Allt stefndi í björgun en eftir bátsbilun var háhyrningurinn aflífaður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. september 2023 12:08 Frá björgunaraðgerðunum sem báru því miður ekki árangur. ARIANNE GÄHWILLER Aflífa þurfti háhyrning eftir að björgunaraðgerðir í Gilsfirði, sem framan af gengu vonum framar, mistókust þegar bátur sem átti að toga dýrið út bilaði. Sérgreinadýralæknir hjá MAST segir að ekki hafi verið hægt að leggja meira á dýrið í ljósi þess að það hafði beðið í fimm daga. Ungt og hraust karldýr lokaðist innan brúar í Gilsfirði en þar hafði hann verið fastur í nokkra daga. Bíða þurfti átekta vegna gulrar veðurviðvörunar. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, tók þátt í björgunaraðgerðunum, sem hófust í raun í fyrradag. „Í gær stóð til stóra aðgerðin að koma honum á flot og sigla með hann þessa fjögurra kílómetra leið sem hann þurfti að fara og undir brú í Gilsfirðinum. Brúin er stóra áskorunin vegna þess að hún er ekki fær fyrir þetta stórt dýr nema í hástreymisflóði af því það er sirka á tveggja vikna fresti sem það er. [...] Þarna er einhver hálftímagluggi sem við höfum til að komast undir brúna. Hún er það þröng og það kemur gífurlega mikið vatn þarna inn á flóðinu með þungum straumi og glugginn er akkúrat þegar skiptir í að flæða út aftur.“ Að aðgerðunum komu Landhelgisgæslan, slysavarnafélagið Landsbjörg, fulltrúi sveitarfélagsins, Hafrannsóknarstofnun, hvalasérfræðingur frá Háskóla Íslands og hvalaþjálfari. Fulltrúi sveitarfélagsins tekur ákvarðanir en út frá ráðgjöf fagfólksins. Háhyrningurinn, sem kallaður var Sævar-strand, var afskaplega samvinnuþýður allan tímann. „Þegar við þurftum að komast undir haus þá lyfti hann haus og þegar við settum seglið undir sporðinn þá lyfti hann sporðinum. Það var mjög hjálplegt.“ Allt hafði gengið vel framan af en síðan tók að síga á ógæfuhliðina. „Við göngum þarna út með hvalinn í taum og jú, það er í fyrsta skiptið sem við förum í göngutúr með háhyrning í taum. Það er það grunnt þarna við gátum gengið nokkurn spöl tvær bara og toguðum hann með okkur og svo þegar kom að því að við náðum ekki að fóta okkur lengur og dýptin orðin of mikil og báturinn átti að veita okkur tog þá bara fer hann ekki í gang.“ Eftir að báturinn bilaði og enginn annar tækjakostur í augnsýn, hvorki í gær né í dag, þurfti að taka erfiða ákvörðun. „Þá töldum við bara rétt að aflífun væri eina rétta ákvörðunin til að tryggja hans velferð í þessu,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Dýr Reykhólahreppur Hvalir Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Ungt og hraust karldýr lokaðist innan brúar í Gilsfirði en þar hafði hann verið fastur í nokkra daga. Bíða þurfti átekta vegna gulrar veðurviðvörunar. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, tók þátt í björgunaraðgerðunum, sem hófust í raun í fyrradag. „Í gær stóð til stóra aðgerðin að koma honum á flot og sigla með hann þessa fjögurra kílómetra leið sem hann þurfti að fara og undir brú í Gilsfirðinum. Brúin er stóra áskorunin vegna þess að hún er ekki fær fyrir þetta stórt dýr nema í hástreymisflóði af því það er sirka á tveggja vikna fresti sem það er. [...] Þarna er einhver hálftímagluggi sem við höfum til að komast undir brúna. Hún er það þröng og það kemur gífurlega mikið vatn þarna inn á flóðinu með þungum straumi og glugginn er akkúrat þegar skiptir í að flæða út aftur.“ Að aðgerðunum komu Landhelgisgæslan, slysavarnafélagið Landsbjörg, fulltrúi sveitarfélagsins, Hafrannsóknarstofnun, hvalasérfræðingur frá Háskóla Íslands og hvalaþjálfari. Fulltrúi sveitarfélagsins tekur ákvarðanir en út frá ráðgjöf fagfólksins. Háhyrningurinn, sem kallaður var Sævar-strand, var afskaplega samvinnuþýður allan tímann. „Þegar við þurftum að komast undir haus þá lyfti hann haus og þegar við settum seglið undir sporðinn þá lyfti hann sporðinum. Það var mjög hjálplegt.“ Allt hafði gengið vel framan af en síðan tók að síga á ógæfuhliðina. „Við göngum þarna út með hvalinn í taum og jú, það er í fyrsta skiptið sem við förum í göngutúr með háhyrning í taum. Það er það grunnt þarna við gátum gengið nokkurn spöl tvær bara og toguðum hann með okkur og svo þegar kom að því að við náðum ekki að fóta okkur lengur og dýptin orðin of mikil og báturinn átti að veita okkur tog þá bara fer hann ekki í gang.“ Eftir að báturinn bilaði og enginn annar tækjakostur í augnsýn, hvorki í gær né í dag, þurfti að taka erfiða ákvörðun. „Þá töldum við bara rétt að aflífun væri eina rétta ákvörðunin til að tryggja hans velferð í þessu,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun.
Dýr Reykhólahreppur Hvalir Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira