Samstaða í stað samsæriskenninga Finnur Th. Eiríksson skrifar 29. september 2023 14:00 Um þessar mundir steðja raunverulegar ógnir að Vesturlöndum, meðal annars frá vopnaskaki Pútíns í Úkraínu og auknum umsvifum kínverskra yfirvalda í Evrópu. Þótt Vesturlandabúar hafi ærið tilefni til að þétta raðirnar, er langt um liðið síðan vestrænt samfélag var jafn sundrað. Það einkennist í auknum mæli af hugmyndafræðilega einangruðum afkimum og skotgrafastjórnmálum. Þessi þróun er reyndar ekki ný af nálinni. Undanfarna áratugi hafa andvestræn alræðisríki markvisst beitt upplýsingahernaði gegn Vesturlöndum. Mikið af áróðri þeirra rekur uppruna sinn til yfirvalda í Rússlandi. En vestrænir fjölmiðlar og samfélagsmiðlar eru einnig meðsekir í útbreiðslu hans. Þeir hafa átt sinn þátt í að skapa umræðuhefð sem er fjandsamleg málamiðlunum og elur á sundrung. Algrímar samfélagsmiðlanna magna öfgaraddir á meðan skynsemisraddir eru kaffærðar. Í þessu óreiðukennda umhverfi er að ákveðnu leyti skiljanlegt að fólk leiðist út á braut samsæriskenninga. Fjölskyldum sundrað Í mörgum samsæriskenningum má finna stök sannleikskorn. En í höndum samsæriskenningafólks er þessum kornum undantekningarlaust hnoðað saman við óstaðfestar og beinlínis rangar upplýsingar. Afleiðingin er sú að kenningarnar eru ekki til þess fallnar að valda vitundarvakningu heldur sundrung.Þrátt fyrir að vera hugmyndafræðilegs eðlis geta þær engu að síður haft raunveruleg og samfélagslega skaðleg áhrif. Ég hef áður skrifað umhvernig þær geta bókstaflega stofnað samfélagshópum í lífshættu. En samsæriskenningar geta einnig haft lúmskari áhrif. Þær hafa meðal annars sundrað vinahópum og fjölskyldum. Stofnaðir hafa verið stuðningshópar fyrir aðstandendur þeirra sem hafa orðið gagnteknir af samsæriskenningum. En hvers vegna ná samsæriskenningar tangarhaldi á ákveðnum einstaklingum? Svarið er að samsæriskenningar eru sérsniðnar til að hafa áhrif á frumstæð varnarviðbrögð heilans. Þessi viðbrögð eru heilbrigð upp að ákveðnu marki, en hjá sumum virðast þau vera öðrum kenndum yfirsterkari. Auk þess getur hópþrýstingur og félagsleg viðurkenning viðhaldið trúnni á samsæriskenningar. Hafi einstaklingur tileinkað sér slíkar kenningar gæti honum reynst erfitt að fylla upp í tómarúmið sem myndast þegar hann segir skilið við þær. Leiðin til baka Margir tengja samsæriskenningar eingöngu við hægri-öfgamenn en staðreyndin er sú að þær er einnig að finna meðal vinstri-öfgamanna. Fyrir um áratug síðan var ég hallur undir ýmsar samsæriskenningar sem nutu vinsælda á vinstri vængnum. En smám saman rann upp fyrir mér að sannleiksgildi þessara kenninga var lítið sem ekkert og að þær höfðu haft neikvæð áhrif á andlega líðan mína. Það var lítil furða því þær ólu á tortryggni og neikvæðni gagnvart öðrum samfélagshópum. Til að losna undan áhrifum þeirra þurfti ég að yfirgefa bergmálshellana sem ég hafði dvalið í. Árið 2016 eyddi ég reikningum mínum á samfélagsmiðlum og byrjaði á nýjum grunni. Í stað reyfarakenndra myndskeiða á Youtube og svipuðum síðum fór ég að afla mér heimilda í virtum fræðiritum. Til dæmis varð ég fljótt mikill aðdáandi alfræðibókarinnar Encyclopædia Britannica, sem hefur verið stöðugt uppfærð frá árinu 1768 og hefur að geyma fjöldann allan af ritrýndum fræðigreinum. Ég er einnig dyggur lesandi Ground News sem safnar sambærilegum fréttum frá ólíkum fréttamiðlum og tiltekur hvort þeir hafi hægri- eða vinstrisveiflu. Þessi breyting krafðist sjálfsaga, en hún hefur einungis haft jákvæð áhrif á líf mitt. Lokaorð Þrátt fyrir sundrungina sem einkennir Vesturlönd um þessar mundir er enn fullt tilefni til bjartsýni. Til dæmis eru lífsgæði og mannréttindi hvergi meiri en á Vesturlöndum. Frjáls fjölmiðlun, þrískipting ríkisvaldsins og fleiri aðalsmerki vestrænna ríkja eru eitur í beinum alræðisríkja sem neita þegnum sínum um slíkan munað. Þau þrá því ekkert heitar en að sjá Vesturlandabúa sóa velmegun sinni í skotgrafastjórnmál og samsæriskenningar. Það er hafið yfir allan vafa að fyrrnefnd alræðisríki hafi markvisst alið á þessari sundrung. Munum við koma þeim upp með það? Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir steðja raunverulegar ógnir að Vesturlöndum, meðal annars frá vopnaskaki Pútíns í Úkraínu og auknum umsvifum kínverskra yfirvalda í Evrópu. Þótt Vesturlandabúar hafi ærið tilefni til að þétta raðirnar, er langt um liðið síðan vestrænt samfélag var jafn sundrað. Það einkennist í auknum mæli af hugmyndafræðilega einangruðum afkimum og skotgrafastjórnmálum. Þessi þróun er reyndar ekki ný af nálinni. Undanfarna áratugi hafa andvestræn alræðisríki markvisst beitt upplýsingahernaði gegn Vesturlöndum. Mikið af áróðri þeirra rekur uppruna sinn til yfirvalda í Rússlandi. En vestrænir fjölmiðlar og samfélagsmiðlar eru einnig meðsekir í útbreiðslu hans. Þeir hafa átt sinn þátt í að skapa umræðuhefð sem er fjandsamleg málamiðlunum og elur á sundrung. Algrímar samfélagsmiðlanna magna öfgaraddir á meðan skynsemisraddir eru kaffærðar. Í þessu óreiðukennda umhverfi er að ákveðnu leyti skiljanlegt að fólk leiðist út á braut samsæriskenninga. Fjölskyldum sundrað Í mörgum samsæriskenningum má finna stök sannleikskorn. En í höndum samsæriskenningafólks er þessum kornum undantekningarlaust hnoðað saman við óstaðfestar og beinlínis rangar upplýsingar. Afleiðingin er sú að kenningarnar eru ekki til þess fallnar að valda vitundarvakningu heldur sundrung.Þrátt fyrir að vera hugmyndafræðilegs eðlis geta þær engu að síður haft raunveruleg og samfélagslega skaðleg áhrif. Ég hef áður skrifað umhvernig þær geta bókstaflega stofnað samfélagshópum í lífshættu. En samsæriskenningar geta einnig haft lúmskari áhrif. Þær hafa meðal annars sundrað vinahópum og fjölskyldum. Stofnaðir hafa verið stuðningshópar fyrir aðstandendur þeirra sem hafa orðið gagnteknir af samsæriskenningum. En hvers vegna ná samsæriskenningar tangarhaldi á ákveðnum einstaklingum? Svarið er að samsæriskenningar eru sérsniðnar til að hafa áhrif á frumstæð varnarviðbrögð heilans. Þessi viðbrögð eru heilbrigð upp að ákveðnu marki, en hjá sumum virðast þau vera öðrum kenndum yfirsterkari. Auk þess getur hópþrýstingur og félagsleg viðurkenning viðhaldið trúnni á samsæriskenningar. Hafi einstaklingur tileinkað sér slíkar kenningar gæti honum reynst erfitt að fylla upp í tómarúmið sem myndast þegar hann segir skilið við þær. Leiðin til baka Margir tengja samsæriskenningar eingöngu við hægri-öfgamenn en staðreyndin er sú að þær er einnig að finna meðal vinstri-öfgamanna. Fyrir um áratug síðan var ég hallur undir ýmsar samsæriskenningar sem nutu vinsælda á vinstri vængnum. En smám saman rann upp fyrir mér að sannleiksgildi þessara kenninga var lítið sem ekkert og að þær höfðu haft neikvæð áhrif á andlega líðan mína. Það var lítil furða því þær ólu á tortryggni og neikvæðni gagnvart öðrum samfélagshópum. Til að losna undan áhrifum þeirra þurfti ég að yfirgefa bergmálshellana sem ég hafði dvalið í. Árið 2016 eyddi ég reikningum mínum á samfélagsmiðlum og byrjaði á nýjum grunni. Í stað reyfarakenndra myndskeiða á Youtube og svipuðum síðum fór ég að afla mér heimilda í virtum fræðiritum. Til dæmis varð ég fljótt mikill aðdáandi alfræðibókarinnar Encyclopædia Britannica, sem hefur verið stöðugt uppfærð frá árinu 1768 og hefur að geyma fjöldann allan af ritrýndum fræðigreinum. Ég er einnig dyggur lesandi Ground News sem safnar sambærilegum fréttum frá ólíkum fréttamiðlum og tiltekur hvort þeir hafi hægri- eða vinstrisveiflu. Þessi breyting krafðist sjálfsaga, en hún hefur einungis haft jákvæð áhrif á líf mitt. Lokaorð Þrátt fyrir sundrungina sem einkennir Vesturlönd um þessar mundir er enn fullt tilefni til bjartsýni. Til dæmis eru lífsgæði og mannréttindi hvergi meiri en á Vesturlöndum. Frjáls fjölmiðlun, þrískipting ríkisvaldsins og fleiri aðalsmerki vestrænna ríkja eru eitur í beinum alræðisríkja sem neita þegnum sínum um slíkan munað. Þau þrá því ekkert heitar en að sjá Vesturlandabúa sóa velmegun sinni í skotgrafastjórnmál og samsæriskenningar. Það er hafið yfir allan vafa að fyrrnefnd alræðisríki hafi markvisst alið á þessari sundrung. Munum við koma þeim upp með það? Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun