Jafna mætti rannsókn MAST við „alvarlegt einelti“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. september 2023 13:35 Þessar kýr á Suðurlandi tengjast fréttinni ekki beint. vísir/vilhelm Matvælaráðuneytið hefur staðfest stjórnvaldssekt sem Matvælastofnun (MAST) lagði á nautgripabónda vegna brota á lögum um velferð dýra. Bóndinn taldi að rannsókn MAST hefði einkennst af einstrengingslegri háttsemi starfsmanna sem „jafna mætti við alvarlegt einelti“. Í úrskurði matvælaráðuneytis eru málsatvik rakin. Segir þar að í ágúst 2021 hafi MAST gert bóndanum viðvart að dagsektir yrðu lagðar á hann ef ekki yrðu gerðar úrbætur á útivist nautgripa á býli hans. Stofnuninni barst ábending um að kýrnar væru aldrei úti. Við eftirlit kom í ljós að kýrnar fengu ekki tilætlaðan útivistartíma samkvæmt lágmarkskröfum laga. Bóndanum var tilkynnt í febrúar 2022 að til stæði að leggja á hann stjórnvaldssekt að fjárhæð 450.000 krónur og bárust engin andmæli frá honum innan andmælafrests. Síðar krafðist lögmaður hans um frekari rökstuðning MAST sem stofnunin hafnaði. Í kjölfarið kærði bóndinn ákvörðunina til ráðuneytis. Meðal sjónarmiða mannsins voru að sektin byggist á ágiskunum MAST en ekki sönnunum. Taldi hann einnig röng vinnubrögð MAST að upplýsa ekki um það hvaðan ábendingin hafi borist. Taldi hann að lögmanni hans hafi verið hótað málskókn í svari frá lögmanni MAST og krafðist þess að starfsamanninum yrði gert að þola áminningu í starfi vegna þessa. Til sönnunar þess að dýrin hafi fengið viðeigandi meðferð lagði bóndinn, við meðferð málsins, fram myndir þar sem megi sjá kýrnar úti við beit. Ráðuneytið taldi hins vegar að MAST hafi byggt ákvörðun sína á eftirlitsheimsóknum, mati á aðstæðum á bænum auk ábendinga sem bárust stofnuninni. „Telur ráðuneytið því að gögn málsins sýni að kærandi hafi ekki tryggt lágmarksútivist nautgripa á umræddu tímabili árið 2021. Myndir af nautgripum á grónu landi í september 2021 sýni að gripunum hafi sannarlega verið hleypt út og féll MAST frá því að leggja dagsektir á kæranda í kjölfar þess. Myndirnar sýna þó ekki að tryggð hafi verið lágmarksútivist gripanna, sem eru átta vikur,“ segir í úrskurðinum sem staðfesti fyrrgreinda sekt. Matvælaframleiðsla Landbúnaður Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sjá meira
Í úrskurði matvælaráðuneytis eru málsatvik rakin. Segir þar að í ágúst 2021 hafi MAST gert bóndanum viðvart að dagsektir yrðu lagðar á hann ef ekki yrðu gerðar úrbætur á útivist nautgripa á býli hans. Stofnuninni barst ábending um að kýrnar væru aldrei úti. Við eftirlit kom í ljós að kýrnar fengu ekki tilætlaðan útivistartíma samkvæmt lágmarkskröfum laga. Bóndanum var tilkynnt í febrúar 2022 að til stæði að leggja á hann stjórnvaldssekt að fjárhæð 450.000 krónur og bárust engin andmæli frá honum innan andmælafrests. Síðar krafðist lögmaður hans um frekari rökstuðning MAST sem stofnunin hafnaði. Í kjölfarið kærði bóndinn ákvörðunina til ráðuneytis. Meðal sjónarmiða mannsins voru að sektin byggist á ágiskunum MAST en ekki sönnunum. Taldi hann einnig röng vinnubrögð MAST að upplýsa ekki um það hvaðan ábendingin hafi borist. Taldi hann að lögmanni hans hafi verið hótað málskókn í svari frá lögmanni MAST og krafðist þess að starfsamanninum yrði gert að þola áminningu í starfi vegna þessa. Til sönnunar þess að dýrin hafi fengið viðeigandi meðferð lagði bóndinn, við meðferð málsins, fram myndir þar sem megi sjá kýrnar úti við beit. Ráðuneytið taldi hins vegar að MAST hafi byggt ákvörðun sína á eftirlitsheimsóknum, mati á aðstæðum á bænum auk ábendinga sem bárust stofnuninni. „Telur ráðuneytið því að gögn málsins sýni að kærandi hafi ekki tryggt lágmarksútivist nautgripa á umræddu tímabili árið 2021. Myndir af nautgripum á grónu landi í september 2021 sýni að gripunum hafi sannarlega verið hleypt út og féll MAST frá því að leggja dagsektir á kæranda í kjölfar þess. Myndirnar sýna þó ekki að tryggð hafi verið lágmarksútivist gripanna, sem eru átta vikur,“ segir í úrskurðinum sem staðfesti fyrrgreinda sekt.
Matvælaframleiðsla Landbúnaður Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sjá meira