Brot í nánu sambandi: Njósnaði um farsímanotkun með forriti og beitti ofbeldi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. september 2023 19:17 Dæmt var í málinu á miðvikudag. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir margvísleg brot í nánu sambandi á miðvikudag. Maðurinn var meðal annars ákærður fyrir að beita barnsmóður sinni líkamlegu ofbeldi, koma fyrir njósnaforriti í farsíma hennar og brjóta gegn nálgunarbanni. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að ákærði hafi á um hálfs árs tímabili endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi maka síns og barnsmóður með andlegu og líkamlegu ofbeldi, hótunum, húsbroti, broti gegn friðhelgi og gegn nálgunarbanni. Njósnaði um farsímanotkun í þrjá mánuði Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í tvígang gripið um sambýliskonu sína, hrist hana til og öskrað á hana í maí 2022. Í fyrra skiptið hafði hann skömmu áður verið stöðvaður af lögreglu fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Í seinna skiptið hafi hann ruðst inn á heimilið og veist að henni í viðurvist barna þeirra. Að auki segir að í sama mánuði hafi maðurinn hótað að brjótast inn í íbúð konunnar í Instagram skilaboðum. Þá hafi hann einnig komið forritinu KidsGuard fyrir í farsíma hennar, sem gerði honum kleift að fylgjast með allri farsímanotkun hennar, þar á meðal einkasamtölum á samfélagsmiðlum. Maðurinn hafði slíkan aðgang á nær þriggja mánaða tímabili. Á tímabilinu tók hann 5036 skjáskot af síma hennar. Þá segir að maðurinn hafi í ágúst 2022 brotið gegn nálgunarbanni þegar hann kom að heimili hennar og hleypti börnum þeirra inn um svaladyr íbúðarinnar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafði þá ákveðið að maðurinn mætti ekki koma á svæði í innan fimmtíu metra radíuss frá íbúðarhúsi hennar. Hótaði að drepa sambýlismann barnsmóðurinnar Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa hótað að drepa sambýlismann barnsmóður sinnar í tvö skipti í ágúst 2022. Í lögregluskýrslu segir að maðurinn hafi haft samband við lögreglu þann og barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar þann 10. ágúst 2022 og sakað sambýlismann barnsmóður sinnar um barnaníð. Í skýrslutöku hjá lögreglu sama dag hafi hann sagt orðrétt, „Ef ég sé hann þá drep ég hann. Bara svo það sé alveg á hreinu, ef hann deyr.“ Nokkrum klukkustundum síðar hafi hann síðan hringt á Neyðarlínuna og óskað eftir að lögregla færi að heimili barnsmóður sinnar og vísað manninum út. Annars myndi hann sjálfur drepa hann. Játaði að hluta til Maðurinn játaði að hafa veist að konunni í fyrra skiptið og að hafa komið njósnaforritinu fyrir í farsíma hennar. Vitni bar um að börn þeirra höfðu verið úti í garði meðan á seinna skiptinu stóð og var hann því sýknaður af þeim hluta ákæruliðsins. Hann sagðist ekki muna eftir að hafa hótað að brjótast inn í íbúð barnsmóðurinnar en fyrir lágu Instagram skilaboð frá 27. maí 2022 þar sem hann segir að vilji hún ekki skemmdan cylinder skuli hún skilja lyklana að íbúð hennar eftir. Þannig gerðist hann sekur um hótunina. Þá játaði maðurinn að hafa hótað að drepa sambýlismann barnsmóður sinnar, en sagðist ekki hafa raunverulega ætlað sér að drepa hann. Í lögregluskýrslu tveimur dögum eftir hótanirnar kvaðst hann ekki ætla að fylgja þeim eftir og þær höfðu einungis verið settar fram í þeim tilgangi að gera barnaverndaryfirvöldum og lögreglu grein fyrir málinu. Maðurinn var því sýknaður af þeim ákærukafla. Maðurinn var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar. Þó skyldi fullnustu refsingu frestað og hún falla niður á liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða konunni sexhundruð þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira
Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að ákærði hafi á um hálfs árs tímabili endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi maka síns og barnsmóður með andlegu og líkamlegu ofbeldi, hótunum, húsbroti, broti gegn friðhelgi og gegn nálgunarbanni. Njósnaði um farsímanotkun í þrjá mánuði Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í tvígang gripið um sambýliskonu sína, hrist hana til og öskrað á hana í maí 2022. Í fyrra skiptið hafði hann skömmu áður verið stöðvaður af lögreglu fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Í seinna skiptið hafi hann ruðst inn á heimilið og veist að henni í viðurvist barna þeirra. Að auki segir að í sama mánuði hafi maðurinn hótað að brjótast inn í íbúð konunnar í Instagram skilaboðum. Þá hafi hann einnig komið forritinu KidsGuard fyrir í farsíma hennar, sem gerði honum kleift að fylgjast með allri farsímanotkun hennar, þar á meðal einkasamtölum á samfélagsmiðlum. Maðurinn hafði slíkan aðgang á nær þriggja mánaða tímabili. Á tímabilinu tók hann 5036 skjáskot af síma hennar. Þá segir að maðurinn hafi í ágúst 2022 brotið gegn nálgunarbanni þegar hann kom að heimili hennar og hleypti börnum þeirra inn um svaladyr íbúðarinnar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafði þá ákveðið að maðurinn mætti ekki koma á svæði í innan fimmtíu metra radíuss frá íbúðarhúsi hennar. Hótaði að drepa sambýlismann barnsmóðurinnar Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa hótað að drepa sambýlismann barnsmóður sinnar í tvö skipti í ágúst 2022. Í lögregluskýrslu segir að maðurinn hafi haft samband við lögreglu þann og barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar þann 10. ágúst 2022 og sakað sambýlismann barnsmóður sinnar um barnaníð. Í skýrslutöku hjá lögreglu sama dag hafi hann sagt orðrétt, „Ef ég sé hann þá drep ég hann. Bara svo það sé alveg á hreinu, ef hann deyr.“ Nokkrum klukkustundum síðar hafi hann síðan hringt á Neyðarlínuna og óskað eftir að lögregla færi að heimili barnsmóður sinnar og vísað manninum út. Annars myndi hann sjálfur drepa hann. Játaði að hluta til Maðurinn játaði að hafa veist að konunni í fyrra skiptið og að hafa komið njósnaforritinu fyrir í farsíma hennar. Vitni bar um að börn þeirra höfðu verið úti í garði meðan á seinna skiptinu stóð og var hann því sýknaður af þeim hluta ákæruliðsins. Hann sagðist ekki muna eftir að hafa hótað að brjótast inn í íbúð barnsmóðurinnar en fyrir lágu Instagram skilaboð frá 27. maí 2022 þar sem hann segir að vilji hún ekki skemmdan cylinder skuli hún skilja lyklana að íbúð hennar eftir. Þannig gerðist hann sekur um hótunina. Þá játaði maðurinn að hafa hótað að drepa sambýlismann barnsmóður sinnar, en sagðist ekki hafa raunverulega ætlað sér að drepa hann. Í lögregluskýrslu tveimur dögum eftir hótanirnar kvaðst hann ekki ætla að fylgja þeim eftir og þær höfðu einungis verið settar fram í þeim tilgangi að gera barnaverndaryfirvöldum og lögreglu grein fyrir málinu. Maðurinn var því sýknaður af þeim ákærukafla. Maðurinn var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar. Þó skyldi fullnustu refsingu frestað og hún falla niður á liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða konunni sexhundruð þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira