Tónlist

Suður-kóresk plötu­snælda með eitt stærsta dans­lag ársins

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Plötusnældan Peggy Gou hefur spilað víðs vegar um heiminn og eru settinn hennar mjög eftirsótt.
Plötusnældan Peggy Gou hefur spilað víðs vegar um heiminn og eru settinn hennar mjög eftirsótt. Mark Sagliocco/Getty Images for Montblanc

Plötusnældan og tónlistarkonan Peggy Gou hefur verið að gera öfluga hluti í tónlistarheiminum og troðið upp víðs vegar fyrir fjöldann allan af fólki. 

Hún á nokkra smelli að baki sér en nú í sumar sendi hún frá sér lagið (It Goes Like) Nanana sem stefnir í að verða eitt stærsta danslag ársins 2023 og er með tæplega 210 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify.

Peggy Gou er suður-kóresk en hefur verið búsett í Berlín undanfarin ár. Lagið umrædda hefur hægt og rólega fikrað sig upp Íslenska listann á FM og situr nú í þriðja sæti. Það hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok sem virðist vera öflugur stökkpallur fyrir vinsældir laga á streymisveitum. 

Peggy Gou var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:

Patrik og Luigi sitja staðfastir í fyrsta sæti Íslenska listans á FM fimmtu vikuna í röð með lagið Skína sem er komið með um 800 þúsund spilanir á Spotify og er mest streymda lag Patriks til þessa.

Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.

Lög Íslenska listans:

Íslenski listinn á Spotify:


Tengdar fréttir

„Munum öll hringja okkur inn veik á morgun“

„Kiki er óður til heimapartýja í London sem heita öðru nafni Kikis. Kiki er eina móteitrið við gráma borgarinnar þegar sumarið er liðið,“ segir Katrín Helga Andrésdóttir sem notast við listamannsnafnið Special-K. Lagið Kiki var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag.

Ævarandi leit að réttu stemningunni

„Þetta er kærulaus tónlist um hversdagsleg málefni. Um sápukúludiskótek og sangríu. Um þjóðarsálina, íslenska sumarið og hina eilífu leit að réttu stemningunni,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Frímannsson um lagið Andalúsía sem hljómsveit hans JónFrí var að senda frá sér.

Íslensku lögin í meirihluta

Efstu sex lög Íslenska listans á FM eru íslensk í þessari viku en listinn var fluttur á FM957 fyrr í dag. Herra Hnetusmjör trónir á toppi listans aðra vikuna í röð með nýjasta lagið sitt All In, Iceguys sitja í öðru sæti með lagið Rúlletta og Patrik hækkar sig upp í þriðja sæti ásamt Luigi með lagið Skína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.