Leik lokið: Þór/KA 1 - 3 Stjarnan | Stjörnukonur með þrjú mörk í seinni hálfleik Árni Gísli Magnússon skrifar 30. september 2023 14:15 Stjarnan vann góðan sigur í dag. Vísir/Anton Brink Stjarnan gerði góða ferð norður í land í dag og bar 3-1 sigur úr býtum gegn Þór/KA í fjórðu og næstsíðustu umferð í efri hluta Bestu deildar kvenna. Þór/KA komst yfir seint í fyrri hálfleik en Stjarnan skoraði þrjú mörk í þeim seinni þar sem varamaðurinn Hulda Hrund Arnarsdóttir stal senunni með tvö mörk Með sigrinum á Stjarnan enn von á að ná 2. sæti í lokaumferðinni sem gefur þátttökurétt í Evrópukeppni. Til þess þarf liðið að sigra Þrótt og Valur að sigra Breiðablik. Þór/KA endar að öllum líkindum í 5. sæti Stjarnan ógnaði meira í upphafi og voru þær Betsy Hassett og Jasmín Erla Ingadóttir hvað hættulegastar í sóknarleiknum. Eftir rúman stundarfjórðung höfðu þær saman búið til þrjú hættuleg færi en í tveimur þeirra var Jasmín Erla dæmd rangstæð þegar hún var komin ein gegn markmanni. Þór/KA gekk ekki nægilega vel að búa til alvöru færi en nokkur hálffæri sköpuðust sem ekki tókst að nýta. Á 40. mínútu fékk Þór/KA hornspyrnu sem að hin sparkvissa Jakobína Hjörvarsdóttir tók og spyrnti boltanum inn á teig og þaðan barst boltinn aftur til hennar og í kjölfarið átti hún fyrirgjöf inn á teig þar sem Hulda Björg var vel staðsett og skallaði boltann í netið. Staðan í hálfleik 1-0 heimakonum í vil. Á 51. mínútu kom lang besta færi leiksins þegar Hulda Ósk komst inn í misheppnaða sendingu til baka frá varnarmanni Stjörnunnar og komst óáreitt ein gegn Erin í marki Stjörnunnar sem varði frá henni úr dauðafæri, þaðan barst boltinn til Karenar Maríu sem skaut yfir úr mjög góðu færi. Þarna áttu heimakonur svo sannarlega að tvöfalda forystuna. Þetta klúður reyndist dýrt þar sem Stjarnan jafnaði leikinn einungis sjö mínútum seinna. Betsty Hassett gerði frábærlega í að komast inn á teig Þór/KA og renndi boltanum á Andreu Mist Pálsdóttur sem setti boltann laglega í netið og skoraði gegn sínu uppeldisfélagi. Á 62. mínútu komst Hulda Ósk í fínt færi hægra megin í teignum en setti boltann rétt fram hjá fjærstönginni og staðan áfram jöfn. Hulda Hrund Arnarsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Stjörnunni strax eftir jöfnunarmarkið og átti heldur betur eftir að láta til sín taka. Á 71. mínútu fékk hún boltann neðarlega á vinstri kantinum og keyrði upp og inn á völlinn þar sem fjölmargir varnarmenn Þór/KA gerðu tilraun til að stoppa hana án árangurs og að lokum átti hún fast skot rétt fyrir utan teig sem endaði í nærhorninu og Stjarnan komin í forystu. Tíu mínútum síðar hefði Sandra María getað jafnað leikinn en skot hennar fór fram hjá úr ágætis færi eftir langan bolta úr vörninni frá Agnesi Birtu. Á 87. mínútu skoraði Hulda Hrund sitt annað mark og kláraði leikinn fyrir gestina. Sædís Rún tók þá hornspyrnu frá vinstri sem fór beint á Huldu í teignum sem skaut í fyrsta á markið og inn fór boltinn. Lokatölur 3-1 fyrir Stjörnunni sem eygir enn möguleika á Evrópusæti eftir úrslit dagsins. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan nýtti færin sín betur í dag en hefði hæglega getað fengið á sig fleiri mörk. Hulda Hrund kom inn með krafti og gaf liðinu mikið í lokin, m.a. tvö mörk. Hverjar stóðu upp úr? Betsty Hassett er flink með boltann og skapaði nokkrum sinnum mikla hættu fyrir Stjörnuna ásamt Jasmíni Erlu Ingadóttur. Maður leiksins er þó að sjálfsögðu varamaðurinn Hulda Hrund Arnarsdóttir sem skoraði tvö mörk. Hjá Þór/KA fékk Sandra María Jessen hættulegustu færin. Hulda Björg Hannesdóttir skoraði mark og stóð sína plikt vel. Hvað gekk illa? Þór/KA liðið nagar sig sennilega í handarbökin yfir því að hafa ekki skorað a.m.k eitt mark í viðbót í dag. Hvað gerist næst? Lokaumferðin fer fram föstudaginn 6. Október. Þór/KA mætir FH í Kaplakrika kl. 15:45 og Stjarnan fær Þrótt í heimsókn í Garðabæinn kl. 19:15. „Það það er þetta hugarfar sem allir leikmenn eiga að koma með inn í leikina“ Kristján Guðmundsson á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var sérstaklega ánægður með seinni hálfleikinn í 3-1 sigri gegn Þór/KA fyrir norðan í dag. „Fyrri hálfleikurinn þá var svona einhver streita í leikmönnum. Áttum erfitt með að senda á samherja þegar við vorum með boltann og svo small pressan ekki alveg nógu oft það sem við ætluðum að gera í varnarleiknum þannig að það var svolítið tæpt enda erum við undir í hálfleik. Það var fyrst og fremst held ég hugarfarið sem við þurftum að breyta, við brýndum það í hálfleik ásamt einhverri taktík en við þurftum bara að mæta með annað hugarfar inn í seinni hálfleikinn.“ Hulda Hrund Arnarsdóttir kom inn á sem varamaður á 59. mínútu og skoraði tvö mörk. Kristján var skiljanlega ánægður með innkomu hennar. „Við förum inn í seinni hálfleikinn og fyrstu tíu mínúturnar líta bara ekki alveg vel út og fáum á okkur dauðafæri sem við búum til þannig við ákveðum að gera breytingar og erum búin að tilkynna skiptingu þegar við jöfnum svo leikinn. Hulda kemur inn og hagar sér eins og á að haga sér eins og á að gera þegar maður kemur inn í leiki; að skipta máli og hún gerði það heldur betur, skorar tvö. Hún kom inn á móti Val líka og skipti verulega máli þótt hún hafi ekki skorað þar þannig að það er þetta hugarfar sem allir leikmenn eiga að koma með inn í leikina.“ Stjarnan er í 3. sæti fyrir lokaumferðina, tveimur stigum á eftir Breiðablik. Sigri Stjarnan sinn leik gegn Þrótti og Breiðablik tapar gegn Val mun Stjarnan enda í 2. sæti sem gefur þátttökurétt í Evrópu. Það er því að nægu að keppa fyrir Stjörnuna í lokaumferðinni. „Við urðum alltaf að vinna þennan leik, við vissum það ef við ætluðum að halda áfram að pressa á toppinn og það tókst. Sama hvað myndi gerast í öðrum leikjum, þú talar um úrslit tveggja leikja næstu helgi sem segja okkur hvar við endum í mótinu og við höfum bara stjórn á öðrum þeirra og svo verða hin liðin að gera upp um hinn leikinn“, sagði Kristján að endingu. Íslenski boltinn Besta deild kvenna Stjarnan Þór Akureyri KA
Stjarnan gerði góða ferð norður í land í dag og bar 3-1 sigur úr býtum gegn Þór/KA í fjórðu og næstsíðustu umferð í efri hluta Bestu deildar kvenna. Þór/KA komst yfir seint í fyrri hálfleik en Stjarnan skoraði þrjú mörk í þeim seinni þar sem varamaðurinn Hulda Hrund Arnarsdóttir stal senunni með tvö mörk Með sigrinum á Stjarnan enn von á að ná 2. sæti í lokaumferðinni sem gefur þátttökurétt í Evrópukeppni. Til þess þarf liðið að sigra Þrótt og Valur að sigra Breiðablik. Þór/KA endar að öllum líkindum í 5. sæti Stjarnan ógnaði meira í upphafi og voru þær Betsy Hassett og Jasmín Erla Ingadóttir hvað hættulegastar í sóknarleiknum. Eftir rúman stundarfjórðung höfðu þær saman búið til þrjú hættuleg færi en í tveimur þeirra var Jasmín Erla dæmd rangstæð þegar hún var komin ein gegn markmanni. Þór/KA gekk ekki nægilega vel að búa til alvöru færi en nokkur hálffæri sköpuðust sem ekki tókst að nýta. Á 40. mínútu fékk Þór/KA hornspyrnu sem að hin sparkvissa Jakobína Hjörvarsdóttir tók og spyrnti boltanum inn á teig og þaðan barst boltinn aftur til hennar og í kjölfarið átti hún fyrirgjöf inn á teig þar sem Hulda Björg var vel staðsett og skallaði boltann í netið. Staðan í hálfleik 1-0 heimakonum í vil. Á 51. mínútu kom lang besta færi leiksins þegar Hulda Ósk komst inn í misheppnaða sendingu til baka frá varnarmanni Stjörnunnar og komst óáreitt ein gegn Erin í marki Stjörnunnar sem varði frá henni úr dauðafæri, þaðan barst boltinn til Karenar Maríu sem skaut yfir úr mjög góðu færi. Þarna áttu heimakonur svo sannarlega að tvöfalda forystuna. Þetta klúður reyndist dýrt þar sem Stjarnan jafnaði leikinn einungis sjö mínútum seinna. Betsty Hassett gerði frábærlega í að komast inn á teig Þór/KA og renndi boltanum á Andreu Mist Pálsdóttur sem setti boltann laglega í netið og skoraði gegn sínu uppeldisfélagi. Á 62. mínútu komst Hulda Ósk í fínt færi hægra megin í teignum en setti boltann rétt fram hjá fjærstönginni og staðan áfram jöfn. Hulda Hrund Arnarsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Stjörnunni strax eftir jöfnunarmarkið og átti heldur betur eftir að láta til sín taka. Á 71. mínútu fékk hún boltann neðarlega á vinstri kantinum og keyrði upp og inn á völlinn þar sem fjölmargir varnarmenn Þór/KA gerðu tilraun til að stoppa hana án árangurs og að lokum átti hún fast skot rétt fyrir utan teig sem endaði í nærhorninu og Stjarnan komin í forystu. Tíu mínútum síðar hefði Sandra María getað jafnað leikinn en skot hennar fór fram hjá úr ágætis færi eftir langan bolta úr vörninni frá Agnesi Birtu. Á 87. mínútu skoraði Hulda Hrund sitt annað mark og kláraði leikinn fyrir gestina. Sædís Rún tók þá hornspyrnu frá vinstri sem fór beint á Huldu í teignum sem skaut í fyrsta á markið og inn fór boltinn. Lokatölur 3-1 fyrir Stjörnunni sem eygir enn möguleika á Evrópusæti eftir úrslit dagsins. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan nýtti færin sín betur í dag en hefði hæglega getað fengið á sig fleiri mörk. Hulda Hrund kom inn með krafti og gaf liðinu mikið í lokin, m.a. tvö mörk. Hverjar stóðu upp úr? Betsty Hassett er flink með boltann og skapaði nokkrum sinnum mikla hættu fyrir Stjörnuna ásamt Jasmíni Erlu Ingadóttur. Maður leiksins er þó að sjálfsögðu varamaðurinn Hulda Hrund Arnarsdóttir sem skoraði tvö mörk. Hjá Þór/KA fékk Sandra María Jessen hættulegustu færin. Hulda Björg Hannesdóttir skoraði mark og stóð sína plikt vel. Hvað gekk illa? Þór/KA liðið nagar sig sennilega í handarbökin yfir því að hafa ekki skorað a.m.k eitt mark í viðbót í dag. Hvað gerist næst? Lokaumferðin fer fram föstudaginn 6. Október. Þór/KA mætir FH í Kaplakrika kl. 15:45 og Stjarnan fær Þrótt í heimsókn í Garðabæinn kl. 19:15. „Það það er þetta hugarfar sem allir leikmenn eiga að koma með inn í leikina“ Kristján Guðmundsson á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var sérstaklega ánægður með seinni hálfleikinn í 3-1 sigri gegn Þór/KA fyrir norðan í dag. „Fyrri hálfleikurinn þá var svona einhver streita í leikmönnum. Áttum erfitt með að senda á samherja þegar við vorum með boltann og svo small pressan ekki alveg nógu oft það sem við ætluðum að gera í varnarleiknum þannig að það var svolítið tæpt enda erum við undir í hálfleik. Það var fyrst og fremst held ég hugarfarið sem við þurftum að breyta, við brýndum það í hálfleik ásamt einhverri taktík en við þurftum bara að mæta með annað hugarfar inn í seinni hálfleikinn.“ Hulda Hrund Arnarsdóttir kom inn á sem varamaður á 59. mínútu og skoraði tvö mörk. Kristján var skiljanlega ánægður með innkomu hennar. „Við förum inn í seinni hálfleikinn og fyrstu tíu mínúturnar líta bara ekki alveg vel út og fáum á okkur dauðafæri sem við búum til þannig við ákveðum að gera breytingar og erum búin að tilkynna skiptingu þegar við jöfnum svo leikinn. Hulda kemur inn og hagar sér eins og á að haga sér eins og á að gera þegar maður kemur inn í leiki; að skipta máli og hún gerði það heldur betur, skorar tvö. Hún kom inn á móti Val líka og skipti verulega máli þótt hún hafi ekki skorað þar þannig að það er þetta hugarfar sem allir leikmenn eiga að koma með inn í leikina.“ Stjarnan er í 3. sæti fyrir lokaumferðina, tveimur stigum á eftir Breiðablik. Sigri Stjarnan sinn leik gegn Þrótti og Breiðablik tapar gegn Val mun Stjarnan enda í 2. sæti sem gefur þátttökurétt í Evrópu. Það er því að nægu að keppa fyrir Stjörnuna í lokaumferðinni. „Við urðum alltaf að vinna þennan leik, við vissum það ef við ætluðum að halda áfram að pressa á toppinn og það tókst. Sama hvað myndi gerast í öðrum leikjum, þú talar um úrslit tveggja leikja næstu helgi sem segja okkur hvar við endum í mótinu og við höfum bara stjórn á öðrum þeirra og svo verða hin liðin að gera upp um hinn leikinn“, sagði Kristján að endingu.