Sýndi skjáskot af millifærslum sem höfðu aldrei farið í gegn Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2023 10:23 Konan hefur áður hlotið refsidóma. Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í fjögurra mánaða fangelsi fyrir röð brota, meðal annars að hafa í nokkrum tilvikum fengið fólk til að afhenda sér vörur eftir samskipti á samfélagsmiðlum, og sýna þeim skjáskot af millifærslum án þess að greiðslurnar hafi raunverulega farið í gegn. Í ákæru kemur fram að konan hafi meðal annars stolið snjallúr af heimili án þess að greiða fyrir. Þá hafi hún í þrígang hitt fólk, eftir samskipti á samfélagsmiðlum, og tekið við vörum og sýnt viðkomandi skjáskot af millifærslu án þess að slík millifærsla hafi raunverulega farið í gegn. Var um að ræða iPhone-sími að verðmæti 180 þúsund krónur, taska að verðmæti 12 þúsund krónur og handtaska að verðmæti 155 þúsund krónur. Brotin framdi hún á tímabilinu desember 2021 til mars 2022. Konan var jafnframt dæmd fyrir fíkniefnaakstur og vopnalagabrot fyrir að hafa haft í vörslum sínum úðavopn. Konan hefur áður hlotið dóma fyrir fíkniefnabrota, líkamsárásar, þjófnaðarmála og brots í nánu sambandi. Dómari mat hæfilega refsingu yfir konunni vera fjögurra mánaða fangelsi, en að fresta skuli fullnustu þriggja mánaða og sá hluti niður falla að tveimur árum liðnum, haldi hún almennt skilorð. Vísar dómari þar til þess að konan hafi nú snúið lífi sínu til betri vegar. Konan var jafnframt dæmd til að greiða einum brotaþolanum, eiganda iPhone-símans, 180 þúsund krónur og málsvarnarlaun til skipaðs verjanda og annan sakarkostnað, samtals 380 þúsund krónur. Þá skal hún svipt ökurétti í þrjú ár og úðavopn hennar gert upptækt. Dómsmál Efnahagsbrot Reykjavík Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Í ákæru kemur fram að konan hafi meðal annars stolið snjallúr af heimili án þess að greiða fyrir. Þá hafi hún í þrígang hitt fólk, eftir samskipti á samfélagsmiðlum, og tekið við vörum og sýnt viðkomandi skjáskot af millifærslu án þess að slík millifærsla hafi raunverulega farið í gegn. Var um að ræða iPhone-sími að verðmæti 180 þúsund krónur, taska að verðmæti 12 þúsund krónur og handtaska að verðmæti 155 þúsund krónur. Brotin framdi hún á tímabilinu desember 2021 til mars 2022. Konan var jafnframt dæmd fyrir fíkniefnaakstur og vopnalagabrot fyrir að hafa haft í vörslum sínum úðavopn. Konan hefur áður hlotið dóma fyrir fíkniefnabrota, líkamsárásar, þjófnaðarmála og brots í nánu sambandi. Dómari mat hæfilega refsingu yfir konunni vera fjögurra mánaða fangelsi, en að fresta skuli fullnustu þriggja mánaða og sá hluti niður falla að tveimur árum liðnum, haldi hún almennt skilorð. Vísar dómari þar til þess að konan hafi nú snúið lífi sínu til betri vegar. Konan var jafnframt dæmd til að greiða einum brotaþolanum, eiganda iPhone-símans, 180 þúsund krónur og málsvarnarlaun til skipaðs verjanda og annan sakarkostnað, samtals 380 þúsund krónur. Þá skal hún svipt ökurétti í þrjú ár og úðavopn hennar gert upptækt.
Dómsmál Efnahagsbrot Reykjavík Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira