fær síðan leikmennina Jusuf Nurkic, Grayson Allen, Nassir Little og Keon Johnson. Það er búist við því að Portland reyni að skipta Jrue Holiday áfram til annars liðs. Holiday hafði aðeins daginn áður tilkynnt að hann vildi spila fyrir Milwaukee Bucks út ferilinn en það breyttist snögglega. Það er ljóst að þarna sameinast tveir af bestu leikmönnum NBA deildarinnar og leikmenn sem ættu að passa mjög vel saman. Giannis Antetokounmpo var með 31,1 stig, 11,8 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð en Damian Lillard var þá með 32,2 stig, 4,8 fráköst og 7,3 stoðsendingar í leik. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) NBA Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira
Lillard hefur verið orðaður við Miami Heat í marga mánuði en Portland Trail Blazers sætti sig ekki við tilboð Miami og vildi alls ekki skipta honum þangað. BREAKING: Damian Lillard is being traded to the Bucks, per @wojespn pic.twitter.com/boKbDW4fzp— Bleacher Report (@BleacherReport) September 27, 2023 Í stað þess verður Lillard liðsfélagi Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks. Hinn 33 ára gamli bakvörður ætti því að fá loksins alvöru möguleika á því að vinna NBA titilinn í fyrsta sinn. Þeir mynda nefnilega þarna nýtt ofurlið í NBA deildinni og að sjálfsögðu voru veðbankar fljótir að setja Bucks liðið sem það sigurstranglegasta á komandi tímabili. Það þurfti hjálp frá Phoenix Suns til að koma þessum leikmannaskiptum í gær. Milwaukee Bucks fær Lillard en á móti fær Portland Trail Blazers leikmennina Jrue Holiday, Deandre Ayton og Toumani Camara auk þess að fá valrétt Buck í fyrstu umferð nýliðavalsins 2029 og tvo aðra valrétt frá 2028 og 2030. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Phoenix Suns fær síðan leikmennina Jusuf Nurkic, Grayson Allen, Nassir Little og Keon Johnson. Það er búist við því að Portland reyni að skipta Jrue Holiday áfram til annars liðs. Holiday hafði aðeins daginn áður tilkynnt að hann vildi spila fyrir Milwaukee Bucks út ferilinn en það breyttist snögglega. Það er ljóst að þarna sameinast tveir af bestu leikmönnum NBA deildarinnar og leikmenn sem ættu að passa mjög vel saman. Giannis Antetokounmpo var með 31,1 stig, 11,8 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð en Damian Lillard var þá með 32,2 stig, 4,8 fráköst og 7,3 stoðsendingar í leik. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn)
NBA Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira