Þau Birkir og Sophie búa saman á Ítalíu þar sem Birkir spilar nú með knattspyrnuliðinu Brescia. Birkir hefur raunar leikið á Ítalíu drjúgan hluta síns ferils en hann er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands.
Parið hefur verið saman um nokkurra ára skeið og hafa þau bæði ferðast og búið víða saman, meðal annars í Tyrklandi, þar sem þau bjuggu um tveggja ára skeið þar til um mitt þetta ár. Þá lýsti Sophie því yfir að sig langaði að flytja eftir mannskæðan jarðskjálfta sem reið yfir landið.
Þá vakti það mikla athygli þegar þau ferðuðust saman til Íslands fyrir um þremur árum síðan.
Birkir og Sophie greina frá því á Instagram að þau eigi von á sér í mars á næsta ári.