„Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Árni Sæberg skrifar 29. september 2023 15:46 Ómar R. Valdimarsson er verjandi Alexanders Mána, sem er ákærður fyrir þrjár tilraunir til manndráps. Vísir/Vilhelm Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. Lögreglumaðurinn lýsti því hvernig rannsóknin fór fram eftir að hann tók við stjórn hennar þegar hann mætti til vinnu föstudaginn 18. nóvember árið 2022. Hann sagði að áherslan hafi verið á að greina myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum, bæði á Bankastræti Club sem og á öðrum stöðum, einna helst Dubliner og Paloma. Þar höfðu árásarmennirnir safnast saman áður en þeir lögðust til atlögu. Hann sagði að mikill fjöldi rannsóknarlögreglumanna hefði komið að málinu og teymi stofnuð utan um hvern anga rannsóknarinnar. Sáu bara einn hníf Lögregluþjónninn sagði að við ítarlega greiningu á upptökum frá Bankastræti Club hafi aðeins einn hnífur sést. „Hvergi nokkurs staðar í myndbandinu eða í ferlinu, sjáum við fleiri en einn hníf. Vissulega reyndum við eftir fremsta megni að greina öll vopn en við urðum ekki vör við fleiri hnífa,“ sagði hann. Hins vegar hafi sést ein kylfa, eitt vasaljós og stunguvesti. Þá segir hann að lögreglan hafi varið miklu púðri í leit að umræddum hníf, sem sakborningurinn Alexander Máni Björnsson gekkst við að hafa verið með. Hann hafi sagst hafa hent hnífnum í ótilgreinda ruslatunnu. „Okkur langaði mikið að finna þennan hníf, lögðum mikla vinnu í það, meðal annars að sjá hann betur á myndbandinu. Það var ekki hægt að þysja inn á hann, var alltaf það grófkornóttur að við sáum ekki hvernig hnífurinn var.“ Hnífurinn hefur enn ekki fundist. Telja næsta víst að Alexander Máni hafi stungið alla þrjá Líkt og greint hefur verið frá hefur Alexander Máni Björnsson játað að hafa stunguð tvo brotaþola málsins en ekki þann þriðja. Þá neitar hann að hafa reynt að verða mönnunum tveimur að bana. Við skýrslutöku á mánudaginn sagði hann að það sæist á upptökum úr öryggismyndavélum staðarins að hann hefði ekki stungið brotaþolann Lúkas Geir. „Ég get ekki verið á tveimur stöðum í einu.“ „Við skoðuðum það og reyndum að vinna myndbandið eins vel og við gátum varðandi snertingu þeirra á milli, Eina snertingin sem varð til þess að hann féll niður var þegar hann rakst í Alexander Mána, niðurstaðan var sú að yfirgnæfandi líkur væru á því að Alexander Máni hefði stungið Lúkas,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn. „Alls ekki, ég veit ekki hvernig þú dregur þá ályktun“ Þá var komið að Ómari R. Valdimarssyni, verjanda Alexanders Mána, að spyrja lögreglumanninn spjörunum úr. Hann spurði út í það hvernig lögregla hefði komist að því að Alexander Máni hefði verið með hníf inni á Bankastræti Club. „Það var ljóst strax í upphafi þegar myndbandið var skoðað að maður hélt á hníf þegar hann gekk inn á Bankastræti Club, það var ekki ljóst hver var á bak við grímuna. Það varð fljótt ljóst að það var Alexander Máni.“ Þá sagði Ómar að Alexander Máni hefði gengist við því að hafa verið með hníf umrætt kvöld og spurði hvort rannsókn hefði verið hætt á þeim tímapunkti. „Alls ekki, ég veit ekki hvernig þú dregur þá ályktun,“ sagði lögreglumaðurinn. Ómar velti sömu spurningu upp þegar rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Dómari bað verjendur um að vera kurteisir Þá spurði Ómar lögreglumanninn hvort hann gæti útilokað það að fleiri en Alexander Máni hafi verið með hníf inni í svokölluðu VIP-herbergi á staðnum, þar sem árásin var framin. Lögreglumaðurinn sagðit geta fullyrt að Alexander Máni hafi verið sá eini með hníf. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ muldraði Ómar þá lágt. Dómari spurði hann þá hvað hann hefði sagt. „Ég sagði að ég vissi ekki að hann væri alvitur, en ég dreg það til baka.“ Dómari sagði það gott og bað verjendur, og verjanda, um að vera kurteisir. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Lögreglumaðurinn lýsti því hvernig rannsóknin fór fram eftir að hann tók við stjórn hennar þegar hann mætti til vinnu föstudaginn 18. nóvember árið 2022. Hann sagði að áherslan hafi verið á að greina myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum, bæði á Bankastræti Club sem og á öðrum stöðum, einna helst Dubliner og Paloma. Þar höfðu árásarmennirnir safnast saman áður en þeir lögðust til atlögu. Hann sagði að mikill fjöldi rannsóknarlögreglumanna hefði komið að málinu og teymi stofnuð utan um hvern anga rannsóknarinnar. Sáu bara einn hníf Lögregluþjónninn sagði að við ítarlega greiningu á upptökum frá Bankastræti Club hafi aðeins einn hnífur sést. „Hvergi nokkurs staðar í myndbandinu eða í ferlinu, sjáum við fleiri en einn hníf. Vissulega reyndum við eftir fremsta megni að greina öll vopn en við urðum ekki vör við fleiri hnífa,“ sagði hann. Hins vegar hafi sést ein kylfa, eitt vasaljós og stunguvesti. Þá segir hann að lögreglan hafi varið miklu púðri í leit að umræddum hníf, sem sakborningurinn Alexander Máni Björnsson gekkst við að hafa verið með. Hann hafi sagst hafa hent hnífnum í ótilgreinda ruslatunnu. „Okkur langaði mikið að finna þennan hníf, lögðum mikla vinnu í það, meðal annars að sjá hann betur á myndbandinu. Það var ekki hægt að þysja inn á hann, var alltaf það grófkornóttur að við sáum ekki hvernig hnífurinn var.“ Hnífurinn hefur enn ekki fundist. Telja næsta víst að Alexander Máni hafi stungið alla þrjá Líkt og greint hefur verið frá hefur Alexander Máni Björnsson játað að hafa stunguð tvo brotaþola málsins en ekki þann þriðja. Þá neitar hann að hafa reynt að verða mönnunum tveimur að bana. Við skýrslutöku á mánudaginn sagði hann að það sæist á upptökum úr öryggismyndavélum staðarins að hann hefði ekki stungið brotaþolann Lúkas Geir. „Ég get ekki verið á tveimur stöðum í einu.“ „Við skoðuðum það og reyndum að vinna myndbandið eins vel og við gátum varðandi snertingu þeirra á milli, Eina snertingin sem varð til þess að hann féll niður var þegar hann rakst í Alexander Mána, niðurstaðan var sú að yfirgnæfandi líkur væru á því að Alexander Máni hefði stungið Lúkas,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn. „Alls ekki, ég veit ekki hvernig þú dregur þá ályktun“ Þá var komið að Ómari R. Valdimarssyni, verjanda Alexanders Mána, að spyrja lögreglumanninn spjörunum úr. Hann spurði út í það hvernig lögregla hefði komist að því að Alexander Máni hefði verið með hníf inni á Bankastræti Club. „Það var ljóst strax í upphafi þegar myndbandið var skoðað að maður hélt á hníf þegar hann gekk inn á Bankastræti Club, það var ekki ljóst hver var á bak við grímuna. Það varð fljótt ljóst að það var Alexander Máni.“ Þá sagði Ómar að Alexander Máni hefði gengist við því að hafa verið með hníf umrætt kvöld og spurði hvort rannsókn hefði verið hætt á þeim tímapunkti. „Alls ekki, ég veit ekki hvernig þú dregur þá ályktun,“ sagði lögreglumaðurinn. Ómar velti sömu spurningu upp þegar rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Dómari bað verjendur um að vera kurteisir Þá spurði Ómar lögreglumanninn hvort hann gæti útilokað það að fleiri en Alexander Máni hafi verið með hníf inni í svokölluðu VIP-herbergi á staðnum, þar sem árásin var framin. Lögreglumaðurinn sagðit geta fullyrt að Alexander Máni hafi verið sá eini með hníf. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ muldraði Ómar þá lágt. Dómari spurði hann þá hvað hann hefði sagt. „Ég sagði að ég vissi ekki að hann væri alvitur, en ég dreg það til baka.“ Dómari sagði það gott og bað verjendur, og verjanda, um að vera kurteisir.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira