Þá fjöllum við um verðbólguna sem kom til tals á Alþingi í morgun en nýjar verðbólgutölur birtust hjá Hagstofunni í dag og stendur hún nú í átta prósentum.
Einnig höldum við áfram umfjöllun Kompáss um fylliefni og snyrtistofur og fylgjumst áfram með gangi mála í Bankastræti Club málinu en fjölmiðlabanni í málinu verður aflétt síðar í dag.
Kvikmyndahátíðin RIFF hefst í kvöld og við heyrum í framkvæmdastjóranum um það helsta sem verður í boði.
Í íþróttapakkanum verður síðan boðið upp á umfjöllun um stöðuna í Bestu deild karla þar sem að nógu er að keppa þrátt fyrir að Víkingar hafi tryggt sér titilinn. HK á fyrir höndum mikilvægan leik í kvöld og við ræðum við fyrirliðann.