Kannast hvorki við „Latino-hópinn“ né meinta vargöld Árni Sæberg skrifar 29. september 2023 07:00 Þeir Jhon Sebastian og Lúkas Geir urðu fyrir árásinni á Bankastræti Club auk þriðja manns. Instagram Brotaþolar í Bankastrætis Club málinu segjast hvorki kannast við svokallaðan „Latino-hóp“ né meinta vargöld sem sakborningar í málinu hafa lýst milli hópsins og hóps sakborninga. Þetta kom fram í skýrslutökum yfir þremur brotaþolum í málinu í gærmorgun. Einn sætir ákæru fyrir að hafa reynt að verða þeim þremur að bana, tíu fyrir stórfelldar líkamsárásir gegn þeim og fjórtán fyrir hlutdeild í brotunum. Tveir brotaþolanna, þeir Lúkas Geir Ingvarsson og Jhon Sebastian, stigu fram tveimur dögum eftir árásina og lýstu henni og líðan sinni í kjölfar hennar. Þeir eru því nafngreindir en ekki sá þriðji sem hefur ekki stigið fram opinberlega. Sakborningar lýstu áralöngum hatrömmum deilum tveggja hópa Sakborningarnir 25 í málinu báru flestir um það í skýrslutökum að tilgangurinn með því að fara inn á Bankastræti Club að kvöldi 17. nóvember síðastliðins væri að ræða við meðlimi svokallaðs „Latino-hóps“. Meðlimir þess hóps hefðu árin á undan hótað mönnum úr röðum sakborninga og fjölskyldum þeirra margvíslegu ofbeldi. Þá hafi þeir til að mynda lagt eld að bifhjólum í eigu besta vinar þess sakbornings sem ákærður er fyrir tilraunir til manndráps skömmu fyrir árásina á skemmtistaðnum. Óttuðust um líf sitt Jhon Sebastian reið á vaðið í gærmorgun og lýsti upplifun sinni af atburðum kvöldsins örlagaríka. Hann segir þá þrjá hafa verið í svokölluðu VIP-herbergi á Bankastræti Club í um hálftíma og verið á leið á salernið þegar hópur manna réðst inn. „Ráðist á okkur af helling af mönnum. Þegar þeir fóru út þá áttuðum við okkur á því að við hefðum verið stungnir, fórum að óttast um líf okkar,“ sagði hann. Þá sagði hann að hann hefði þekkt nokkra úr hópnum í gegnum grímur þeirra. Hann teldi að árásin beindist gegn sér enda hefði hann átt í rifrildum við einn þeirra sem hann þekkti. Spurður út í það af verjanda eins sakborninga kannaðist hann við að væringar hefðu verið milli hans og þess sem átti bifhjólin, sem sakborningar sögðu hafa verið kveikt í, en þvertók fyrir það að hann eða nokkur vinur hans hefði hótað honum nokkru. Sagðist eiga þrjá vini Sakborningar hafa lýst því að hinn svokallaði „Latino-hópur“ telji á bilinu þrjátíu til sextíu manns og að þeir væru oft margir saman á skemmtanalífinu í miðbæ Reykjavíkur. Jhon Sebastian kvaðst ekkert kannast við þessar lýsingar. „Ég á þrjá vini.“ Þá sagði hann að hinir brotaþolarnir tveir væru frekar kunningjar hans en vinir. Hann hefði þó þekkt Lúkas Geir nokkuð lengi en þann þriðja aðeins í um einn mánuð. Óvinnufær eftir árásina Jhon Sebastian sagðist enn glíma við töluverðar afleiðingar árásarinnar hann sé máttlaus og finni fyrir miklum verkjum í allri hægri hlið líkamans, en hann hlaut stungusár á hægri fótlegg, hægri handlegg og bak við hægra herðablað auk fleiri áverka. Aðspurður af réttargæslumanni sínum kvaðst hann hafa verið í fullu starfi fyrir árásina en ekki geta starfað eftir hana. Hann hefur gert kröfu um fimm milljóna króna miskabætur auk skaðabóta vegna fjártjóns. „Það er bútur hangandi úr bakinu á mér“ Lúkas Geir lýsti næstur atburðum. Hann sagði sömu sögu og Jhon Sebastian um aðdragandann. „Við erum bara þrír slakir að fá okkur drykk. Erum að fara á klósettið eða fara út og þá koma þeir allir,“ sagði hann. Þá sagðist hann þekkja hópinn sem réðst inn, vegna þess að hann hefði séð þá margoft niðri í bæ. Hann þekki suma þeirra en ekki flesta. Þeir séu ekki beint vinir, heilsist bara. Engar deilur væru milli þeirra. Hann segir að hann hafi verið felldur í gólfið skömmu eftir að hópurinn kom inn í herbergið og að ítrekað hafi verið ráðist á hann liggjandi í gólfinu. Hann hafi fundið fyrir því að verið væri að kýla hann, sparka í hann og stinga hann. „Ég stend upp og sé að ég er allur blóðugur, það er bútur hangandi úr bakinu á mér“ Fattaði ekki að hann hefði verið stunginn fyrr en eftir á Þriðji brotaþolinn sagði að þeir Jhon Sebastian og Lúkas Geir hefðu farið á Bankastræti Club á svokallað Latino-kvöld til þess að skemmta sér. Þeir væru góðir vinir en hefðu þó aðeins þekkt í tvo til þrjá mánuði. Næsta sem hann hafi vitað var að ráðist hafi verið á þá. „Erfitt að lýsa þessu, ég man ekki hundrað prósent hvað gerðist. Eina sem ég man er að mér var hrint niður og byrjað að kýla og sparka í mig.“ Hann hafi reynt að aðstoða Jhon Sebastian eftir að hafa náð að standa upp í skamma stund áður en hann var felldur á ný og höggin látin dynja á honum. „Þegar Lúkas sagði að við vorum stungnir, þá fattaði ég að ég var stunginn,“ sagði hann. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Tengdar fréttir Vildi spila viðtal við brotaþola Skýrslutökur brotaþola og annarra vitna hófust í morgun og því er töluvert fjölmennara í dómsal í Gullhömrum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins en síðustu daga. Þónokkrir sem sæta ákæru eru mættir til þess að fylgjast með framgangi mála, þar á meðal sá eini sem ákærður er fyrir að hafa reynt að verða brotaþolum að bana. 28. september 2023 13:40 „Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. 26. september 2023 13:48 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Þetta kom fram í skýrslutökum yfir þremur brotaþolum í málinu í gærmorgun. Einn sætir ákæru fyrir að hafa reynt að verða þeim þremur að bana, tíu fyrir stórfelldar líkamsárásir gegn þeim og fjórtán fyrir hlutdeild í brotunum. Tveir brotaþolanna, þeir Lúkas Geir Ingvarsson og Jhon Sebastian, stigu fram tveimur dögum eftir árásina og lýstu henni og líðan sinni í kjölfar hennar. Þeir eru því nafngreindir en ekki sá þriðji sem hefur ekki stigið fram opinberlega. Sakborningar lýstu áralöngum hatrömmum deilum tveggja hópa Sakborningarnir 25 í málinu báru flestir um það í skýrslutökum að tilgangurinn með því að fara inn á Bankastræti Club að kvöldi 17. nóvember síðastliðins væri að ræða við meðlimi svokallaðs „Latino-hóps“. Meðlimir þess hóps hefðu árin á undan hótað mönnum úr röðum sakborninga og fjölskyldum þeirra margvíslegu ofbeldi. Þá hafi þeir til að mynda lagt eld að bifhjólum í eigu besta vinar þess sakbornings sem ákærður er fyrir tilraunir til manndráps skömmu fyrir árásina á skemmtistaðnum. Óttuðust um líf sitt Jhon Sebastian reið á vaðið í gærmorgun og lýsti upplifun sinni af atburðum kvöldsins örlagaríka. Hann segir þá þrjá hafa verið í svokölluðu VIP-herbergi á Bankastræti Club í um hálftíma og verið á leið á salernið þegar hópur manna réðst inn. „Ráðist á okkur af helling af mönnum. Þegar þeir fóru út þá áttuðum við okkur á því að við hefðum verið stungnir, fórum að óttast um líf okkar,“ sagði hann. Þá sagði hann að hann hefði þekkt nokkra úr hópnum í gegnum grímur þeirra. Hann teldi að árásin beindist gegn sér enda hefði hann átt í rifrildum við einn þeirra sem hann þekkti. Spurður út í það af verjanda eins sakborninga kannaðist hann við að væringar hefðu verið milli hans og þess sem átti bifhjólin, sem sakborningar sögðu hafa verið kveikt í, en þvertók fyrir það að hann eða nokkur vinur hans hefði hótað honum nokkru. Sagðist eiga þrjá vini Sakborningar hafa lýst því að hinn svokallaði „Latino-hópur“ telji á bilinu þrjátíu til sextíu manns og að þeir væru oft margir saman á skemmtanalífinu í miðbæ Reykjavíkur. Jhon Sebastian kvaðst ekkert kannast við þessar lýsingar. „Ég á þrjá vini.“ Þá sagði hann að hinir brotaþolarnir tveir væru frekar kunningjar hans en vinir. Hann hefði þó þekkt Lúkas Geir nokkuð lengi en þann þriðja aðeins í um einn mánuð. Óvinnufær eftir árásina Jhon Sebastian sagðist enn glíma við töluverðar afleiðingar árásarinnar hann sé máttlaus og finni fyrir miklum verkjum í allri hægri hlið líkamans, en hann hlaut stungusár á hægri fótlegg, hægri handlegg og bak við hægra herðablað auk fleiri áverka. Aðspurður af réttargæslumanni sínum kvaðst hann hafa verið í fullu starfi fyrir árásina en ekki geta starfað eftir hana. Hann hefur gert kröfu um fimm milljóna króna miskabætur auk skaðabóta vegna fjártjóns. „Það er bútur hangandi úr bakinu á mér“ Lúkas Geir lýsti næstur atburðum. Hann sagði sömu sögu og Jhon Sebastian um aðdragandann. „Við erum bara þrír slakir að fá okkur drykk. Erum að fara á klósettið eða fara út og þá koma þeir allir,“ sagði hann. Þá sagðist hann þekkja hópinn sem réðst inn, vegna þess að hann hefði séð þá margoft niðri í bæ. Hann þekki suma þeirra en ekki flesta. Þeir séu ekki beint vinir, heilsist bara. Engar deilur væru milli þeirra. Hann segir að hann hafi verið felldur í gólfið skömmu eftir að hópurinn kom inn í herbergið og að ítrekað hafi verið ráðist á hann liggjandi í gólfinu. Hann hafi fundið fyrir því að verið væri að kýla hann, sparka í hann og stinga hann. „Ég stend upp og sé að ég er allur blóðugur, það er bútur hangandi úr bakinu á mér“ Fattaði ekki að hann hefði verið stunginn fyrr en eftir á Þriðji brotaþolinn sagði að þeir Jhon Sebastian og Lúkas Geir hefðu farið á Bankastræti Club á svokallað Latino-kvöld til þess að skemmta sér. Þeir væru góðir vinir en hefðu þó aðeins þekkt í tvo til þrjá mánuði. Næsta sem hann hafi vitað var að ráðist hafi verið á þá. „Erfitt að lýsa þessu, ég man ekki hundrað prósent hvað gerðist. Eina sem ég man er að mér var hrint niður og byrjað að kýla og sparka í mig.“ Hann hafi reynt að aðstoða Jhon Sebastian eftir að hafa náð að standa upp í skamma stund áður en hann var felldur á ný og höggin látin dynja á honum. „Þegar Lúkas sagði að við vorum stungnir, þá fattaði ég að ég var stunginn,“ sagði hann.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Tengdar fréttir Vildi spila viðtal við brotaþola Skýrslutökur brotaþola og annarra vitna hófust í morgun og því er töluvert fjölmennara í dómsal í Gullhömrum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins en síðustu daga. Þónokkrir sem sæta ákæru eru mættir til þess að fylgjast með framgangi mála, þar á meðal sá eini sem ákærður er fyrir að hafa reynt að verða brotaþolum að bana. 28. september 2023 13:40 „Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. 26. september 2023 13:48 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Vildi spila viðtal við brotaþola Skýrslutökur brotaþola og annarra vitna hófust í morgun og því er töluvert fjölmennara í dómsal í Gullhömrum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins en síðustu daga. Þónokkrir sem sæta ákæru eru mættir til þess að fylgjast með framgangi mála, þar á meðal sá eini sem ákærður er fyrir að hafa reynt að verða brotaþolum að bana. 28. september 2023 13:40
„Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. 26. september 2023 13:48