Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2023 09:04 Ríkislögreglustjórinn Anders Thornberg ræddi við blaðamenn um baráttuna gegn glæpagengjunum í morgun. EPA Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa. Þetta kom fram á fréttamannafundi ríkislögreglustjórans Anders Thornberg í morgun þar sem hann ræddi mikla aukningu ofbeldisverka í landinu sem rakin eru til átaka innan og milli glæpagengja. Thornberg sagðist þar hafa sérstakar áhyggjur af þeim börnum og ungmennum sem ganga til liðs við glæpagengin. „Það eru börn sem sjálf hafa samband við gengin til að drepa,“ sagði ríkislögreglustjórinn. „Börn eiga að hafa trú á framtíðina. Þau eiga ekki að óska þess að verða morðingjar.“ Miskunnarlaus glæpagengi Á fréttamannafundinum kallaði hann glæpagengin „miskunnarlaus“ og sagði þau leita skipulega að ungmennum og fá þau til að fremja glæpi. „Þessi nýliðun heldur áfram og hana verður að stöðva,“ segir Thornberg. Hann segir þó lítið benda til að ofbeldisöldunni muni linna á næstunni. Líklegt sé að árásirnar verði fleiri áður en tekst að snúa þróuninni við. Árásirnar nú tengjast flestar hinu svokallaða Foxtrot-glæpagengi. Svíar vöknuðu í gær upp við fréttir af því að 25 ára kona hafi látist í sprengjuárás í íbúahverfi fyrir utan Uppsali. Hún var nágranni manns sem tengist Foxtrot-glæpagenginu og var hún því ekki skotmark árásarinnar. Þrjú hundruð í varðhaldi Thornberg segir að lögreglan vinni áfram markvisst að því að kveða niður ofbeldisölduna. Það sem af er ári hafi þrjú hundruð manns, sem eru taldir tengjast glæpagengjunum, verið hrepptir í gæsluvarðhald vegna vopnalagabrota. Hann segir sömuleiðis að lögregla ætli sér að auka samstarf við sænska herinn sem geti meðal annars sinnt eftirliti og greiningu. Tólf hafa verið drepin í átökum glæpagengja það sem af er september. Mörg þeirra eru undir lögaldri. Staðan grafalvarleg Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi þar sem hann ræddi stöðuna í sænsku samfélagi vegna stríðs glæpagengjanna. „Nú verða börn og saklausar manneskjur fyrir þessu grófa ofbeldi. Ég get ekki undirstrikað nægilega mikið hvað staðan er alvarleg. Þessi staða hefur aldrei áður verið upp í Svíþjóð. Hvergi í álfunni er staðan þessi,“ sagði Kristersson. Svíþjóð Tengdar fréttir Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Segir allt koma til greina til að kveða niður glæpaölduna Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stjórnvöld þar í landi munu beita öllum sínum ráðum til þess að kveða niður glæpaölduna sem riðið hefur yfir landið. Hann ávarpaði sænsku þjóðina vegna málsins nú síðdegis og kynnti breytingar á lögum landsins. 28. september 2023 17:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Þetta kom fram á fréttamannafundi ríkislögreglustjórans Anders Thornberg í morgun þar sem hann ræddi mikla aukningu ofbeldisverka í landinu sem rakin eru til átaka innan og milli glæpagengja. Thornberg sagðist þar hafa sérstakar áhyggjur af þeim börnum og ungmennum sem ganga til liðs við glæpagengin. „Það eru börn sem sjálf hafa samband við gengin til að drepa,“ sagði ríkislögreglustjórinn. „Börn eiga að hafa trú á framtíðina. Þau eiga ekki að óska þess að verða morðingjar.“ Miskunnarlaus glæpagengi Á fréttamannafundinum kallaði hann glæpagengin „miskunnarlaus“ og sagði þau leita skipulega að ungmennum og fá þau til að fremja glæpi. „Þessi nýliðun heldur áfram og hana verður að stöðva,“ segir Thornberg. Hann segir þó lítið benda til að ofbeldisöldunni muni linna á næstunni. Líklegt sé að árásirnar verði fleiri áður en tekst að snúa þróuninni við. Árásirnar nú tengjast flestar hinu svokallaða Foxtrot-glæpagengi. Svíar vöknuðu í gær upp við fréttir af því að 25 ára kona hafi látist í sprengjuárás í íbúahverfi fyrir utan Uppsali. Hún var nágranni manns sem tengist Foxtrot-glæpagenginu og var hún því ekki skotmark árásarinnar. Þrjú hundruð í varðhaldi Thornberg segir að lögreglan vinni áfram markvisst að því að kveða niður ofbeldisölduna. Það sem af er ári hafi þrjú hundruð manns, sem eru taldir tengjast glæpagengjunum, verið hrepptir í gæsluvarðhald vegna vopnalagabrota. Hann segir sömuleiðis að lögregla ætli sér að auka samstarf við sænska herinn sem geti meðal annars sinnt eftirliti og greiningu. Tólf hafa verið drepin í átökum glæpagengja það sem af er september. Mörg þeirra eru undir lögaldri. Staðan grafalvarleg Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi þar sem hann ræddi stöðuna í sænsku samfélagi vegna stríðs glæpagengjanna. „Nú verða börn og saklausar manneskjur fyrir þessu grófa ofbeldi. Ég get ekki undirstrikað nægilega mikið hvað staðan er alvarleg. Þessi staða hefur aldrei áður verið upp í Svíþjóð. Hvergi í álfunni er staðan þessi,“ sagði Kristersson.
Svíþjóð Tengdar fréttir Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Segir allt koma til greina til að kveða niður glæpaölduna Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stjórnvöld þar í landi munu beita öllum sínum ráðum til þess að kveða niður glæpaölduna sem riðið hefur yfir landið. Hann ávarpaði sænsku þjóðina vegna málsins nú síðdegis og kynnti breytingar á lögum landsins. 28. september 2023 17:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46
Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46
Segir allt koma til greina til að kveða niður glæpaölduna Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stjórnvöld þar í landi munu beita öllum sínum ráðum til þess að kveða niður glæpaölduna sem riðið hefur yfir landið. Hann ávarpaði sænsku þjóðina vegna málsins nú síðdegis og kynnti breytingar á lögum landsins. 28. september 2023 17:41