Eitt prósent Hveragerðisbúa missir vinnuna Árni Sæberg skrifar 30. september 2023 12:14 Dvalarheimilið Ás í Hveragerði. Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir uppsagnir fjölda starfsmanna dvalarheimilisins Áss í Hveragerði högg fyrir bæinn. Hann ætlar að reyna að fá Grund til að hætta við uppsagnirnar. Vísir greindi frá því á dögunum að 38 starfsmenn Grundarheimilanna hefðu fengið þær fregnir frá stéttarfélagi sínu að störf þeirra hefðu verið lögð niður. Geir Sveinsson bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir að íbúar Hveragerðis séu í áfalli yfir tíðindunum. „Við hörmum þetta gríðarlega. að þessi uppsögn hafi komið. Fyrir sveitarfélag eins og Hveragerði er þetta auðvitað stórt og mikið högg. Síðustu daga hefur einfaldlega verið þungt hljóð í bæjarbúum. Þetta er um eitt prósent íbúa.“ Á fund með forstjóranum Geir hefur rætt við forsvarsmenn Grundar og á bókaðan fund með Karli Óttari Einarssyni á mánudag þar sem farið verður yfir málin. „Við ætlum að sjá og ræða hvort ekki megi endurskoða þetta og athuga hvernig staðan er. Ég er kannski ekki allt of bjartsýnn með það, en mér finnst algerlega vera tilraunarinnar virði að hitta Karl Óttar, því að þetta hefur mjög mikil áhrif. Þetta er gott starfsfólk sem hefur unnið góða vinnu, og þarfa vinnu.“ Þjóðin eldist og íbúum fjölgar Þá segir hann að mikilvægt sé að öflugt dvalarheimili sé rekið í Hveragerði og góð þjónusta við aldraða íbúa þess sé tryggð. „Þeir fullyrða að þetta muni ekki hafa nein áhrif á það en engu að síður hef ég áhuga á að fara yfir það. Af því að okkur fer fjölgandi og eldri íbúum sömuleiðis og það er mjög mikilvægt að gott starf sé unnið á þessum stöðum og hlúð að því fólki sem þarna er. Þó að stór hluti sé í hreingerningum og öðru þá er mjög svo mikilvægt á þessum stöðum, það er hvert einasta starf mikilvægt. Þess vegna viljum auðvitað tryggja það að þetta fólk missi ekki vinnu sína, ef okkur er þess kostur.“ Hveragerði Vinnumarkaður Eldri borgarar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Vísir greindi frá því á dögunum að 38 starfsmenn Grundarheimilanna hefðu fengið þær fregnir frá stéttarfélagi sínu að störf þeirra hefðu verið lögð niður. Geir Sveinsson bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir að íbúar Hveragerðis séu í áfalli yfir tíðindunum. „Við hörmum þetta gríðarlega. að þessi uppsögn hafi komið. Fyrir sveitarfélag eins og Hveragerði er þetta auðvitað stórt og mikið högg. Síðustu daga hefur einfaldlega verið þungt hljóð í bæjarbúum. Þetta er um eitt prósent íbúa.“ Á fund með forstjóranum Geir hefur rætt við forsvarsmenn Grundar og á bókaðan fund með Karli Óttari Einarssyni á mánudag þar sem farið verður yfir málin. „Við ætlum að sjá og ræða hvort ekki megi endurskoða þetta og athuga hvernig staðan er. Ég er kannski ekki allt of bjartsýnn með það, en mér finnst algerlega vera tilraunarinnar virði að hitta Karl Óttar, því að þetta hefur mjög mikil áhrif. Þetta er gott starfsfólk sem hefur unnið góða vinnu, og þarfa vinnu.“ Þjóðin eldist og íbúum fjölgar Þá segir hann að mikilvægt sé að öflugt dvalarheimili sé rekið í Hveragerði og góð þjónusta við aldraða íbúa þess sé tryggð. „Þeir fullyrða að þetta muni ekki hafa nein áhrif á það en engu að síður hef ég áhuga á að fara yfir það. Af því að okkur fer fjölgandi og eldri íbúum sömuleiðis og það er mjög mikilvægt að gott starf sé unnið á þessum stöðum og hlúð að því fólki sem þarna er. Þó að stór hluti sé í hreingerningum og öðru þá er mjög svo mikilvægt á þessum stöðum, það er hvert einasta starf mikilvægt. Þess vegna viljum auðvitað tryggja það að þetta fólk missi ekki vinnu sína, ef okkur er þess kostur.“
Hveragerði Vinnumarkaður Eldri borgarar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira